Lífið

Þessar bragðtegundir eru til í alvöru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumar tegundirnar eru hreinlega lygilegar.
Sumar tegundirnar eru hreinlega lygilegar.
Margir Íslendinga muna kannski eftir Vanilla Coke og öðrum einkennilegum bragðtegundum sem voru til sölu hér á landi á sínum tíma.

Matarmenning er gríðarlega misjöfn milli landa og heimsálfa og eru því til ótal bragðtegundir af mismunandi mat og drykk um heim allan.

Á Facebook-síðu Distractify má sjá myndband sem sýnir mismunandi tegundir af mat, drykk og ís sem myndu án efast teljast nokkuð einkennilegar á Íslandi.

Þar má meðal annars nefna ís með pizzu og spagettí bragði, spaghetti frostpinni frá Japan, Pepsi drykkur með jógúrtbragði, svínakjötskleinuhringur frá Kína, rækjukokteila Pringles-dolla, Mojito Pepsi frá Danmörku og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×