Ógreinilegri skil milli vinnu og einkalífs vegna snjalltækja Benedikt Bóas skrifar 14. júlí 2017 07:00 Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum. Nordicphotos/Getty Vísir/Getty „Skil milli vinnu og einkalífs hafa orðið ógreinilegri en þau voru áður með tilkomu snjalltækja. Í stað þess að veita nauðsynlegan sveigjanleika geta snjalltækin valdið því að fólk sé í vinnunni allan sólarhringinn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Í tilkynningu frá BHM kemur fram bandalagið lét gera könnun meðal félagsmanna sinna um snjalltæki. Meira en helmingur svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda undir höndum kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hefur snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda. Um þriðjungur hefur snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda sínum. Fimmtungur telur að tækið hafi mikil áhrif á hvíldartíma sinn eða samskipti við fjölskyldu og vini. Þegar spurt var hversu oft fólk svaraði tölvupósti, símhringingu, skilaboðum eða öðru sem tengdist vinnu þess utan hefðbundins vinnutíma með snjalltæki sögðust um 40 prósent svarenda gera það oftar en fjórum sinnum í viku og þar af hátt í 20 prósent daglega. Um fimmtungur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda sagði að tækið hefði fremur mikil eða mjög mikil áhrif á hvíldartíma sinn eða samskipti við fjölskyldu og vini, um fjórðungur að það hefði í meðallagi mikil áhrif á þessa þætti en rúmlega helmingur sagði það hafa fremur lítil eða mjög lítil áhrif. „Sú mynd sem birtist okkur í þessari könnun veldur nokkrum áhyggjum. Hún staðfestir það sem við töldum okkur vita,“ segir Þórunn. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu ehf. dagana 5. maí til 28. júní sl. og náði til handhófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru 27 að tölu. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13.000 manns innan raða félaganna. Um 28 prósent svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7 prósent spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
„Skil milli vinnu og einkalífs hafa orðið ógreinilegri en þau voru áður með tilkomu snjalltækja. Í stað þess að veita nauðsynlegan sveigjanleika geta snjalltækin valdið því að fólk sé í vinnunni allan sólarhringinn,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Í tilkynningu frá BHM kemur fram bandalagið lét gera könnun meðal félagsmanna sinna um snjalltæki. Meira en helmingur svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda undir höndum kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hefur snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda. Um þriðjungur hefur snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda sínum. Fimmtungur telur að tækið hafi mikil áhrif á hvíldartíma sinn eða samskipti við fjölskyldu og vini. Þegar spurt var hversu oft fólk svaraði tölvupósti, símhringingu, skilaboðum eða öðru sem tengdist vinnu þess utan hefðbundins vinnutíma með snjalltæki sögðust um 40 prósent svarenda gera það oftar en fjórum sinnum í viku og þar af hátt í 20 prósent daglega. Um fimmtungur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda sagði að tækið hefði fremur mikil eða mjög mikil áhrif á hvíldartíma sinn eða samskipti við fjölskyldu og vini, um fjórðungur að það hefði í meðallagi mikil áhrif á þessa þætti en rúmlega helmingur sagði það hafa fremur lítil eða mjög lítil áhrif. „Sú mynd sem birtist okkur í þessari könnun veldur nokkrum áhyggjum. Hún staðfestir það sem við töldum okkur vita,“ segir Þórunn. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu ehf. dagana 5. maí til 28. júní sl. og náði til handhófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru 27 að tölu. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13.000 manns innan raða félaganna. Um 28 prósent svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7 prósent spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent