Gott að vera orðinn jafningi í fyrsta sinn Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 07:00 Nanna Hlín Halldórsdóttir og Navid Nouri ásamt guttanum þeirra Omid. vísir/stefán „Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
„Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira