Styrkja konur til menntunar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2017 16:00 Birgitta Ásgrímsdóttir eigandi verslunarinnar Berlínar stendur fyrir hjólaviðburði til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar. Eyþór Birgitta Ásgrímsdóttir stendur fyrir viðburðinum Hjólum bæinn rauðan á fimmtudagskvöld til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar.Hugmyndin er að safna saman hópi kvenna, klæddum í eitthvað rautt og hjóla saman um miðbæinn á fallegu sumarkvöldi, sýna sig og sjá aðra og í leiðinni styrkja konur til menntunar,“ útskýrir Birgitta Ásgrímsdóttir en hún blæs til viðburðarins Hjólum bæinn rauðan til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar. Hjólatúrinn fer fram fimmtudaginn 22. júní og mæta þátttakendur á eigin hjólum fyrir framan Hörpu klukkan 20. Kaupa þarf miða á viðburðinn á midi.is og rennur ágóði miðasölunnar allur til sjóðsins. Við Hörpu fá þátttakendur afhent númer en dregið verður um veglega vinninga úr potti síðar um kvöldið. „Þegar keyptur er miði eru í boði þrjú verð, 1.500 krónur, 2.000 og 2.500. Hærra verði fylgja fleiri miðar í happdrættispottinn,“ útskýrir Birgitta og segir fulla þörf á að styðja við sjóðinn. „Mæðrastyrksnefnd heldur utan um Menntunarsjóðinn en hann er þó rekinn á sér kennitölu. Starfskonur Mæðrastyrksnefndar eru í stöðugri leit að fjármagni í sjóðinn og auðvitað er sjálfsagt að styrkja sjóðinn beint. Á hverju ári styrkir sjóðurinn efnalitlar konur til menntunar. Þær sem sækja um í þennan sjóð eru sumar í þeim sporum að vera að koma sér aftur út í lífið og aðrar búa við veikt bakland. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að þær hafa ekki möguleika á að koma sér af stað í nám, nema með hjálp. Þá getur þetta verið sú hjálp sem þarf,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að viðburðurinn sé ekki keppni. Tilgangurinn sé einnig að hafa gaman. „Það verður engin keppni eða hraði og læti. Hópurinn leggur af stað frá Hörpu í þægilegan reiðhjólatúr um miðbæinn. Það verður eitt hressingarstopp á leiðinni þar sem Vífilfell ætlar að bjóða upp á létta hressingu. Svo verður haldið áfram og endar túrinn niðri á Kaffi Slipp. Þar verður boðið upp á veitingar á „happy hour“ verði. Edda Björgvins leikkona mætir til þess að draga vinningshafa úr pottinum og eru vinningarnir hinir glæsilegustu, svo sem út að borða, heill dagur í spa, snyrtivörupakkar og ýmislegt fleira. Ég hvet allar konur til að mæta og um að gera fyrir vinkvennahópa, sauma- og frænkuklúbba að mæta, styrkja tengslin og gera eitthvað skemmtilegt saman. Svo verður hægt að færa sig yfir á Kaffi Marina seinna um kvöldið, þær sem vilja.“ Hugmyndina fékk Birgitta í MBA-námi sínu og segir verkefnið tengjast því að gefa eitthvað áfram út í samfélagið. „Þar sem ég rek reiðhjólaverslunina Berlín ásamt manninum mínum fannst mér tilvalið að sameina þetta tvennt og búa til þennan viðburð,“ segir Birgitta. Nánar má kynna sér viðburðinn á Facebook, Hjólum bæinn rauðan. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Birgitta Ásgrímsdóttir stendur fyrir viðburðinum Hjólum bæinn rauðan á fimmtudagskvöld til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar.Hugmyndin er að safna saman hópi kvenna, klæddum í eitthvað rautt og hjóla saman um miðbæinn á fallegu sumarkvöldi, sýna sig og sjá aðra og í leiðinni styrkja konur til menntunar,“ útskýrir Birgitta Ásgrímsdóttir en hún blæs til viðburðarins Hjólum bæinn rauðan til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar. Hjólatúrinn fer fram fimmtudaginn 22. júní og mæta þátttakendur á eigin hjólum fyrir framan Hörpu klukkan 20. Kaupa þarf miða á viðburðinn á midi.is og rennur ágóði miðasölunnar allur til sjóðsins. Við Hörpu fá þátttakendur afhent númer en dregið verður um veglega vinninga úr potti síðar um kvöldið. „Þegar keyptur er miði eru í boði þrjú verð, 1.500 krónur, 2.000 og 2.500. Hærra verði fylgja fleiri miðar í happdrættispottinn,“ útskýrir Birgitta og segir fulla þörf á að styðja við sjóðinn. „Mæðrastyrksnefnd heldur utan um Menntunarsjóðinn en hann er þó rekinn á sér kennitölu. Starfskonur Mæðrastyrksnefndar eru í stöðugri leit að fjármagni í sjóðinn og auðvitað er sjálfsagt að styrkja sjóðinn beint. Á hverju ári styrkir sjóðurinn efnalitlar konur til menntunar. Þær sem sækja um í þennan sjóð eru sumar í þeim sporum að vera að koma sér aftur út í lífið og aðrar búa við veikt bakland. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að þær hafa ekki möguleika á að koma sér af stað í nám, nema með hjálp. Þá getur þetta verið sú hjálp sem þarf,“ segir Birgitta. Hún leggur áherslu á að viðburðurinn sé ekki keppni. Tilgangurinn sé einnig að hafa gaman. „Það verður engin keppni eða hraði og læti. Hópurinn leggur af stað frá Hörpu í þægilegan reiðhjólatúr um miðbæinn. Það verður eitt hressingarstopp á leiðinni þar sem Vífilfell ætlar að bjóða upp á létta hressingu. Svo verður haldið áfram og endar túrinn niðri á Kaffi Slipp. Þar verður boðið upp á veitingar á „happy hour“ verði. Edda Björgvins leikkona mætir til þess að draga vinningshafa úr pottinum og eru vinningarnir hinir glæsilegustu, svo sem út að borða, heill dagur í spa, snyrtivörupakkar og ýmislegt fleira. Ég hvet allar konur til að mæta og um að gera fyrir vinkvennahópa, sauma- og frænkuklúbba að mæta, styrkja tengslin og gera eitthvað skemmtilegt saman. Svo verður hægt að færa sig yfir á Kaffi Marina seinna um kvöldið, þær sem vilja.“ Hugmyndina fékk Birgitta í MBA-námi sínu og segir verkefnið tengjast því að gefa eitthvað áfram út í samfélagið. „Þar sem ég rek reiðhjólaverslunina Berlín ásamt manninum mínum fannst mér tilvalið að sameina þetta tvennt og búa til þennan viðburð,“ segir Birgitta. Nánar má kynna sér viðburðinn á Facebook, Hjólum bæinn rauðan.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“