Hæstiréttur „gríðarlega tregur“ til að fjalla um félagsleg réttindi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Hæstiréttur hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því í Öryrkjabandalagsdómnum árið 2000. vísir/stefán Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira