Lífið

Komu konu til bjargar þegar gervifóturinn datt af henni í Húsasmiðjunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Starfsmenn Húsasmiðjunnar voru snarir í snúningum þegar Ester þurfti á aðstoð að halda.
Starfsmenn Húsasmiðjunnar voru snarir í snúningum þegar Ester þurfti á aðstoð að halda. Vísir/GVA
Ester Hjartardóttir lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu þegar gervifóturinn hennar datt af henni á meðan hún var að versla í Húsasmiðjunni í Hafnarfirði í dag. Starfsmenn verslunarinnar voru þó fljótir að rétta henni hjálparhönd líkt og Ester greinir sjálf frá á Facebook síðu Húsasmiðjunnar.

Í færslunni má lesa að Ester er afar þakklát skjótum viðbrögðum starfsmannsins sem ekki hafði einungis fyrir því að finna rétta stærð á skrúfum heldur fékk hann annan starfsmann til þess að aðstoða sig. 

„Svo kom mjög viðkunnanlegur starfsmaður og fann út stærðina á skrúfunum og ekki bara náði í rétta sexkantinn heldur skrúfaði fótinn á með aðstoð annars starfsmanns og ég gat klárað að versla.“

Ester þakkar starfsmönnunum kærlega fyrir og segir að Húsasmiðjan hafi svo sannarlega yfir að ráða duglegum og fjölhæfum starfsmönnum í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×