Munnurinn þarf frið til að hvíla sig Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 10:00 Petra er dugleg að hugsa um heilsuna, hún hreyfir sig á hverjum degi og hjólar allan ársins hring flestra sinna ferða. "Við maðurinn minn stundum heitt jóga saman og á veturna skíðum við fjölskyldan. Mitt mottó í mataræði er að allt sé gott í hófi og að maður eigi ekki að neita sér um neitt né ástunda ýkjur í hvora áttina. Þá er gott að passa vel upp á góðan nætursvefn og útiveru því hún gefur manni svo mikið og styrkir ónæmiskerfið,“ segir Petra. MYND/ANTON BRINK Margir hvá þegar Petra Björk Arnardóttir kveðst vera tannfræðingur. Já, hvað er nú það? Hún skorar á Háskóla Íslands að bæta við tannfræðinámi við tannlæknadeild. „Það er engin dyggð að bursta tennur mörgum sinnum á dag. Kvölds og morgna er nóg,“ segir Petra Björk Arnardóttir, tannfræðingur á tannlæknastofunni Krýnu. Petra ræður fólki frá því að bursta tennur strax eftir neyslu gosdrykkja og sætinda, því þá sé sýrustig lágt í munni og burstun geri illt verra. „Með ofburstun eykst einnig óafturkræfur skaði á tannholdi, sem er einn vefja líkamans sem ekki vex aftur niður. Við fáum talsvert af fólki til okkar sem burstar of oft eða notar of harða tannbursta með þeim afleiðingum að tannhold eyðist, tannhálsar verða berir, kul verður í tönnum og fólk lendir í vítahring. Því á eingöngu að bursta kvölds og morgna, nota tannþráð og drekka vatn til að skola munninn eða nota sykurlaust tyggjó innan hóflegra marka til að lækka sýrustig í munni.“Undur og stórmerkiPetra segir marga reka upp stór augu þegar hún kveðst vera tannfræðingur. „Það eru ótrúlega fáir meðvitaðir um stétt tannfræðinga hér á landi en á Norðurlöndunum starfa tannfræðingar á nær öllum tannlæknastofum og almenningur þar vanur að sækja tanneftirlit, leiðsögn og fræðslu til tannfræðinga sem sjá um reglulegt eftirlit á tönnum, myndatökur, tannhvíttun og leit að skemmdum, svo dæmi séu tekin.“ Petra starfaði sem aðstoðarkona tannlæknis áður en hún fór utan til náms í tannfræði við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn. „Ég fann hjá mér þörf til að hafa meiri áhrif og stuðla að betri tannheilsu almennings. Það er gefandi að fá manneskju með lélega munnhirðu í stólinn og sjá svo afraksturinn í heilbrigðari og hreinni munni.“ En þótt Petra hefði um árabil starfað á tannlæknastofu í Reykjavík hafði hún aldrei heyrt um nám í tannfræði þegar hún frétti af því í Danmörku. „En ég kynnti mér málið, leist vel á og dreif mig í nám. Við tóku þrjú krefjandi og skemmtileg námsár, sem voru bæði bókleg og verkleg, því eftir hádegi sinnti maður sjúklingum,“ segir Petra, sem er sannarlega sátt í sínu starfi. „Tennur hafa alltaf vakið forvitni mína og er sá áhugi atvinnusjúkdómur má segja. Ég horfi mikið á tennur fólks og hef alltaf gert. Munnhirða segir enda mikið um fólk og ósjaldan sem maður upplifir að fólk sem hugsar um allt sem viðkemur útliti sínu steingleymir munninum. Það er nefnilega ekki smart að vera með bólgið og blæðandi tannhold, en þarf lítið til að öðlast heilbrigt og fallegt tannhold.“ Petra nam tannfræði við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn þegar hún fann hjá sér þörf til að stuðla að betri tannheilsu almennings. Hún segir gefandi að sjá afrakstur starfsins í heilbrigðari munni.MYND/ANTON BRINKHreinar tennur skemmast ei Fólk á öllum aldri kemur til tannfræðinga sem meta stöðuna og senda það áfram til sérfræðinga eftir þörfum. „Sé ástandið slæmt er skynsamlegt að koma fyrst í skoðun til tannfræðings því maður byggir ekki hús á sandi. Sé þörf á krónu eða implanti eða annarri uppbyggingu í munninum er gott veganesti að fá fyrst kennslu í að byggja upp munninn, hreinsa, fræðast og undirbúa sig hjá tannfræðingi og fara þaðan í stóra verkið til tannlæknis,“ útskýrir Petra. Þá séu margir hræddir við að fara beint í stól tannlækna af ótta við bora þeirra, tól og tangir, og millilenda fyrst hjá tannfræðingum. „Það á einnig við börn sem koma til okkar í afslappað andrúmsloft og notalega skoðun og við sendum þau áfram til tannlækna eða í tannréttingar eftir þörfum,“ segir Petra en þess má geta að þjónusta tannfræðinga, eins og tannlækna, er nú ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Hér áður fyrr fóru tannfræðingar í skóla landsins til að fræða ungdóminn um góða munnhirðu en Petra segir það ekki vera lengur, sem sé miður. „Slík fræðsla ætti vitaskuld að vera á hendi tannfræðinga því þeirra sérsvið eru einmitt forvarnir, hreinsun og fræðsla til að byggja góðan grunn að ævilangri tannheilsu. Gamla slagorðið, að hreinar tennur skemmist ekki, er ekki úr lausu lofti gripið. Bursti fólk ekki tennur né notar tannþráð eða tannstöngla til að hreinsa á milli tanna er hætt við tannholdsbólgum sem svo geta leitt til tannvegsbólgu og beintaps með tímanum. Bakteríuflóra í munni segir til um hversu hratt slíkt gerist og þótt sumir geti leyft sér meira en aðrir, eru þeir jafn margir sem mega ekkert slaka á og eru með skæðari bakteríur í munnvatnsflórunni sem herða enn á skemmdum.“Tennur ungs fólks í sýrubaði Glerungseyðing er vaxandi og alvarlegt vandamál meðal íslenskra barna og ungmenna, vegna síþambs og sýru í orku-, djús- og gosdrykkjaneyslu. Petra segir það erfiðan vanda því þegar glerungur eyðist sé það til frambúðar. „Ekki er mögulegt að byggja upp nýjan glerung og sé ekkert að gert verða tennurnar veikbyggðar, skemmast og brotna. Margir eru með sýrudrykki í flöskum allan daginn að súpa og því mikilvægt að minnka neysluna því ella eru tennurnar í sýrubaði allan daginn og munnurinn fær aldrei frið. Það sama á við um sódavatn með bragðefnum því í þeim er mikil sýra. Hreint vatn er allra besti drykkurinn fyrir tennurnar, og nóg af því.“ Þá sé mikilvægt að vera ekki í stöðugu narti yfir daginn, segir Petra. „Því í hvert sinn sem við borðum fellur sýrustig í munni og munnvatn okkar er liður í að viðhalda réttu sýrustigi. Bakteríur mynda sýrur í óhreinum tönnum og valda þeim skaða. Því er brýnt að gefa munninum hvíld frá mat og drykk en vera þeim mun duglegri að drekka vatn og skola munninn.“Tannfræði í Háskólann Allra besta heilræði Petru er að fara í reglulega skoðun til tannfræðings til að ganga úr skugga um að rétt sé farið að við tannhirðu eða til að gera enn betur. „Gagnlegt er að koma einu sinni á ári en oftar ef tannsteinn er mikill eða ef fólk er til dæmis í lyfjameðferð. Þá er nauðsynlegt að koma í ráðgjöf og fá kennslu á rétt hjálpartæki til að viðhalda heilbrigðum munni.“ Aðspurð segir Petra fólk fá meira út úr skoðun hjá tannfræðingi en tannlækni þar sem tannfræðingar séu sérmenntaðir í að skoða og hreinsa tennur og sjá um fyrirbyggjandi fræðslu. „Ég hvet Háskóla Íslands til að bjóða upp á nám í tannfræði við tannlæknadeildina því teymisvinna tannlækna og tannfræðinga er þétt og góð og sjúklingum til mikilla hagsbóta.“ Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Margir hvá þegar Petra Björk Arnardóttir kveðst vera tannfræðingur. Já, hvað er nú það? Hún skorar á Háskóla Íslands að bæta við tannfræðinámi við tannlæknadeild. „Það er engin dyggð að bursta tennur mörgum sinnum á dag. Kvölds og morgna er nóg,“ segir Petra Björk Arnardóttir, tannfræðingur á tannlæknastofunni Krýnu. Petra ræður fólki frá því að bursta tennur strax eftir neyslu gosdrykkja og sætinda, því þá sé sýrustig lágt í munni og burstun geri illt verra. „Með ofburstun eykst einnig óafturkræfur skaði á tannholdi, sem er einn vefja líkamans sem ekki vex aftur niður. Við fáum talsvert af fólki til okkar sem burstar of oft eða notar of harða tannbursta með þeim afleiðingum að tannhold eyðist, tannhálsar verða berir, kul verður í tönnum og fólk lendir í vítahring. Því á eingöngu að bursta kvölds og morgna, nota tannþráð og drekka vatn til að skola munninn eða nota sykurlaust tyggjó innan hóflegra marka til að lækka sýrustig í munni.“Undur og stórmerkiPetra segir marga reka upp stór augu þegar hún kveðst vera tannfræðingur. „Það eru ótrúlega fáir meðvitaðir um stétt tannfræðinga hér á landi en á Norðurlöndunum starfa tannfræðingar á nær öllum tannlæknastofum og almenningur þar vanur að sækja tanneftirlit, leiðsögn og fræðslu til tannfræðinga sem sjá um reglulegt eftirlit á tönnum, myndatökur, tannhvíttun og leit að skemmdum, svo dæmi séu tekin.“ Petra starfaði sem aðstoðarkona tannlæknis áður en hún fór utan til náms í tannfræði við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn. „Ég fann hjá mér þörf til að hafa meiri áhrif og stuðla að betri tannheilsu almennings. Það er gefandi að fá manneskju með lélega munnhirðu í stólinn og sjá svo afraksturinn í heilbrigðari og hreinni munni.“ En þótt Petra hefði um árabil starfað á tannlæknastofu í Reykjavík hafði hún aldrei heyrt um nám í tannfræði þegar hún frétti af því í Danmörku. „En ég kynnti mér málið, leist vel á og dreif mig í nám. Við tóku þrjú krefjandi og skemmtileg námsár, sem voru bæði bókleg og verkleg, því eftir hádegi sinnti maður sjúklingum,“ segir Petra, sem er sannarlega sátt í sínu starfi. „Tennur hafa alltaf vakið forvitni mína og er sá áhugi atvinnusjúkdómur má segja. Ég horfi mikið á tennur fólks og hef alltaf gert. Munnhirða segir enda mikið um fólk og ósjaldan sem maður upplifir að fólk sem hugsar um allt sem viðkemur útliti sínu steingleymir munninum. Það er nefnilega ekki smart að vera með bólgið og blæðandi tannhold, en þarf lítið til að öðlast heilbrigt og fallegt tannhold.“ Petra nam tannfræði við Tannlæknaháskólann í Kaupmannahöfn þegar hún fann hjá sér þörf til að stuðla að betri tannheilsu almennings. Hún segir gefandi að sjá afrakstur starfsins í heilbrigðari munni.MYND/ANTON BRINKHreinar tennur skemmast ei Fólk á öllum aldri kemur til tannfræðinga sem meta stöðuna og senda það áfram til sérfræðinga eftir þörfum. „Sé ástandið slæmt er skynsamlegt að koma fyrst í skoðun til tannfræðings því maður byggir ekki hús á sandi. Sé þörf á krónu eða implanti eða annarri uppbyggingu í munninum er gott veganesti að fá fyrst kennslu í að byggja upp munninn, hreinsa, fræðast og undirbúa sig hjá tannfræðingi og fara þaðan í stóra verkið til tannlæknis,“ útskýrir Petra. Þá séu margir hræddir við að fara beint í stól tannlækna af ótta við bora þeirra, tól og tangir, og millilenda fyrst hjá tannfræðingum. „Það á einnig við börn sem koma til okkar í afslappað andrúmsloft og notalega skoðun og við sendum þau áfram til tannlækna eða í tannréttingar eftir þörfum,“ segir Petra en þess má geta að þjónusta tannfræðinga, eins og tannlækna, er nú ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Hér áður fyrr fóru tannfræðingar í skóla landsins til að fræða ungdóminn um góða munnhirðu en Petra segir það ekki vera lengur, sem sé miður. „Slík fræðsla ætti vitaskuld að vera á hendi tannfræðinga því þeirra sérsvið eru einmitt forvarnir, hreinsun og fræðsla til að byggja góðan grunn að ævilangri tannheilsu. Gamla slagorðið, að hreinar tennur skemmist ekki, er ekki úr lausu lofti gripið. Bursti fólk ekki tennur né notar tannþráð eða tannstöngla til að hreinsa á milli tanna er hætt við tannholdsbólgum sem svo geta leitt til tannvegsbólgu og beintaps með tímanum. Bakteríuflóra í munni segir til um hversu hratt slíkt gerist og þótt sumir geti leyft sér meira en aðrir, eru þeir jafn margir sem mega ekkert slaka á og eru með skæðari bakteríur í munnvatnsflórunni sem herða enn á skemmdum.“Tennur ungs fólks í sýrubaði Glerungseyðing er vaxandi og alvarlegt vandamál meðal íslenskra barna og ungmenna, vegna síþambs og sýru í orku-, djús- og gosdrykkjaneyslu. Petra segir það erfiðan vanda því þegar glerungur eyðist sé það til frambúðar. „Ekki er mögulegt að byggja upp nýjan glerung og sé ekkert að gert verða tennurnar veikbyggðar, skemmast og brotna. Margir eru með sýrudrykki í flöskum allan daginn að súpa og því mikilvægt að minnka neysluna því ella eru tennurnar í sýrubaði allan daginn og munnurinn fær aldrei frið. Það sama á við um sódavatn með bragðefnum því í þeim er mikil sýra. Hreint vatn er allra besti drykkurinn fyrir tennurnar, og nóg af því.“ Þá sé mikilvægt að vera ekki í stöðugu narti yfir daginn, segir Petra. „Því í hvert sinn sem við borðum fellur sýrustig í munni og munnvatn okkar er liður í að viðhalda réttu sýrustigi. Bakteríur mynda sýrur í óhreinum tönnum og valda þeim skaða. Því er brýnt að gefa munninum hvíld frá mat og drykk en vera þeim mun duglegri að drekka vatn og skola munninn.“Tannfræði í Háskólann Allra besta heilræði Petru er að fara í reglulega skoðun til tannfræðings til að ganga úr skugga um að rétt sé farið að við tannhirðu eða til að gera enn betur. „Gagnlegt er að koma einu sinni á ári en oftar ef tannsteinn er mikill eða ef fólk er til dæmis í lyfjameðferð. Þá er nauðsynlegt að koma í ráðgjöf og fá kennslu á rétt hjálpartæki til að viðhalda heilbrigðum munni.“ Aðspurð segir Petra fólk fá meira út úr skoðun hjá tannfræðingi en tannlækni þar sem tannfræðingar séu sérmenntaðir í að skoða og hreinsa tennur og sjá um fyrirbyggjandi fræðslu. „Ég hvet Háskóla Íslands til að bjóða upp á nám í tannfræði við tannlæknadeildina því teymisvinna tannlækna og tannfræðinga er þétt og góð og sjúklingum til mikilla hagsbóta.“
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira