Tara svarar Einari Ísfjörð: Verðum fyrir kerfisbundnu misrétti Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2017 13:00 Tara Margrét er formaður í samtökum um líkamsvirðingu. „Stríðið gegn offitu hefur staðið yfir í nokkra áratugi núna. Við höfum beitt verulega ljótum aðferðum, þ.m.t. smánun til að „rífa feitbollurnar í gang” í mörg, mörg ár,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, í svari sínu til einkaþjálfarans, Einars Ísfjarðar, en hann vakti mikla athygli fyrir pistilinn sinn Feitu fórnarlömbin. Tara skrifar athugasemd við frétt Vísis frá því fyrr í dag en hún er formaður í samtökum um líkamsvirðingu. Tara veltir því fyrir sér hvaða árangri samfélagið hefur náð í baráttunni gegn fitufordómum. „Ekkert. Ekkert nema kerfisbundið misrétti gagnvart feitu fólki, fitufordómar, verri líkams-og sjálfsmynd, átraskanir og niðurbrot. Eftir því sem fræðin þróast sjáum við betur og betur hvað við fórum í þetta stríð á röngum forsendum. Bara það að kalla þetta „stríð” bjó til us vs. them hugsanahátt sem allir, ekki bara feitt fólk, líða fyrir á hverjum degi.“ Tara segir að líkamleg og andleg heilsa feits fólks, átraskanir og óheilbrigðar heilsuvenjur séu ekki lengur talinn ásættanlegur fórnarkostnaður þessa stríðs. Tara setur fram minnisblað frá Embætti landlæknisembættis um aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu. „Um er að ræða aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu. Eins mikið og fyrirsögnin pirrar mig því að við höfum ekki enn fundið leiðir til að draga úr offitu og það er áframhaldandi hætta á fórnarkostnaði ef við fókusum á offitu er efni aðgerðaráætlunarinnar algjörlega í takt við þær breytingar sem hafa verið að gerast.“ Tara tekur dæmi úr minnisblaðinu:„Heilsusamlegir lifnaðarhættir hafa fjölþætt gildi fyrir heilsu og líðan, óháð holdafari. Rannsóknir benda ennfremur til þess að fólk bregðist almennt jákvæðar við lýðheilsuskilaboðum um bætta lifnaðarhætti án sérstakrar vísunar til þyngdar, heldur en skilaboðum þar sem athygli er beint að offitunni sem slíkri. Rannsóknir undanfarinna áratuga sýna að fitufordómar (anti-fat prejudice) og mismunun á grundvelli holdafars er algeng í vestrænum samfélögum og hafa íslenskar rannsóknir m.a. staðfesta að slík mismunun á sér stað í atvinnulífinu hér á landi. Við innleiðingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka neikvæð viðhorf eða vanlíðan í tengslum við holdafar. Þvert á móti er mikilvægt að efla virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í samfélaginu þar sem slæm líkamsmynd og fordómar vegna holdafars geta haft neikvæð áhrif á heilsutengda hegðun, heilbrigði og líðan. Því er ráðlagt að aðgerðir stjórnvalda felist í eflingu heilbrigðra lifnaðarhátta á breiðum samfélagslegum grundvelli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.”„Við höfum engu að tapa og til alls að vinna með að snúa fókus okkar frá þyngd þegar kemur að heilsueflingu,“ segir Tara og bætir við; „Það er engin rangtúlkun hjá mér að það skuli ekki einblína á offitu þegar kemur að lýðheilsuaðgerðum. Þetta er mat Landlæknisembættisins líka.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Stríðið gegn offitu hefur staðið yfir í nokkra áratugi núna. Við höfum beitt verulega ljótum aðferðum, þ.m.t. smánun til að „rífa feitbollurnar í gang” í mörg, mörg ár,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, í svari sínu til einkaþjálfarans, Einars Ísfjarðar, en hann vakti mikla athygli fyrir pistilinn sinn Feitu fórnarlömbin. Tara skrifar athugasemd við frétt Vísis frá því fyrr í dag en hún er formaður í samtökum um líkamsvirðingu. Tara veltir því fyrir sér hvaða árangri samfélagið hefur náð í baráttunni gegn fitufordómum. „Ekkert. Ekkert nema kerfisbundið misrétti gagnvart feitu fólki, fitufordómar, verri líkams-og sjálfsmynd, átraskanir og niðurbrot. Eftir því sem fræðin þróast sjáum við betur og betur hvað við fórum í þetta stríð á röngum forsendum. Bara það að kalla þetta „stríð” bjó til us vs. them hugsanahátt sem allir, ekki bara feitt fólk, líða fyrir á hverjum degi.“ Tara segir að líkamleg og andleg heilsa feits fólks, átraskanir og óheilbrigðar heilsuvenjur séu ekki lengur talinn ásættanlegur fórnarkostnaður þessa stríðs. Tara setur fram minnisblað frá Embætti landlæknisembættis um aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu. „Um er að ræða aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu. Eins mikið og fyrirsögnin pirrar mig því að við höfum ekki enn fundið leiðir til að draga úr offitu og það er áframhaldandi hætta á fórnarkostnaði ef við fókusum á offitu er efni aðgerðaráætlunarinnar algjörlega í takt við þær breytingar sem hafa verið að gerast.“ Tara tekur dæmi úr minnisblaðinu:„Heilsusamlegir lifnaðarhættir hafa fjölþætt gildi fyrir heilsu og líðan, óháð holdafari. Rannsóknir benda ennfremur til þess að fólk bregðist almennt jákvæðar við lýðheilsuskilaboðum um bætta lifnaðarhætti án sérstakrar vísunar til þyngdar, heldur en skilaboðum þar sem athygli er beint að offitunni sem slíkri. Rannsóknir undanfarinna áratuga sýna að fitufordómar (anti-fat prejudice) og mismunun á grundvelli holdafars er algeng í vestrænum samfélögum og hafa íslenskar rannsóknir m.a. staðfesta að slík mismunun á sér stað í atvinnulífinu hér á landi. Við innleiðingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka neikvæð viðhorf eða vanlíðan í tengslum við holdafar. Þvert á móti er mikilvægt að efla virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í samfélaginu þar sem slæm líkamsmynd og fordómar vegna holdafars geta haft neikvæð áhrif á heilsutengda hegðun, heilbrigði og líðan. Því er ráðlagt að aðgerðir stjórnvalda felist í eflingu heilbrigðra lifnaðarhátta á breiðum samfélagslegum grundvelli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.”„Við höfum engu að tapa og til alls að vinna með að snúa fókus okkar frá þyngd þegar kemur að heilsueflingu,“ segir Tara og bætir við; „Það er engin rangtúlkun hjá mér að það skuli ekki einblína á offitu þegar kemur að lýðheilsuaðgerðum. Þetta er mat Landlæknisembættisins líka.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira