„Þetta er eins og ég hef oft lýst. Þetta er eins og púðurtunna“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. júní 2017 19:45 Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar hefur áhyggur af sumarhúsabyggðum. Vísir/Arnar Halldórsson Mikið tjón varð þegar sumarbústaður í Dagverðarnesi í Skorradal brann til kaldra kola í gær og ekki mátti miklu muna að illa færi vegna gróðurs á svæðinu. Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð lýsir svæðinu sem púðurtunnu. Eldsins varð vart um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var allt tiltækt lið slökkvilið Borgarbyggðar í Borgarnesi sent á vettvang og segir slökkviliðsstjórinn að litlu sem engu af eigum hafi verið hægt að bjarga. „Húsið var orðið alelda, nánast alveg og hafði borist í gróður þegar fyrsta bíll kemur og þá einbeittu menn sér að því að hefta útbreiðsluna og snéru sér síðan að því að slökkva í húsinu. Þetta er altjón,“ segir Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. Bruninn í gær er sá þriðji á svæðinu sem rekja má til rafmagnshitapotta sem að standa við bústaðina. ‚I jafn mörg skipti vildi það til happs að veður var gott og vindátt hagstæð. Ef svo hefði ekki verið er ljóst að illa hefði getað farið á svæðinu öllu. Mesta hættan á svæði sem þessu er ef gróður en þurr því ef eldur kemst í hann getur hann breiðst hratt út. Eftir brunann í gær hafa vangaveltur verið uppi hvort flutningslínan fyrir rafmagn á svæðið gæti verið of lítil og því valdið skammhlaupi í rafmagnstækjum þegar mörg tæki eru í notkun á saman tíma. Þrír brunar í rafmagnspottum á sama svæði veri að teljast óvenjulegt. „Ég veit það ekki en það var hérna um daginn flökt á rafmagni og rafmagnslaust hérna í Borgarnesi og Skorradal. Ég veit ekki hvort að það er orsakavaldur,“ segir Bjarni. Drög að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal hefur verið gefin út af Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra en hún hefur enn ekki verið staðfest. „Þetta er eins og ég hef oft lýst. Þetta er eins og púðurtunna, sérstaklega á vorin, bara út af gróðri,“ segir Bjarni. Viðbragðsáætlanir hafa ekki verið unnar fyrir önnur sumarhúsasvæði á landinu þrátt fyrir að mörg þessara húsa séu næstum annað heimili fólks. Bjarni segir aðra slökkviliðsstjóra hafa lýst áhyggjum sínum ef upp kæmi bruni í sumarhúsabyggð á þeirra svæði þar sem gróður er þéttur. „Já, ég er búinn að hafa gríðarlegar áhyggjur af þessu og þetta er orðið þannig að ég held að menn þurfi að fara að huga að gera eitthvað róttækt í þessum málum. Með aukinn gróður og þykkari gróðurþekja, þetta kallar bara á meiri eld og eldhættu. Slökkviliðin eru mörg hver vanbúin og fjársvelt en eiga að fást við þetta,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Sumarhús brann í Skorradal Sumarhúsið stóð í Dagvarðarneslandi en grunur beinist að því að rafknúinn, heitur pottur hafi valdið brunanum. 1. júní 2017 23:13 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Mikið tjón varð þegar sumarbústaður í Dagverðarnesi í Skorradal brann til kaldra kola í gær og ekki mátti miklu muna að illa færi vegna gróðurs á svæðinu. Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð lýsir svæðinu sem púðurtunnu. Eldsins varð vart um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var allt tiltækt lið slökkvilið Borgarbyggðar í Borgarnesi sent á vettvang og segir slökkviliðsstjórinn að litlu sem engu af eigum hafi verið hægt að bjarga. „Húsið var orðið alelda, nánast alveg og hafði borist í gróður þegar fyrsta bíll kemur og þá einbeittu menn sér að því að hefta útbreiðsluna og snéru sér síðan að því að slökkva í húsinu. Þetta er altjón,“ segir Bjarni K. Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. Bruninn í gær er sá þriðji á svæðinu sem rekja má til rafmagnshitapotta sem að standa við bústaðina. ‚I jafn mörg skipti vildi það til happs að veður var gott og vindátt hagstæð. Ef svo hefði ekki verið er ljóst að illa hefði getað farið á svæðinu öllu. Mesta hættan á svæði sem þessu er ef gróður en þurr því ef eldur kemst í hann getur hann breiðst hratt út. Eftir brunann í gær hafa vangaveltur verið uppi hvort flutningslínan fyrir rafmagn á svæðið gæti verið of lítil og því valdið skammhlaupi í rafmagnstækjum þegar mörg tæki eru í notkun á saman tíma. Þrír brunar í rafmagnspottum á sama svæði veri að teljast óvenjulegt. „Ég veit það ekki en það var hérna um daginn flökt á rafmagni og rafmagnslaust hérna í Borgarnesi og Skorradal. Ég veit ekki hvort að það er orsakavaldur,“ segir Bjarni. Drög að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal hefur verið gefin út af Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra en hún hefur enn ekki verið staðfest. „Þetta er eins og ég hef oft lýst. Þetta er eins og púðurtunna, sérstaklega á vorin, bara út af gróðri,“ segir Bjarni. Viðbragðsáætlanir hafa ekki verið unnar fyrir önnur sumarhúsasvæði á landinu þrátt fyrir að mörg þessara húsa séu næstum annað heimili fólks. Bjarni segir aðra slökkviliðsstjóra hafa lýst áhyggjum sínum ef upp kæmi bruni í sumarhúsabyggð á þeirra svæði þar sem gróður er þéttur. „Já, ég er búinn að hafa gríðarlegar áhyggjur af þessu og þetta er orðið þannig að ég held að menn þurfi að fara að huga að gera eitthvað róttækt í þessum málum. Með aukinn gróður og þykkari gróðurþekja, þetta kallar bara á meiri eld og eldhættu. Slökkviliðin eru mörg hver vanbúin og fjársvelt en eiga að fást við þetta,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Sumarhús brann í Skorradal Sumarhúsið stóð í Dagvarðarneslandi en grunur beinist að því að rafknúinn, heitur pottur hafi valdið brunanum. 1. júní 2017 23:13 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Sumarhús brann í Skorradal Sumarhúsið stóð í Dagvarðarneslandi en grunur beinist að því að rafknúinn, heitur pottur hafi valdið brunanum. 1. júní 2017 23:13