Lífeyrissjóðirnir fara að tilmælum Fjármálaeftirlits varðandi tilgreinda séreign Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 14:46 Framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða segir ekki koma beint á óvart að Fjármálaeftirlitið telji ekki hægt að binda tilgreinda séreign félaga lífeyrissjóðanna við lífeyrissjóð þeirra. Hins vegar bjóði sjóðirnir upp á góða ávöxtun. Þeir sem þegar hafi ráðstafað tiltæku séreigninni geti alltaf breytt ákvörðun sinni. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu samkomulag í janúar í fyrra um ráðstöfun á hækkuðu mótframlagi vinnuveitenda við lífeyrisgreiðslur fólks á almennum vinnumarkaði. Mótframlagið hækkar í áföngum frá því í fyrra úr átta prósentum í 11,5 í júlí á næsta ári, eða samtals um 3,5 prósentustig. Samkvæmt samkomulaginu skyldi þessi viðbót ýmist hækka hefðbundið framlag sjóðfélaga í þeirra lífeyrissjóð eða renna í svo kallaða tilgreinda séreign hjá þeim lífeyrissjóði sem hver og einn væri í. Þessa tilgreindu séreign væri hægt að taka út við sextíu og tveggja ára aldur og hún er erfanleg eins og séreignarlífeyrissparnaður fólks sem það getur ávaxtað þar sem því sýnist. Í byrjun þessa mánaðar kynntu lífeyrissjóðirnir þessa nýjung sem tók gildi um síðustu mánaðamót. En nú hefur Fjármálaeftirlitið tilkynnt lífeyrissjóðunum að ekki sé löglegt að binda ávöxtun tilgreindu séreignarinnar við þann lífeyrissjóð sem viðkomandi er í. Fólki geti ráðstafað þessari eign með sama hætti og séreignarlífeyrissparnaðinum. Búast má við lagabreytingu í haustÞórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir þennan úrskurð Fjármálaeftirlitsins ekki beinlínis koma á óvart. Skiptar skoðanir hafi verið um þetta. „Og það var spurningin hvort þetta væri lágmarks iðgjald sem sem ætti þar af leiðandi að fylgja þeim sjóðum sem þú ert að borga í sammkvæmt kjarasamningum eða hvort séreignarreglurnar ættu við. Það var umdeilt. Flestum fannst mjög mikilvægt að gerð yrði lagabreyting þannig að tekið yrði á þessu. Þannig að þessi staða kæmi ekki upp núna að um þetta væru skiptar skoðanir,“ segir Þórey. Til hafi staðið að setja lög um þetta á vorþingi en það hafi ekki tekist og reikna megi með að frumvarp um þetta komi fram á Alþingi í haust. Lífeyrissjóðirnir muni bregðast við túlkun Fjármálaeftirlitsins. „Að líkindum munu þeir leiðbeina sjóðfélögunum og verða við þessari túlkun Fjármálaeftirlitsins. Þeir eru í raun búnir að taka afstöðu til þess. Þannig að ég á ekki von á öðru en sjóðirnir fylgi þessari afstöðu Fjármálaeftirlitsins,“ segir Þórey. Þeir sjóðfélagar sem nú þegar hafi ákveðið að ráðstafa tilgreindu séreigninni hjá lífeyrissjóðunum geti alltaf breytt þeirri ráðstöfun sinni. Hins vegar bjóði lífeyrissjóðirnir hvorki upp á verri né betri ávöxtun en aðir aðilar á markaðnum eins og til dæmis bankarnir. „Þetta er náttúrlega mjög jákvætt fyrir sjóðfélaga að hafa að hafa ákveðið val. Sjóðirnir hafa verið að bjóða upp á ávöxtunarleiðir og annað í kring um þessa tilgreindu séreign.“Þannig að þú telur ávöxtunarleiðir lífeyrissjóðanna séu ekkert verri en verið er að bjóða upp á hjá bönkunum og öðrum aðilum? „Hvorki verri né betri. Sjóðirnir eru allir að vanda sig fyrir sína sjóðfélaga. Þannig að þeir eru að reyna að gera hlutina vel,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða segir ekki koma beint á óvart að Fjármálaeftirlitið telji ekki hægt að binda tilgreinda séreign félaga lífeyrissjóðanna við lífeyrissjóð þeirra. Hins vegar bjóði sjóðirnir upp á góða ávöxtun. Þeir sem þegar hafi ráðstafað tiltæku séreigninni geti alltaf breytt ákvörðun sinni. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins gerðu samkomulag í janúar í fyrra um ráðstöfun á hækkuðu mótframlagi vinnuveitenda við lífeyrisgreiðslur fólks á almennum vinnumarkaði. Mótframlagið hækkar í áföngum frá því í fyrra úr átta prósentum í 11,5 í júlí á næsta ári, eða samtals um 3,5 prósentustig. Samkvæmt samkomulaginu skyldi þessi viðbót ýmist hækka hefðbundið framlag sjóðfélaga í þeirra lífeyrissjóð eða renna í svo kallaða tilgreinda séreign hjá þeim lífeyrissjóði sem hver og einn væri í. Þessa tilgreindu séreign væri hægt að taka út við sextíu og tveggja ára aldur og hún er erfanleg eins og séreignarlífeyrissparnaður fólks sem það getur ávaxtað þar sem því sýnist. Í byrjun þessa mánaðar kynntu lífeyrissjóðirnir þessa nýjung sem tók gildi um síðustu mánaðamót. En nú hefur Fjármálaeftirlitið tilkynnt lífeyrissjóðunum að ekki sé löglegt að binda ávöxtun tilgreindu séreignarinnar við þann lífeyrissjóð sem viðkomandi er í. Fólki geti ráðstafað þessari eign með sama hætti og séreignarlífeyrissparnaðinum. Búast má við lagabreytingu í haustÞórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir þennan úrskurð Fjármálaeftirlitsins ekki beinlínis koma á óvart. Skiptar skoðanir hafi verið um þetta. „Og það var spurningin hvort þetta væri lágmarks iðgjald sem sem ætti þar af leiðandi að fylgja þeim sjóðum sem þú ert að borga í sammkvæmt kjarasamningum eða hvort séreignarreglurnar ættu við. Það var umdeilt. Flestum fannst mjög mikilvægt að gerð yrði lagabreyting þannig að tekið yrði á þessu. Þannig að þessi staða kæmi ekki upp núna að um þetta væru skiptar skoðanir,“ segir Þórey. Til hafi staðið að setja lög um þetta á vorþingi en það hafi ekki tekist og reikna megi með að frumvarp um þetta komi fram á Alþingi í haust. Lífeyrissjóðirnir muni bregðast við túlkun Fjármálaeftirlitsins. „Að líkindum munu þeir leiðbeina sjóðfélögunum og verða við þessari túlkun Fjármálaeftirlitsins. Þeir eru í raun búnir að taka afstöðu til þess. Þannig að ég á ekki von á öðru en sjóðirnir fylgi þessari afstöðu Fjármálaeftirlitsins,“ segir Þórey. Þeir sjóðfélagar sem nú þegar hafi ákveðið að ráðstafa tilgreindu séreigninni hjá lífeyrissjóðunum geti alltaf breytt þeirri ráðstöfun sinni. Hins vegar bjóði lífeyrissjóðirnir hvorki upp á verri né betri ávöxtun en aðir aðilar á markaðnum eins og til dæmis bankarnir. „Þetta er náttúrlega mjög jákvætt fyrir sjóðfélaga að hafa að hafa ákveðið val. Sjóðirnir hafa verið að bjóða upp á ávöxtunarleiðir og annað í kring um þessa tilgreindu séreign.“Þannig að þú telur ávöxtunarleiðir lífeyrissjóðanna séu ekkert verri en verið er að bjóða upp á hjá bönkunum og öðrum aðilum? „Hvorki verri né betri. Sjóðirnir eru allir að vanda sig fyrir sína sjóðfélaga. Þannig að þeir eru að reyna að gera hlutina vel,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira