Vill ekki þóknast öðrum Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 10:00 MYND/ERNIR Stuðmannabarnið Dísa var hin ánægðasta með að heita Bryndís þar til hún flutti til Danmerkur, þar sem Y hljómar sem U. Hún syngur nú glænýtt lag Stuðmanna, á sjálf lag á topplistum og vinnur að draumkenndri sólóplötu. „Listamannsnafnið er Dísa og áður en ég flutti til Danmerkur var ég hin ánægðasta með að heita Bryndís. Nafnið er bara svo óþjált og hryllilegt með dönskum framburði, þar sem Y hljómar eins og U, að ég hreinlega sleppti því,“ segir Bryndís og brosir í kampinn. Eftir sjö ára líf, starf og búsetu í Danaveldi flutti Bryndís heim í byrjun árs. „Ég elska Ísland og líður best hér heima nærri fjölskyldunni,“ segir Bryndís, sem búið hefur hálfa ævina ytra. Fjögurra ára flutti hún til Bretlands þegar faðir hennar, Jakob Magnússon, tók við starfi menningarfulltrúa við sendiráð Íslands í Lundúnum og bjó þar til tólf ára aldurs með foreldrum sínum, Jakobi og Ragnhildi Gísladóttur söngkonu; Stuðmönnum með meiru. „Ég hef aðeins tekið lagið með Stuðmönnum eftir að ég kom heim,“ segir Bryndís sem vakti athygli margra í skrúðgöngunni þann 17. júní, þegar hún sat með Stuðmönnum á palli gamals sendibíls og fetaði fótspor móður sinnar í hverjum smellinum á fætur öðrum. „Sumum þykir eflaust passa að ég taki þetta að mér og allt í einu var tímasetningin rétt og ég komin heim. Það er heiður að spila með jafn flinkum tónlistarmönnum og Stuðmenn eru, og ef það koma fleiri gigg er ég með. Við hlustuðum ekkert á Stuðmannalögin heima í uppvextinum svo ég kann ekki textana upp á tíu og þarf að hafa þá á blaði, en við mamma erum með svipaðan lit í tóni radda okkar; einskonar mæðgnalit,“ segir Bryndís, en þess má geta að Stuðmenn vinna að nýrri plötu þar sem Bryndís syngur fáein lög og er eitt þeirra nú í spilun: „Vor fyrir vestan“. Hjá Bryndísi fer helgin í söng á Gljúfrasteini og að leggja lokahönd á nýju plötuna sem kemur út í haust, en á sumrin dreymir hana um að komast í útilegu í íslenskri náttúru.MYND/ERNIRGott að fara í hugarferðalagTónlist er fyrirferðamikil í lífi Bryndísar þessa dagana því hún leggur lokahönd á plötu sem kemur út í haust. Þá er hún í fullu starfi sem heilsunuddari hjá Sóley Natural Spa. „Nudd er skemmtilegt og hægt að byggja endalaust ofan á það eins og Legókubba. Heilsunuddari veitir klassískt nudd, íþróttanudd og meðgöngunudd og nú er ég að bæta við mig taílensku nuddi. Nudd og tónlist eru líka samofin í mínum huga; bæði snúast um að halda flæði, vera í flæði og hjálpa fólki að ná flæði í lífsorku og tilfinningum.“ Á nýrri plötu Dísu kveður við nýjan tón sem hún kallar sveimandi hljóðmynd. „Nýja platan verður lífrænni en áður og ekki eins mikið um trommur og bít. Ég er að vinna hana með vini mínum úr skólanum úti, Mikkel Juul, sem er frábær tónlistarmaður og pródúsent. Þegar ég sest niður til að semja tónlist eða texta koma til mín ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand; róleg og kraftmikil í senn. Mér að yrkisefni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum, eins og það sem maður sér á milli svefns og vöku eða í djúpri hugleiðslu.“ Bryndís segist alltaf hafa verið andlega þenkjandi enda séu óravíddir hugans spennandi. „Í undirmeðvitundinni býr svo margt og þar getur ýmislegt gerst sem gefur frið frá daglegu amstri. Mér þykir gott að fara á svolítið hugarflug sem veitir slökun og tilbreytingu, og sem barn skrifaði ég sögur, sem voru súrrealísk steypa. Þá lét ég pennann skrifa óheft og viðstöðulaust til að sjá hvaða persónur birtust, litir og óvæntir atburðir, enda áhugavert þegar hugur barns fer á flug. Ég gef það kannski út sem smásagnasafn á elliheimilinu,“ segir hún og hlær. Hverjir tengi við tónlist hennar lætur Bryndís sér fátt um finnast. „Ég er í músík vegna þess að ég get ekki verið án þess. Ég leyfi því að koma sem kemur til mín og kemur ekki annað við. Ég hef eytt miklum tíma í að reyna að búa til tónlist til að þóknast öðrum og með það hugarfar hef ég ekki gert annað en að rekast á veggi. Ég var alltof lengi meðvirk gagnvart ákveðnum tónlistarbransa og reyndi of lengi að búa til tónlist sem gæti mögulega komist í útvarp en einmitt það hefur tafið mig sem listamann. Ég geri það aldrei aftur. Ég verð að spila eftir eigin reglum, annars virkar það ekki. Leikaragenin fóru framhjá mér og um leið og ég fer að þykjast önnur en ég er verður það búið spil. Mitt ætlunarverk er að skapa heilsteypta tónlist.“Dásamlegt móðurhlutverkBryndís eignaðist tvo drengi með danska tónlistarmanninum Mads Mouritz. Þeir eru nú fimm og sex ára. „Minn stærsti draumur sem telpa var að verða mamma þegar ég væri orðin stór. Móðurhlutverkið er dásamlegt, krefjandi og skemmtilegt. Það er enn númer eitt, tvö og þrjú í mínu lífi og allt annað skipulegg ég með strákana mína til hliðsjónar.“ Eftir að Bryndís flutti heim hefur Mads ferðast á milli landa til að vera nærri sonum þeirra og er nú farinn að fóta sig í vinnu með íslenskum tónlistarmönnum. „Á næstunni ætlar hann að flytja til Íslands til að búa sem næst sonum sínum og mér finnst það dásamlegt svo að strákarnir nái að festa rætur á Íslandi, kynnast móðurfólkinu sínu betur og læra íslenskuna vel. Við sjáum svo hvað lífið ætlar okkur eftir þrjú ár eða svo.“ Bryndís lauk námi í lagasmíðum við tónlistarháskóla í Kaupmannahöfn og tók nuddnámið samhliða. Hún er á mála hjá Sony sem sendir lög hennar til framleiðanda kvikmynda, sjónvarpsefnis og auglýsinga. Hafa lög hennar lent í auglýsingu fyrir Victoria’s Secret og kvikmynd leikstjórans Tims Burton, Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt og ég væri mjög svo til í að vinna meira að sérsniðnum verkefnum við kvikmyndir og sjónvarp, bæði hér heima og ytra,“ segir Bryndís sem hefur sinn eigin ákveðna tónlistarstíl þrátt fyrir að vera barn afkastamikilla tónlistarmanna. „Mamma og pabbi eru algjörir snillingar, en ég geri bara mitt. Bæði hafa þessi element að geta verið samtímis í vinsælli popptónlist en líka samið frumlega, sérkennilega og skemmtilega tónlist,” segir hún brosmild. Nýtt lag Dísu, Reflections, er nú á topplista Rásar 2 og á morgun, sunnudag, syngur Dísa í stofu Nóbelskáldsins að Gljúfrasteini. Henni til fulltingis verða Sigurður Guðmundsson á píanó og Ingimundur Guðmundsson á hljómborð. „Ég ætla að bjóða upp á indverskan söng í forrétt, þar sem ég hef verið í söngtímum á Skype hjá breskri söngkonu sem ólst upp á Indlandi. Svo tek ég ný lög og gömul, og eitt afrískt. Allir eru velkomnir og upplagt að taka sunnudagsbíltúr eða göngu að Gljúfrasteini með börnin.“Stofutónleikar Dísu á Gljúfrasteini hefjast klukkan 16, á morgun, sunnudaginn 9. júlí. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Stuðmannabarnið Dísa var hin ánægðasta með að heita Bryndís þar til hún flutti til Danmerkur, þar sem Y hljómar sem U. Hún syngur nú glænýtt lag Stuðmanna, á sjálf lag á topplistum og vinnur að draumkenndri sólóplötu. „Listamannsnafnið er Dísa og áður en ég flutti til Danmerkur var ég hin ánægðasta með að heita Bryndís. Nafnið er bara svo óþjált og hryllilegt með dönskum framburði, þar sem Y hljómar eins og U, að ég hreinlega sleppti því,“ segir Bryndís og brosir í kampinn. Eftir sjö ára líf, starf og búsetu í Danaveldi flutti Bryndís heim í byrjun árs. „Ég elska Ísland og líður best hér heima nærri fjölskyldunni,“ segir Bryndís, sem búið hefur hálfa ævina ytra. Fjögurra ára flutti hún til Bretlands þegar faðir hennar, Jakob Magnússon, tók við starfi menningarfulltrúa við sendiráð Íslands í Lundúnum og bjó þar til tólf ára aldurs með foreldrum sínum, Jakobi og Ragnhildi Gísladóttur söngkonu; Stuðmönnum með meiru. „Ég hef aðeins tekið lagið með Stuðmönnum eftir að ég kom heim,“ segir Bryndís sem vakti athygli margra í skrúðgöngunni þann 17. júní, þegar hún sat með Stuðmönnum á palli gamals sendibíls og fetaði fótspor móður sinnar í hverjum smellinum á fætur öðrum. „Sumum þykir eflaust passa að ég taki þetta að mér og allt í einu var tímasetningin rétt og ég komin heim. Það er heiður að spila með jafn flinkum tónlistarmönnum og Stuðmenn eru, og ef það koma fleiri gigg er ég með. Við hlustuðum ekkert á Stuðmannalögin heima í uppvextinum svo ég kann ekki textana upp á tíu og þarf að hafa þá á blaði, en við mamma erum með svipaðan lit í tóni radda okkar; einskonar mæðgnalit,“ segir Bryndís, en þess má geta að Stuðmenn vinna að nýrri plötu þar sem Bryndís syngur fáein lög og er eitt þeirra nú í spilun: „Vor fyrir vestan“. Hjá Bryndísi fer helgin í söng á Gljúfrasteini og að leggja lokahönd á nýju plötuna sem kemur út í haust, en á sumrin dreymir hana um að komast í útilegu í íslenskri náttúru.MYND/ERNIRGott að fara í hugarferðalagTónlist er fyrirferðamikil í lífi Bryndísar þessa dagana því hún leggur lokahönd á plötu sem kemur út í haust. Þá er hún í fullu starfi sem heilsunuddari hjá Sóley Natural Spa. „Nudd er skemmtilegt og hægt að byggja endalaust ofan á það eins og Legókubba. Heilsunuddari veitir klassískt nudd, íþróttanudd og meðgöngunudd og nú er ég að bæta við mig taílensku nuddi. Nudd og tónlist eru líka samofin í mínum huga; bæði snúast um að halda flæði, vera í flæði og hjálpa fólki að ná flæði í lífsorku og tilfinningum.“ Á nýrri plötu Dísu kveður við nýjan tón sem hún kallar sveimandi hljóðmynd. „Nýja platan verður lífrænni en áður og ekki eins mikið um trommur og bít. Ég er að vinna hana með vini mínum úr skólanum úti, Mikkel Juul, sem er frábær tónlistarmaður og pródúsent. Þegar ég sest niður til að semja tónlist eða texta koma til mín ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand; róleg og kraftmikil í senn. Mér að yrkisefni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum, eins og það sem maður sér á milli svefns og vöku eða í djúpri hugleiðslu.“ Bryndís segist alltaf hafa verið andlega þenkjandi enda séu óravíddir hugans spennandi. „Í undirmeðvitundinni býr svo margt og þar getur ýmislegt gerst sem gefur frið frá daglegu amstri. Mér þykir gott að fara á svolítið hugarflug sem veitir slökun og tilbreytingu, og sem barn skrifaði ég sögur, sem voru súrrealísk steypa. Þá lét ég pennann skrifa óheft og viðstöðulaust til að sjá hvaða persónur birtust, litir og óvæntir atburðir, enda áhugavert þegar hugur barns fer á flug. Ég gef það kannski út sem smásagnasafn á elliheimilinu,“ segir hún og hlær. Hverjir tengi við tónlist hennar lætur Bryndís sér fátt um finnast. „Ég er í músík vegna þess að ég get ekki verið án þess. Ég leyfi því að koma sem kemur til mín og kemur ekki annað við. Ég hef eytt miklum tíma í að reyna að búa til tónlist til að þóknast öðrum og með það hugarfar hef ég ekki gert annað en að rekast á veggi. Ég var alltof lengi meðvirk gagnvart ákveðnum tónlistarbransa og reyndi of lengi að búa til tónlist sem gæti mögulega komist í útvarp en einmitt það hefur tafið mig sem listamann. Ég geri það aldrei aftur. Ég verð að spila eftir eigin reglum, annars virkar það ekki. Leikaragenin fóru framhjá mér og um leið og ég fer að þykjast önnur en ég er verður það búið spil. Mitt ætlunarverk er að skapa heilsteypta tónlist.“Dásamlegt móðurhlutverkBryndís eignaðist tvo drengi með danska tónlistarmanninum Mads Mouritz. Þeir eru nú fimm og sex ára. „Minn stærsti draumur sem telpa var að verða mamma þegar ég væri orðin stór. Móðurhlutverkið er dásamlegt, krefjandi og skemmtilegt. Það er enn númer eitt, tvö og þrjú í mínu lífi og allt annað skipulegg ég með strákana mína til hliðsjónar.“ Eftir að Bryndís flutti heim hefur Mads ferðast á milli landa til að vera nærri sonum þeirra og er nú farinn að fóta sig í vinnu með íslenskum tónlistarmönnum. „Á næstunni ætlar hann að flytja til Íslands til að búa sem næst sonum sínum og mér finnst það dásamlegt svo að strákarnir nái að festa rætur á Íslandi, kynnast móðurfólkinu sínu betur og læra íslenskuna vel. Við sjáum svo hvað lífið ætlar okkur eftir þrjú ár eða svo.“ Bryndís lauk námi í lagasmíðum við tónlistarháskóla í Kaupmannahöfn og tók nuddnámið samhliða. Hún er á mála hjá Sony sem sendir lög hennar til framleiðanda kvikmynda, sjónvarpsefnis og auglýsinga. Hafa lög hennar lent í auglýsingu fyrir Victoria’s Secret og kvikmynd leikstjórans Tims Burton, Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt og ég væri mjög svo til í að vinna meira að sérsniðnum verkefnum við kvikmyndir og sjónvarp, bæði hér heima og ytra,“ segir Bryndís sem hefur sinn eigin ákveðna tónlistarstíl þrátt fyrir að vera barn afkastamikilla tónlistarmanna. „Mamma og pabbi eru algjörir snillingar, en ég geri bara mitt. Bæði hafa þessi element að geta verið samtímis í vinsælli popptónlist en líka samið frumlega, sérkennilega og skemmtilega tónlist,” segir hún brosmild. Nýtt lag Dísu, Reflections, er nú á topplista Rásar 2 og á morgun, sunnudag, syngur Dísa í stofu Nóbelskáldsins að Gljúfrasteini. Henni til fulltingis verða Sigurður Guðmundsson á píanó og Ingimundur Guðmundsson á hljómborð. „Ég ætla að bjóða upp á indverskan söng í forrétt, þar sem ég hef verið í söngtímum á Skype hjá breskri söngkonu sem ólst upp á Indlandi. Svo tek ég ný lög og gömul, og eitt afrískt. Allir eru velkomnir og upplagt að taka sunnudagsbíltúr eða göngu að Gljúfrasteini með börnin.“Stofutónleikar Dísu á Gljúfrasteini hefjast klukkan 16, á morgun, sunnudaginn 9. júlí.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira