Gott að vera orðinn jafningi í fyrsta sinn Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 07:00 Nanna Hlín Halldórsdóttir og Navid Nouri ásamt guttanum þeirra Omid. vísir/stefán „Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Ég er eiginlega búinn að brosa síðan ég fékk tíðindin,“ segir Íslendingurinn Navid Nouri en hann er nú í fyrsta sinn með ríkisborgararétt. Hann ætlar að halda partí af þessu tilefni þó dagsetningin sé ekki alveg komin. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er orðinn ríkisborgari og ég er svo glaður. Þetta er eitthvað sem ég er afar stoltur af og ég ætla að bjóða í stórt og mikið partí. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég get lofað að það verður fagnað fram á nótt.“ Navid kom til landsins í október árið 2011. Hann er í sambúð, á rúmlega eins árs gamlan son og elskar lífið á Íslandi. Hann segir stærstu breytinguna á lífi sínu vera að nú sé hann loks orðinn jafningi annarra. „Í raun gerði ég ekki mjög mikið þessa fyrstu viku sem Íslendingur en allt er orðið svo auðveldara einhvern veginn. Ég þarf ekki að hugsa um svo margt sem ég þurfti áður. Núna get ég til dæmis ferðast auðveldlega. Ég vildi koma til lands þar sem ég gæti orðið góður samfélagsþegn. Mig langaði að taka þátt í samfélaginu, mér tókst það og að vera hluti af íslensku samfélagi er góð tilfinning. Að finna heimili og stað til að búa á er ótrúleg tilfinning. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að mér verði vísað úr landi því ég er núna jafningi sem er stærsta breytingin á lífi mínu.“ Þegar Navid fékk tilkynninguna um að hann væri orðinn íslenskur ríkisborgari lá hann andvaka. „Lögfræðingurinn minn sendi mér skilaboð þar sem þetta stóð. Ég var búinn að liggja andvaka og gat ekki sofið því ég hafði fengið martröð.Ég fór síðan á klósettið og þegar ég kom aftur sá ég græna ljósið í símanum blikka. Ég leit á símann og sá að það voru skilaboð frá lögfræðingnum mínum þar sem stóð að ég hefði fengið ríkisborgararéttinn. Þetta voru dásamlegar fréttir þó að ég hafi áfram verið vakandi eftir tíðindin. Ég sofnaði ekkert eftir þetta, held ég hafi náð að loka augunum um klukkan fjögur.“ Navid flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann flúði til Tyrklands þaðan sem hann tók bát yfir til Grikklands til að reyna að skapa sér framtíð. Hann endaði svo á að komast til Íslands þar sem hann sótti um hæli. Á Íslandi beið hann eftir svari við umsókn um hæli í þrjú ár, þar af bjó hann í ellefu mánuði á FIT-hostel í Reykjanesbæ. „Lífið er gott þessa stundina. Ég er mjög glaður hér og hamingjusamur. Allt mitt líf er orðið breytt og mjög gott.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira