Nauðgunardómur mildaður vegna ungs aldurs og samfara með leyfi fyrr um kvöldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2017 15:40 Pilturinn og stúlkan voru bæði á sautjánda aldursári þegar þau kynntust. Vísir/GVA Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára pilti fyrir að nauðga stúlku á sautjánda aldursári. Pilturinn, sem er hælisleitandi og var tæplega sautján ára þegar brotið átti sér stað, var ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðugn til að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök. Þau höfðu áður haft kynferðismök í tvígang með vilja beggja en pilturinn virti ekki neitun og bón stúlkunnar um að hætta þegar hann vildi hafa kynferðismörk í þriðja skipti. Hæstiréttur tók tillit til ungs aldurs beggja í dómnum. Var litið til aldurs stúlkunnar í héraði en ekki piltsins. Hæstiréttur benti á að pilturinn hefði verið tæplega sautján ára þegar hann kynntist stúlkunni. Þá hefur hann ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Hann kom til landsins sem hælisleitandi rúmum tveimur mánuðum áður en hann hitti stúlkuna, án forráðamanns, og „stóð því höllum fæti félagslega.“ Þá benti Hæstiréttur á að bæði stúlkan og pilturinn hefðu greint frá því að þau hefðu í tvígang haft samfarir með samþykki hennar fyrr um kvöldið áður en hann braut gegn henni. Var dómurinn því mildaður úr þremur árum í tvö. Er að neðan rakin dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar en dóminn í Hæstarétti má lesa hér. Síbreytilegur framburður Pilturinn og stúlkan kynntust í strætó, héldu samskiptum áfram á Facebook og hittust svo á farfuglaheimili í Laugardalnum. Að sögn stúlkunnar höfðu þau samræði í tvígang um kvöldið. Stúlkan lýsti því að henni hefði liðið illa á eftir og farið á salernið í húsinu. Þegar hún kom aftur í herbergið ætlaði hún að klæða sig en pilturinn vildi hafa samræði aftur. Stúlkan sagðist hafa sagt nei en að pilturinn hafi ekki látið það stoppað sig. Framburður piltsins tók stöðugum breytingum frá fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og þar til fyrir dómi. Fyrst sagðist hann ekki þekkja stúlkuna, hann hefði aldrei hitt hana. Í næstu skýrslu breyttist framburðurinn yfir í að hann hefði hitt stúlkuna í strætó en ekki eftir það. Hann kannaðist við sum en ekki öll samskipti hans og stúlkunnar á Facebook. Þegar honum var greint frá lífssýnum sem fundust í nærbuxnum stúlkunnar við DNA-greiningu sagði hann ekki hafa neina skýringu á því. Fyrir dómi viðurkenndi hann svo að hann hefði haft samræði við stúlkuna með vilja þeirra beggja. Bar við ótta Pilturinn sagðist, aðspurður um stöðuga breytingu á framburði sínum, að hann væri nýfluttur til landsins og með hælisumsókn í ferli. Hann hafi engum treyst, ekki einu sinni lögreglu en af henni hafi hann slæma reynslu frá sínu heimalandi þar sem mikil spilling hafi ríkt. Ákærði óttaðist einnig að honum yrði vísað úr landi en hann kom fyrst hingað 7. janúar árið 2016 sem flóttamaður. Hann sagði samneyti af þessum toga fara gegn trúarskoðunum sínum en hann væri kaþólskrar trúar. Það hafi verið ástæða þess að hann hafi neitað því að hafa haft samræði við stúlkuna. Hinn dæmdi sagði enskukunnáttu sína slæma og hann hafi notast við þýðingarforrit þegar hann sendi stúlkunni skilaboð á Facebook. Sagðist hann til dæmis ekki hafa skilið þegar stúlkan sendi honum skilaboð á ensku að hann hefði nauðgað henni. Treysti ekki yfirvöldum Fyrir dóm mætti ráðgjafi hjá Barnavernd sem kvaðst hafa orðið tilsjónarmaður piltsins við komu til landsins í janúar í fyrra. Þá mætti einnig fósturfaðir piltsins sem kynntist honum í janúar í fyrra eftir að pilturinn kom til landsins. Báðir sögðu þeir piltinn hafa sagt snemma að hann treysti ekki yfirvöldum vegna reynslu af þeim i heimalandinu. Héraðsdómur Reykjavíkur leit svo á að framburður stúlkunnar hefði verið stöðugur undir meðförum málsins. Ótrúverðugur framburður piltsins auk framburður vitna hafi stutt frásögn stúlkunnar. Var það mat dómsins að það væri hafið yfir vafa að pilturinn hefði brotið gegn stúlkunni. Auk fangelslsisdómsins var pilturinn dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur til móður stúlkunnar þar sem hún er undir lögaldri. Tengdar fréttir Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 16 ára stúlku Pilturinn útskýrði síbreytilegan framburð á þann veg að hann óttaðist að vera vísað úr landi eftir að hafa komið hingað sem flóttamaður í fyrra. 1. febrúar 2017 11:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára pilti fyrir að nauðga stúlku á sautjánda aldursári. Pilturinn, sem er hælisleitandi og var tæplega sautján ára þegar brotið átti sér stað, var ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðugn til að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök. Þau höfðu áður haft kynferðismök í tvígang með vilja beggja en pilturinn virti ekki neitun og bón stúlkunnar um að hætta þegar hann vildi hafa kynferðismörk í þriðja skipti. Hæstiréttur tók tillit til ungs aldurs beggja í dómnum. Var litið til aldurs stúlkunnar í héraði en ekki piltsins. Hæstiréttur benti á að pilturinn hefði verið tæplega sautján ára þegar hann kynntist stúlkunni. Þá hefur hann ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Hann kom til landsins sem hælisleitandi rúmum tveimur mánuðum áður en hann hitti stúlkuna, án forráðamanns, og „stóð því höllum fæti félagslega.“ Þá benti Hæstiréttur á að bæði stúlkan og pilturinn hefðu greint frá því að þau hefðu í tvígang haft samfarir með samþykki hennar fyrr um kvöldið áður en hann braut gegn henni. Var dómurinn því mildaður úr þremur árum í tvö. Er að neðan rakin dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í janúar en dóminn í Hæstarétti má lesa hér. Síbreytilegur framburður Pilturinn og stúlkan kynntust í strætó, héldu samskiptum áfram á Facebook og hittust svo á farfuglaheimili í Laugardalnum. Að sögn stúlkunnar höfðu þau samræði í tvígang um kvöldið. Stúlkan lýsti því að henni hefði liðið illa á eftir og farið á salernið í húsinu. Þegar hún kom aftur í herbergið ætlaði hún að klæða sig en pilturinn vildi hafa samræði aftur. Stúlkan sagðist hafa sagt nei en að pilturinn hafi ekki látið það stoppað sig. Framburður piltsins tók stöðugum breytingum frá fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu og þar til fyrir dómi. Fyrst sagðist hann ekki þekkja stúlkuna, hann hefði aldrei hitt hana. Í næstu skýrslu breyttist framburðurinn yfir í að hann hefði hitt stúlkuna í strætó en ekki eftir það. Hann kannaðist við sum en ekki öll samskipti hans og stúlkunnar á Facebook. Þegar honum var greint frá lífssýnum sem fundust í nærbuxnum stúlkunnar við DNA-greiningu sagði hann ekki hafa neina skýringu á því. Fyrir dómi viðurkenndi hann svo að hann hefði haft samræði við stúlkuna með vilja þeirra beggja. Bar við ótta Pilturinn sagðist, aðspurður um stöðuga breytingu á framburði sínum, að hann væri nýfluttur til landsins og með hælisumsókn í ferli. Hann hafi engum treyst, ekki einu sinni lögreglu en af henni hafi hann slæma reynslu frá sínu heimalandi þar sem mikil spilling hafi ríkt. Ákærði óttaðist einnig að honum yrði vísað úr landi en hann kom fyrst hingað 7. janúar árið 2016 sem flóttamaður. Hann sagði samneyti af þessum toga fara gegn trúarskoðunum sínum en hann væri kaþólskrar trúar. Það hafi verið ástæða þess að hann hafi neitað því að hafa haft samræði við stúlkuna. Hinn dæmdi sagði enskukunnáttu sína slæma og hann hafi notast við þýðingarforrit þegar hann sendi stúlkunni skilaboð á Facebook. Sagðist hann til dæmis ekki hafa skilið þegar stúlkan sendi honum skilaboð á ensku að hann hefði nauðgað henni. Treysti ekki yfirvöldum Fyrir dóm mætti ráðgjafi hjá Barnavernd sem kvaðst hafa orðið tilsjónarmaður piltsins við komu til landsins í janúar í fyrra. Þá mætti einnig fósturfaðir piltsins sem kynntist honum í janúar í fyrra eftir að pilturinn kom til landsins. Báðir sögðu þeir piltinn hafa sagt snemma að hann treysti ekki yfirvöldum vegna reynslu af þeim i heimalandinu. Héraðsdómur Reykjavíkur leit svo á að framburður stúlkunnar hefði verið stöðugur undir meðförum málsins. Ótrúverðugur framburður piltsins auk framburður vitna hafi stutt frásögn stúlkunnar. Var það mat dómsins að það væri hafið yfir vafa að pilturinn hefði brotið gegn stúlkunni. Auk fangelslsisdómsins var pilturinn dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur til móður stúlkunnar þar sem hún er undir lögaldri.
Tengdar fréttir Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 16 ára stúlku Pilturinn útskýrði síbreytilegan framburð á þann veg að hann óttaðist að vera vísað úr landi eftir að hafa komið hingað sem flóttamaður í fyrra. 1. febrúar 2017 11:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 16 ára stúlku Pilturinn útskýrði síbreytilegan framburð á þann veg að hann óttaðist að vera vísað úr landi eftir að hafa komið hingað sem flóttamaður í fyrra. 1. febrúar 2017 11:56