Lífið

Tetriz verður í beinni frá Húrra: Miðar á Young Thug og Sneakerball faldir í versluninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robbi Kronik og Benni B-Ruff sjá um þáttinn.
Robbi Kronik og Benni B-Ruff sjá um þáttinn.
Útvarpsþátturinn Tetriz verður í beinni útsendingu frá Húrra Reykjavík á Hverfisgötu 50 á morgun. Um er að ræða klukkutíma keyrslu af óviðjafnanlegri hip-hop tónlist sem hljómaði gjarnan í kringum tíunda áratuginn.

Stjórnendur þáttarins eru kempurnar Dj B-Ruff og Rampage en þeir eru einnig þekktir fyrir þáttinn Kronik sem þeir halda úti á laugardögum á X-977.

Í þættinum Tetriz á föstudaginn verða einnig gefnir miðar bæði á Young Thug tónleikana í Laugardalshöllinni annað kvöld og Sneakerball.

Miðar verða plantaðir víða um verslun Húrra og um að gera að mæta snemma til að reyna finna sér miða.

Hér getur þú hlustað á síðustu þætti af Tetriz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×