Neyddi fórnarlamb sitt til að stofna smálánareikning Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 21:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir rán, frelsissviptingu og önnur brot. Í eitt skipti kom hann inn í bifreið manns og hafði af honum fjármuni, meðal annars með því að neyða fórnarlambið til að stofna smálanareikning. Í annað skipti veittist hann að manni með með hníf, hafði í hótunum við hann og hafði af honum rúma eina milljón króna með millifærslu.Tvö aðskilin brotÍ dómnum yfir hinum ákærða kemur fram að hann hafi svipt annað fórnarlamb sitt frelsi í tæpa fjóra klukkutíma. Hinn ákærði kom inn í bifreið manns, þar sem henni var lagt, og ógnaði honum með hnífi og hótaði að stinga hann ef hann ekki léti sig hafa fjármuni. Ákærði neyddi fórnarlambið til að gefa upp leyninúmer á bankareikning sínum en ákærði millifærði þá 42.000 krónur inn á reikning vinkonu sinnar. Að því búnu neyddi ákærði fórnarlamb sitt enn til að aka að útibúi banka í Reykjavík þar sem ákærði tók 2000 krónur útaf bankareikningi fórnarlambs síns. Því næst stofnaði ákærði til viðskipta í nafni fórnarlambs síns við smálánafyrirtæki og millifærði í kjölfarið lánsfjárhæð, tvisvar sinnum 20.000 krónur, af reikningi fórnarlambsins yfir á reikning fyrrnefndrar vinkonu sinnar. Því næst þvingaði ákærði fórnarlambið til að aka með sig um Reykjavík þar til hann yfirgaf bifreiðina um klukkan 19 og neyddi þá fórnarlambið til að láta sig hafa símann sinn, skó og jakka. Þá var ákærði einnig dæmdur fyrir að veitast að öðru fórnarlambi með sambærilegu ofbeldi við Skautahöllina í Reykjavík í mars síðastliðnum. Vísir fjallaði um árásina á sínum tíma. Hann ógnaði fórnarlambi sínu með hnífi og neyddi það til að fara inn á heimabanka sinn og millifæra rúmlega eina milljón króna yfir á reikning ákærða.Játaði brotin og dæmdur í tveggja ára fangelsiÁkærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og var þar að auki gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals tæpar tvær milljónir í sakar- og málskostnað. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir rán, frelsissviptingu og önnur brot. Í eitt skipti kom hann inn í bifreið manns og hafði af honum fjármuni, meðal annars með því að neyða fórnarlambið til að stofna smálanareikning. Í annað skipti veittist hann að manni með með hníf, hafði í hótunum við hann og hafði af honum rúma eina milljón króna með millifærslu.Tvö aðskilin brotÍ dómnum yfir hinum ákærða kemur fram að hann hafi svipt annað fórnarlamb sitt frelsi í tæpa fjóra klukkutíma. Hinn ákærði kom inn í bifreið manns, þar sem henni var lagt, og ógnaði honum með hnífi og hótaði að stinga hann ef hann ekki léti sig hafa fjármuni. Ákærði neyddi fórnarlambið til að gefa upp leyninúmer á bankareikning sínum en ákærði millifærði þá 42.000 krónur inn á reikning vinkonu sinnar. Að því búnu neyddi ákærði fórnarlamb sitt enn til að aka að útibúi banka í Reykjavík þar sem ákærði tók 2000 krónur útaf bankareikningi fórnarlambs síns. Því næst stofnaði ákærði til viðskipta í nafni fórnarlambs síns við smálánafyrirtæki og millifærði í kjölfarið lánsfjárhæð, tvisvar sinnum 20.000 krónur, af reikningi fórnarlambsins yfir á reikning fyrrnefndrar vinkonu sinnar. Því næst þvingaði ákærði fórnarlambið til að aka með sig um Reykjavík þar til hann yfirgaf bifreiðina um klukkan 19 og neyddi þá fórnarlambið til að láta sig hafa símann sinn, skó og jakka. Þá var ákærði einnig dæmdur fyrir að veitast að öðru fórnarlambi með sambærilegu ofbeldi við Skautahöllina í Reykjavík í mars síðastliðnum. Vísir fjallaði um árásina á sínum tíma. Hann ógnaði fórnarlambi sínu með hnífi og neyddi það til að fara inn á heimabanka sinn og millifæra rúmlega eina milljón króna yfir á reikning ákærða.Játaði brotin og dæmdur í tveggja ára fangelsiÁkærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og var þar að auki gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals tæpar tvær milljónir í sakar- og málskostnað.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira