Leikskólabörnum af erlendum uppruna fjölgað um 22% Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júlí 2017 09:00 Alls eru um 6.600 börn í leikskólum í Reykjavík. Rúmlega fimmtungur þeirra er af erlendum uppruna og hefur þeim fjölgað töluvert á undanförnum árum. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfallið um 80 prósent. Vísir/Vilhelm Erlendum leikskólanemendum í Reykjavík fjölgaði um rúm 22 prósent á árunum 2011 til ársins 2016. Hinn 1. október árið 2011 voru þeir 1.072 en þeir voru orðnir 1.313 í október síðastliðnum. Voru þeir þá tæplega 20 prósent af heildarfjölda leikskólabarna í Reykjavík. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfall erlendra leikskólanemenda um 80 prósent. Sólveig Þórarinsdóttir, starfandi leikskólastjóri á Ösp, segir þessa þróun vera mjög hraða. „Reykjavíkurborg hefur sýnt stuðning en það má alltaf bæta í,“ segir Sólveig. Til að mynda fái leikskólinn peninga frá Reykjavíkurborg fyrir túlkaþjónustu. Það sé hins vegar mikil áskorun að takast á við það hve hratt fjöldi erlendra nemenda vex. „Það er að koma fullt af flóttafólki og það getur verið erfitt að vinna hlutina hratt,“ segir hún. Sólveig segir að Reykjavíkurborg láti leikskólann hafa peninga fyrir túlkaþjónustu en ekki hafi þótt ástæða til að ráða túlk í fullt starf. „Þetta eru næstum 60 tungumál sem eru töluð og hvaða túlk á ég þá að taka,“ segir Sólveig. Hins vegar sé túlkur viðstaddur foreldraviðtöl og einnig sé reynt að ráða starfsfólk sem talar helstu tungumál. „Við erum til dæmis með pólskan starfsmann og það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Sólveig. Hún segir líka reynt að hafa skilaboð sem mest á myndrænu formi. „Við erum með matseðilinn myndrænan því þá er auðveldara að skilja hann og þá er fyrir neðan texti á íslensku og ensku,“ segir Sólveig. Á leikskólanum Miðborg eru 120 börn og er rúmur helmingur barnanna af erlendum uppruna og yfir 20 tungumál töluð. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri tekur undir það að leikskólinn fái ágætan stuðning við að þjónusta börnin. „Auðvitað vilja allir fá meira,“ segir Kristín en segist jafnframt vera mjög sátt við að fá túlkaþjónustu, skólanum að kostnaðarlausu. „Það er mjög mikilvægt vegna þess að þú gætir ímyndað þér ef þú ættir barn á leikskóla í Póllandi hvernig það væri fyrir þig að vera í umhverfi sem þú skilur ekki neitt,“ segir Kristín. Hún segist nýta þann mannauð sem hún hefur eins og hægt er hverju sinni. „Það er starfandi pólskur grunnskólakennari og leikskólakennari frá Litháen,“ segir Kristín. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Erlendum leikskólanemendum í Reykjavík fjölgaði um rúm 22 prósent á árunum 2011 til ársins 2016. Hinn 1. október árið 2011 voru þeir 1.072 en þeir voru orðnir 1.313 í október síðastliðnum. Voru þeir þá tæplega 20 prósent af heildarfjölda leikskólabarna í Reykjavík. Á leikskólanum Ösp í Breiðholti er hlutfall erlendra leikskólanemenda um 80 prósent. Sólveig Þórarinsdóttir, starfandi leikskólastjóri á Ösp, segir þessa þróun vera mjög hraða. „Reykjavíkurborg hefur sýnt stuðning en það má alltaf bæta í,“ segir Sólveig. Til að mynda fái leikskólinn peninga frá Reykjavíkurborg fyrir túlkaþjónustu. Það sé hins vegar mikil áskorun að takast á við það hve hratt fjöldi erlendra nemenda vex. „Það er að koma fullt af flóttafólki og það getur verið erfitt að vinna hlutina hratt,“ segir hún. Sólveig segir að Reykjavíkurborg láti leikskólann hafa peninga fyrir túlkaþjónustu en ekki hafi þótt ástæða til að ráða túlk í fullt starf. „Þetta eru næstum 60 tungumál sem eru töluð og hvaða túlk á ég þá að taka,“ segir Sólveig. Hins vegar sé túlkur viðstaddur foreldraviðtöl og einnig sé reynt að ráða starfsfólk sem talar helstu tungumál. „Við erum til dæmis með pólskan starfsmann og það hjálpar ótrúlega mikið,“ segir Sólveig. Hún segir líka reynt að hafa skilaboð sem mest á myndrænu formi. „Við erum með matseðilinn myndrænan því þá er auðveldara að skilja hann og þá er fyrir neðan texti á íslensku og ensku,“ segir Sólveig. Á leikskólanum Miðborg eru 120 börn og er rúmur helmingur barnanna af erlendum uppruna og yfir 20 tungumál töluð. Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri tekur undir það að leikskólinn fái ágætan stuðning við að þjónusta börnin. „Auðvitað vilja allir fá meira,“ segir Kristín en segist jafnframt vera mjög sátt við að fá túlkaþjónustu, skólanum að kostnaðarlausu. „Það er mjög mikilvægt vegna þess að þú gætir ímyndað þér ef þú ættir barn á leikskóla í Póllandi hvernig það væri fyrir þig að vera í umhverfi sem þú skilur ekki neitt,“ segir Kristín. Hún segist nýta þann mannauð sem hún hefur eins og hægt er hverju sinni. „Það er starfandi pólskur grunnskólakennari og leikskólakennari frá Litháen,“ segir Kristín.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent