Jónsmessuhátíðin eins og eitt stórt ættarmót Guðný Hrönn skrifar 16. júní 2017 06:15 Líf og fjör á hátíðarhöldunum í fyrra sumar. Jónsmessuhátíð á Hofsósi, sem haldin er í fimmtánda skipti um helgina, hefur fyrir löngu fest sig í sessi. „Þetta er eins og eitt stórt ættarmót,“ segir Guðrún Þorvaldsdóttir, sem er einn skipuleggjendanna og hefur verið frá upphafi hátíðarinnar. Auk hennar hafa þeir Kristján Jónsson, Bjarni Þórisson og Sigmundur Jóhannesson annast umsjón undanfarin fimmtán ár. „Við erum fjögur sem höfum séð um að sitja í nefndinni öll árin. Þetta kom þannig til að við tókum þátt í verkefninu Breytum byggð, sem var í gangi hér í bænum, og var óhemju góð þátttaka meðal bæjarbúa. Í lokin tók við hópavinna og þar tók hver hópur fyrir sig eitthvað sérstakt. Við fjögur fengum þá þessa hugmynd að búa til hátíð og það má segja að samstarfið hafi gengið gríðarlega vel, hér erum við enn,“ segir Guðrún. Hún segir jafnframt að gott samstarf við félögin í bænum og fólkið á svæðinu skipti lykilmáli og segir röggsamlega: „Ef ekki væri fyrir að allir hjálpuðust svona mikið að þá væri hér engin hátíð.“ „Allur ágóðinn sem verður til við hátíðarhöldin verður eftir í bænum. Hann rennur aftur til félaganna á svæðinu. Aftur í fótboltafélagið, Lions, björgunarsveitina og til eldri borgaranna sem standa vaktina í kjötsúpusölunni. Svo höfum við í þessi fimmtán ár getað stutt við fólk sem tengist svæðinu, sem lent hefur í slysum eða veikindum. Við höfum getað lagt mörgum lið og það er ofboðslega gott, “ útskýrir hún stolt. Af nægu er að taka á hátíðinni sem sett verður í kvöld. Herlegheitin hefjast með Jónsmesugöngu. Eldri borgarar taka svo við og skenkja kjötsúpu og svo verður kvöldvöku slegið upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Jónsmessuhátíð á Hofsósi, sem haldin er í fimmtánda skipti um helgina, hefur fyrir löngu fest sig í sessi. „Þetta er eins og eitt stórt ættarmót,“ segir Guðrún Þorvaldsdóttir, sem er einn skipuleggjendanna og hefur verið frá upphafi hátíðarinnar. Auk hennar hafa þeir Kristján Jónsson, Bjarni Þórisson og Sigmundur Jóhannesson annast umsjón undanfarin fimmtán ár. „Við erum fjögur sem höfum séð um að sitja í nefndinni öll árin. Þetta kom þannig til að við tókum þátt í verkefninu Breytum byggð, sem var í gangi hér í bænum, og var óhemju góð þátttaka meðal bæjarbúa. Í lokin tók við hópavinna og þar tók hver hópur fyrir sig eitthvað sérstakt. Við fjögur fengum þá þessa hugmynd að búa til hátíð og það má segja að samstarfið hafi gengið gríðarlega vel, hér erum við enn,“ segir Guðrún. Hún segir jafnframt að gott samstarf við félögin í bænum og fólkið á svæðinu skipti lykilmáli og segir röggsamlega: „Ef ekki væri fyrir að allir hjálpuðust svona mikið að þá væri hér engin hátíð.“ „Allur ágóðinn sem verður til við hátíðarhöldin verður eftir í bænum. Hann rennur aftur til félaganna á svæðinu. Aftur í fótboltafélagið, Lions, björgunarsveitina og til eldri borgaranna sem standa vaktina í kjötsúpusölunni. Svo höfum við í þessi fimmtán ár getað stutt við fólk sem tengist svæðinu, sem lent hefur í slysum eða veikindum. Við höfum getað lagt mörgum lið og það er ofboðslega gott, “ útskýrir hún stolt. Af nægu er að taka á hátíðinni sem sett verður í kvöld. Herlegheitin hefjast með Jónsmesugöngu. Eldri borgarar taka svo við og skenkja kjötsúpu og svo verður kvöldvöku slegið upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira