Tíu vilja stýra Skaupinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2017 10:30 Útvarpshúsið. Vísir/Ernir Ríkisútvarpinu bárust 10 umsóknir um framleiðslu á Áramótaskaupinu 2017. Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag en að sögn dagskrárstjóra RÚV tekur nú við úrvinnsla umsóknanna. Stefnt er að því að ljúka samningum um mitt sumar en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að sækja um framleiðslu Skaupsins í opnu ferli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis um umsóknirnar að einhverjir sem sóttu um hafi áður komið að gerð Áramótaskaupsins. Ákvörðun verður tekin á næstu vikum. „Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir bárust. Jafnt frá aðilum sem áður hafa komið að gerð Skaupsins og/eða almennt látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum. Alls voru umsóknir 10. Við munum fara vandlega yfir allar umsóknir, meta þær og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar.“ Þá segir hann að úr vöndu verði að ráða en umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins hafa aldrei verið valdir áður í opnu ferli. Hann segir ferlið í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins eru valdir með þessum hætti, í svona opnu ferli, í það minnsta á síðari árum, en þetta er í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV þar sem boðað er aukið og opnara samstarf og samtal við framleiðendur og höfunda sjónvarpsefnis.“Óskað eftir „ítarlegri lýsingu á efnistökum“ RÚV auglýsti eftir umsækjendum fyrr á árinu en í auglýsingunni kemur fram að innsendar tillögur þurfi að innihalda „heildræna sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu“ og „ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.“ Aðspurður hvort RÚV telji kröfur um „ítarlega lýsingu á efnistökum“ í handriti sanngjarnar þegar aðeins tæpir sex mánuðir eru liðnir af árinu segir Skarphéðinn í svari sínu að tekið sé tillit til tímasetningar ráðningarinnar við mat á efnistökum. „Allur gangur hefur verið á því hvenær ársins stjórnendur Skaups hafa verið skipaðir, stundum hefur það verið í byrjun árs, stundum um mitt ár og komið hefur fyrir, sérstaklega á árum áður að það hefur ekki verið gert fyrr en seint á árinu og er ætíð tekið tillit til þess þegar lagt er mat á nálgunina og efnistökin.“ Grínhópurinn Fóstbræður með Jón Gnarr í broddi fylkingar færði þjóðinni Skaupið í fyrra en tilkynnt var um ráðningu þeirra í september 2016. Tengdar fréttir 22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11 Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Kostnaðurinn við Skaupið 30 milljónir króna Hækkaði frá því í fyrra. 2. janúar 2017 13:02 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ríkisútvarpinu bárust 10 umsóknir um framleiðslu á Áramótaskaupinu 2017. Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag en að sögn dagskrárstjóra RÚV tekur nú við úrvinnsla umsóknanna. Stefnt er að því að ljúka samningum um mitt sumar en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að sækja um framleiðslu Skaupsins í opnu ferli. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis um umsóknirnar að einhverjir sem sóttu um hafi áður komið að gerð Áramótaskaupsins. Ákvörðun verður tekin á næstu vikum. „Allnokkrar frambærilegar og spennandi umsóknir bárust. Jafnt frá aðilum sem áður hafa komið að gerð Skaupsins og/eða almennt látið til sín taka með góðu gríni og frá fólki sem hefur ekki áður komið nærri svona verkefnum. Alls voru umsóknir 10. Við munum fara vandlega yfir allar umsóknir, meta þær og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að taka ákvörðun á næstu vikum og ljúka samningum fyrir mitt sumar.“ Þá segir hann að úr vöndu verði að ráða en umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins hafa aldrei verið valdir áður í opnu ferli. Hann segir ferlið í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV. „Eftir því sem við komumst næst er þetta í fyrsta sinn sem umsjónarmenn og framleiðendur Skaupsins eru valdir með þessum hætti, í svona opnu ferli, í það minnsta á síðari árum, en þetta er í samræmi við nýútgefna stefnu RÚV þar sem boðað er aukið og opnara samstarf og samtal við framleiðendur og höfunda sjónvarpsefnis.“Óskað eftir „ítarlegri lýsingu á efnistökum“ RÚV auglýsti eftir umsækjendum fyrr á árinu en í auglýsingunni kemur fram að innsendar tillögur þurfi að innihalda „heildræna sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu“ og „ítarlega lýsingu á efnistökum og nálgun í handriti.“ Aðspurður hvort RÚV telji kröfur um „ítarlega lýsingu á efnistökum“ í handriti sanngjarnar þegar aðeins tæpir sex mánuðir eru liðnir af árinu segir Skarphéðinn í svari sínu að tekið sé tillit til tímasetningar ráðningarinnar við mat á efnistökum. „Allur gangur hefur verið á því hvenær ársins stjórnendur Skaups hafa verið skipaðir, stundum hefur það verið í byrjun árs, stundum um mitt ár og komið hefur fyrir, sérstaklega á árum áður að það hefur ekki verið gert fyrr en seint á árinu og er ætíð tekið tillit til þess þegar lagt er mat á nálgunina og efnistökin.“ Grínhópurinn Fóstbræður með Jón Gnarr í broddi fylkingar færði þjóðinni Skaupið í fyrra en tilkynnt var um ráðningu þeirra í september 2016.
Tengdar fréttir 22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11 Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15 Kostnaðurinn við Skaupið 30 milljónir króna Hækkaði frá því í fyrra. 2. janúar 2017 13:02 Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
22 þúsund lesendur Vísis gefa Skaupinu 6,2 í einkunn Áramótaskaupið 2016 sem kalla mætti Fóstbræðraskaupið fékk 6,2 í einkunn frá lesendum Vísis þetta árið. 2. janúar 2017 10:11
Hvaða einkunn fær Skaupið? Hvað fannst þér um hið Fóstbræðraskotna Áramótaskaup á skalanum 0-10? 31. desember 2016 23:15
Landsmenn tjá sig um Skaupið og sitt sýnist hverjum #Skaupið er uppfullt af meinhæðni og góðlátlegum athugasemdum um vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. 31. desember 2016 21:30