Börn fá ókeypis námsgögn í Hveragerði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júlí 2017 19:55 Aldís Hafsteinsdóttir segir íbúum fjölga hratt í Hveragerði Vísir/Pjetur Sigurðsson Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi. Að sögn Aldísar er þetta liður í því að gera Hveragerði að enn betri búsetukosti. „Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk með börn sjái hag sínum best borgið með því að búa í Hveragerði. Við teljum okkur geta boðið mjög gott umhverfi og barnvænt,“ segir Aldís. Námsgögn á borð við stílabækur, plastvasa, liti, teygjumöppur, strokleður og reglustikur verða ókeypis þegar börnin setjast á skólabekkinn á ný. Nú sér bæjarfélagið börnunum um námsgögnin. Tekin var ákvörðun um þetta við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og var tillagan samþykkt af öllum bæjarfulltrúum.Þungur róður hjá barnafjölskyldum Aldís segir bæjarstjórnina sífellt reyna að gera betur. Að sögn Aldísar er reynt að koma til móts við fólk á öllum aldri en hún horfir sérstaklega til barnafjölskyldna því hún viti að þar geti róðurinn verið þungur. Hún segir íbúum hafa fjölgað hratt í Hveragerði á síðustu misserum og finnur hún greinilega fyrir húsnæðisskortinum á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem séu í fasteignahugleiðingum horfi í auknum mæli til Hveragerðis.Aldís Hafsteinsdóttir segir Hveragerði bjóða upp á gott og barnvænt umhverfi.Aldís HafsteinsdóttirTekur tillit til foreldra sem vinna á höfuðborgarsvæðinu Aðspurð segist Aldís taka fullt tillit til þeirra sem hafi atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Því til stuðnings segir hún að könnun hafi verið gerð á meðal Hvergerðinga á því hvenær þeir vildu helst að leikskólinn opnaði á morgnanna. Hún segir að það hafi komið í ljós að þó nokkur fjöldi Hvergerðinga vildi að leikskólinn opnaði fyrr á morgnanna. Að sögn Aldísar hafi þau breytt opnunartímanum til að íbúarnir næðu strætisvagninum til Reykjavíkur í tæka tíð fyrir vinnu. Þá bætir bæjarstjórinn við að bærinn hafi staðið fyrir ævintýranámskeiði á sumrin fyrir börn frá 08.00-17.00 til að fólk geti sinnt vinnunni og jafnframt verið óhrædd um börnin á meðan. „Við erum sífellt að reyna að gera betur,“ segir Aldís, bæjarstjóri í Hveragerði.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira