Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 11:22 Þetta er í fyrsta skipti sem Höfuðborgarstofa heldur utan um hátíðardagskrána í Reykjavík. Vísir/hanna Þjóðhátíðardagurinn verður að vanda haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní, eða næsta laugardag. Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Höfuðborgarstofa heldur utan um hátíðardagskrána í Reykjavík en tilkynningu segir að í boði verði fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira. Dagskráín verður á þessa leið en einnig má sjá hana í heild sinni á vefnum 17juni.is: „Morgundagskrá á Austurvelli kl. 10-12 Dagskráin hefst kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Heiðdís Hanna Sigurðardóttir. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur. Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi. Dansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi. Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17 Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Þjóðhátíðardagurinn verður að vanda haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní, eða næsta laugardag. Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. Þetta er í fyrsta skipti sem Höfuðborgarstofa heldur utan um hátíðardagskrána í Reykjavík en tilkynningu segir að í boði verði fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira. Dagskráín verður á þessa leið en einnig má sjá hana í heild sinni á vefnum 17juni.is: „Morgundagskrá á Austurvelli kl. 10-12 Dagskráin hefst kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Heiðdís Hanna Sigurðardóttir. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur. Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi. Dansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi. Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17 Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira