Tíu vilja stýra Skaupinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 10:30 Útvarpshúsið. Vísir/Ernir Ríkisútvarpinu bárust 10 umsóknir um framleiðslu á Áramótaskaupinu 2017. Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag en að sögn dagskrárstjóra RÚV tekur nú við úrvinnsla umsóknanna. Stefnt er að því að ljúka samningum um mitt sumar en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að sækja um framleiðslu Skaupsins í opnu ferli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis um umsóknirnar að einhverjir sem sóttu um hafi áður komið að gerð Áramótaskaupsins. Ákvörðun verður tekin á næstu vikum. „Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir bárust. Jafnt frá aðilum sem áður hafa komið að gerð Skaupsins og/eða almennt látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum. Alls voru umsóknir 10. Við munum fara vandlega yfir allar umsóknir, meta þær og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar.“ Þá segir hann að úr vöndu verði að ráða en umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins hafa aldrei verið valdir áður í opnu ferli. Hann segir ferlið í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins eru valdir með þessum hætti, í svona opnu ferli, í það minnsta á síðari árum, en þetta er í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV þar sem boðað er aukið og opnara samstarf og samtal við framleiðendur og höfunda sjónvarpsefnis.“Óskað eftir „ítarlegri lýsingu á efnistökum“ RÚV auglýsti eftir umsækjendum fyrr á árinu en í auglýsingunni kemur fram að innsendar tillögur þurfi að innihalda „heildræna sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu“ og „ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.“ Aðspurður hvort RÚV telji kröfur um „ítarlega lýsingu á efnistökum“ í handriti sanngjarnar þegar aðeins tæpir sex mánuðir eru liðnir af árinu segir Skarphéðinn í svari sínu að tekið sé tillit til tímasetningar ráðningarinnar við mat á efnistökum. „Allur gangur hefur verið á því hvenær ársins stjórnendur Skaups hafa verið skipaðir, stundum hefur það verið í byrjun árs, stundum um mitt ár og komið hefur fyrir, sérstaklega á árum áður að það hefur ekki verið gert fyrr en seint á árinu og er ætíð tekið tillit til þess þegar lagt er mat á nálgunina og efnistökin.“ Grínhópurinn Fóstbræður með Jón Gnarr í broddi fylkingar færði þjóðinni Skaupið í fyrra en tilkynnt var um ráðningu þeirra í september 2016. Tengdar fréttir 22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11 Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Kostnaðurinn við Skaupið 30 milljónir króna Hækkaði frá því í fyrra. 2. janúar 2017 13:02 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ríkisútvarpinu bárust 10 umsóknir um framleiðslu á Áramótaskaupinu 2017. Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag en að sögn dagskrárstjóra RÚV tekur nú við úrvinnsla umsóknanna. Stefnt er að því að ljúka samningum um mitt sumar en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að sækja um framleiðslu Skaupsins í opnu ferli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis um umsóknirnar að einhverjir sem sóttu um hafi áður komið að gerð Áramótaskaupsins. Ákvörðun verður tekin á næstu vikum. „Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir bárust. Jafnt frá aðilum sem áður hafa komið að gerð Skaupsins og/eða almennt látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum. Alls voru umsóknir 10. Við munum fara vandlega yfir allar umsóknir, meta þær og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar.“ Þá segir hann að úr vöndu verði að ráða en umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins hafa aldrei verið valdir áður í opnu ferli. Hann segir ferlið í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins eru valdir með þessum hætti, í svona opnu ferli, í það minnsta á síðari árum, en þetta er í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV þar sem boðað er aukið og opnara samstarf og samtal við framleiðendur og höfunda sjónvarpsefnis.“Óskað eftir „ítarlegri lýsingu á efnistökum“ RÚV auglýsti eftir umsækjendum fyrr á árinu en í auglýsingunni kemur fram að innsendar tillögur þurfi að innihalda „heildræna sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu“ og „ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.“ Aðspurður hvort RÚV telji kröfur um „ítarlega lýsingu á efnistökum“ í handriti sanngjarnar þegar aðeins tæpir sex mánuðir eru liðnir af árinu segir Skarphéðinn í svari sínu að tekið sé tillit til tímasetningar ráðningarinnar við mat á efnistökum. „Allur gangur hefur verið á því hvenær ársins stjórnendur Skaups hafa verið skipaðir, stundum hefur það verið í byrjun árs, stundum um mitt ár og komið hefur fyrir, sérstaklega á árum áður að það hefur ekki verið gert fyrr en seint á árinu og er ætíð tekið tillit til þess þegar lagt er mat á nálgunina og efnistökin.“ Grínhópurinn Fóstbræður með Jón Gnarr í broddi fylkingar færði þjóðinni Skaupið í fyrra en tilkynnt var um ráðningu þeirra í september 2016.
Tengdar fréttir 22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11 Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Kostnaðurinn við Skaupið 30 milljónir króna Hækkaði frá því í fyrra. 2. janúar 2017 13:02 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11
Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15
Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30