Embætti tollstjóra fyrst til að hljóta jafnlaunamerkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 16:55 Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra er hér lengst til hægri á mynd. Með honum eru Snorri Olsen tollstjóri og Unnur Ýr Kristjánsdóttir, forstöðumaður mannauðsviðs embættisins, sem tóku við jafnlaunamerkinu í dag. Velferðarráðuneytið Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti Snorra Olsen tollstjóra jafnlaunamerkið í dag. Embætti tollstjóra er fyrsta stofnunin sem hlýtur merkið en með merkinu sýna fyrirtæki fram á að innan þeirra viðgangist ekki kynbundin launamismunun. Í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að jafnlaunamerkinu sé ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að atvinnurekendur hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér kynbundna mismunun eða mismunun af öðrum toga. Alls tóku 11 stofnanir, tvö fyrirtæki og tvö sveitarfélög þátt í verkefninu. Embætti Tollstjóra er jafnframt fyrsta stofnunin sem öðlast vottunina en fast á hæla Tollstjóra koma nokkrar ríkisstofnanir og einkafyrirtæki sem eru annað hvort að ljúka innleiðingu eða í úttekt.Fagna áfanganum „Þetta er mjög stór dagur í mínum huga og ástæða til að fagna þeim áfanga sem hér hefur náðst í baráttunni fyrir launajafnrétti kynja. Ég er sannfærður um að innleiðing jafnlaunavottunar verði þungt lóð á vogarskálar launajafnréttisins til lengri tíma litið,“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra þegar hann afhenti Snorra Olsen jafnlaunamerkið í velferðarráðuneytinu í dag. „Þótt innleiðing jafnlaunastaðalsins hjá embættinu hafi kostað tíma og fyrirhöfn hefur það verið vel þess virði. Þessi vinna hefur veitt okkur betri yfirsýn yfir launauppbygginguna, hún dregur fram hvað betur má fara og vottunin á eftir að hjálpa okkur við að laða að gott starfsfólk vegna þeirrar viðurkenningar sem hún felur í sér“ sagði Snorri Olsen tollstjóri þegar hann tók við jafnlaunamerkinu ásamt Unni Ýr Kristjánsdóttur, forstöðumanni mannauðsviðs embættisins.Frumvarp um jafnlaunavottun umdeilt Jafnlaunamerkið er hannað af Sæþóri Erni Ásmundssyni en hann vann samkeppni um hönnun þess sem haldin var á vegum aðgerðahóps um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Í könnun MMR í síðasta mánuði kom fram að meirihluti landsmanna er hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun. Frumvarp félags- og húsnæðismála var þó nokkuð umdeilt áður en það varð að lögum í lok síðasta mánaðar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sérstaklega hávær í gagnrýni sinni en greiddi þó að lokum atkvæði með frumvarpinu. „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu á dögunum. Tengdar fréttir „Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Brynjar Níelsson greiddi atkvæði með jafnlaunavottun. Honum hugnast frumvarpið þó ekki. 1. júní 2017 10:28 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti Snorra Olsen tollstjóra jafnlaunamerkið í dag. Embætti tollstjóra er fyrsta stofnunin sem hlýtur merkið en með merkinu sýna fyrirtæki fram á að innan þeirra viðgangist ekki kynbundin launamismunun. Í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að jafnlaunamerkinu sé ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að atvinnurekendur hafi komið sér upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli hvorki í sér kynbundna mismunun eða mismunun af öðrum toga. Alls tóku 11 stofnanir, tvö fyrirtæki og tvö sveitarfélög þátt í verkefninu. Embætti Tollstjóra er jafnframt fyrsta stofnunin sem öðlast vottunina en fast á hæla Tollstjóra koma nokkrar ríkisstofnanir og einkafyrirtæki sem eru annað hvort að ljúka innleiðingu eða í úttekt.Fagna áfanganum „Þetta er mjög stór dagur í mínum huga og ástæða til að fagna þeim áfanga sem hér hefur náðst í baráttunni fyrir launajafnrétti kynja. Ég er sannfærður um að innleiðing jafnlaunavottunar verði þungt lóð á vogarskálar launajafnréttisins til lengri tíma litið,“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra þegar hann afhenti Snorra Olsen jafnlaunamerkið í velferðarráðuneytinu í dag. „Þótt innleiðing jafnlaunastaðalsins hjá embættinu hafi kostað tíma og fyrirhöfn hefur það verið vel þess virði. Þessi vinna hefur veitt okkur betri yfirsýn yfir launauppbygginguna, hún dregur fram hvað betur má fara og vottunin á eftir að hjálpa okkur við að laða að gott starfsfólk vegna þeirrar viðurkenningar sem hún felur í sér“ sagði Snorri Olsen tollstjóri þegar hann tók við jafnlaunamerkinu ásamt Unni Ýr Kristjánsdóttur, forstöðumanni mannauðsviðs embættisins.Frumvarp um jafnlaunavottun umdeilt Jafnlaunamerkið er hannað af Sæþóri Erni Ásmundssyni en hann vann samkeppni um hönnun þess sem haldin var á vegum aðgerðahóps um launajafnrétti og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Í könnun MMR í síðasta mánuði kom fram að meirihluti landsmanna er hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun. Frumvarp félags- og húsnæðismála var þó nokkuð umdeilt áður en það varð að lögum í lok síðasta mánaðar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sérstaklega hávær í gagnrýni sinni en greiddi þó að lokum atkvæði með frumvarpinu. „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu á dögunum.
Tengdar fréttir „Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Brynjar Níelsson greiddi atkvæði með jafnlaunavottun. Honum hugnast frumvarpið þó ekki. 1. júní 2017 10:28 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Brynjar Níelsson greiddi atkvæði með jafnlaunavottun. Honum hugnast frumvarpið þó ekki. 1. júní 2017 10:28
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15