Enn dregur saman á milli flokkanna í Bretlandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. júní 2017 15:15 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Mynd/samsett Enn dregur saman með breska Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í skoðanakönnunum nú einungis tveimur dögum fyrir þingkosningar þar í landi. En þær fara fram fimmtudaginn 8. júní.Dagleg spá könnunarfyrirtækisins YouGov segir að Íhaldsflokkurinn muni vinna sér inn 304 þingsæti en 326 þarf til að mynda meirihluta. Í dag er flokkurinn með 330 þingsæti og því yrði þetta töluvert áfall fyrir flokkinn yrðu þetta niðurstöðurnar.Magnús Árni Magnússon, dósent í stjórnmálafræði, segir að þrátt fyrir að dragi saman bendir allt til sigurs Íhaldsflokksins.Hinsvegar hafa ýmsar aðrar kannanir bent til þess að Íhaldsflokkurinn muni ná meirihlutanum sem til þarf og því nokkur tvísýna um hver niðurstaða kosninga gæti orðið. Samantekt The Guardian á helstu skoðanakönnunum í Bretlandi sýnir að Íhaldsflokkurinn sé með tæplega tíu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn. Magnús Árni Magnússon, dósent í stjórnmálafræði, við Háskólann á Bifröst, segir að þrátt fyrir að dragi saman með stóru flokkunum tveimur er afar ólíklegt að Íhaldsflokkurinn missi meirihlutann. „Þetta er auðvitað stóra spurningin núna,“ segir Magnús Árni. „Í ljósi þess að skoðanakannanir hafa ekki verið að virka sem skyldi í stórum kosningum undanfarið. Þess er skemmst að minnast auðvitað Brexit kosninganna og forsetakosninganna í Bandaríkjunum í því sambandi.“ Hann segir að þó að bilið sé að minnka á milli stóru flokkanna sé fátt sem bendi til annars en að Íhaldsflokkurinn vinni. „Það virðist þó samt vera þannig samkvæmt þessum könnunum talsverðar líkur á því að Íhaldsflokkurinn vinni þessar kosningar. Mér sýnist vera á þessum nýjustu tölum að munurinn sé um svona fimm prósent að meðaltali sem er nokkuð mikið í kosningakerfi þar sem þú ert með einmenningskjördæmi,“ segir Magnús en í kosningakerfinu í Bretlandi eiga einmenningskjördæmin til með að magna meirihluta stærsta flokksins. Þannig vann Íhaldsflokkurinn til dæmis tæp 37 prósent atkvæða árið 2015 en meira en 50 prósent þingsæta.„Bandalag glundroðans“ ólíklegt til árangurs Samkvæmt spá YouGov fengi Verkamannaflokkurinn 266 þingsæti, langt frá tilskildum meirihluta, og þyrfti því að treysta á aðra flokka á borð við Skoska Þjóðarflokkinn og Frjálslynda Demókrata auk annarra til að tryggja sér starfhæfan meirihluta. Ekki er mikil hefð fyrir slíkum meirihlutum í breskum stjórnmálum en Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, hefur gjarnan uppnefnt þetta mögulega bandalag stjórnarandstöðuflokkanna Bandalag glundroðans, eða „the Coalition of Chaos“.Spá YouGov um þingmannafjölda eftir kosningar.Þingmannafjöldi skv. nýjustu spá YouGovCreate column chartsÞá hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki gefið út nein fyrirheit um samstarf og ólíklegt þykir að Skoski Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir verði beinir þátttakendur í stjórn Verkamannaflokksins heldur væri líklega um minnihlutastjórn að ræða. Þó þykja líkurnar á því afar tæpar. The Guardian tók saman hvaða möguleikar eru í boði eftir kosningar og flestar sviðsmyndirnar gera ráð fyrir áframhaldandi stjórn Íhaldsflokksins.„Elliglapaskattur“ og niðurskurður til lögreglu er May fjötur um fót Þegar Theresa May, forsætisráðherra, boðaði til kosninga fyrir einum og hálfum mánuði síðan bar Íhaldsflokkurinn höfuð og herðar yfir Verkamannaflokkinn og fátt virtist geta komið í veg fyrir stórsigur nú í júní. Hinsvegar hefur Íhaldsflokkurinn ekki átt sjö dagana sæla í kosningabaráttunni þrátt fyrir yfirburði í könnunum. Fylgi flokksins byrjaði að dala og fylgi Verkamannaflokksins tók kipp upp á við þegar hugmyndir íhaldsmanna um að aldraðir greiði sjálfir fyrir heimahjúkrun komst í almenna umræða. Andstæðingar Íhaldsflokksins voru fljótir að stinga upp á hugtakinu „elliglapaskattur“ eða „dementia tax“ í tengslum við hugmyndina. May átti í svo fullu fangi með að berjast við neikvæða umræðu í tengslum við gjaldið að hún varð að lokum afturreka með tillöguna. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Manchester og London hefur umræða um öryggismál og löggæslu komist á flug og eru nú aðalmálefnin tveimur dögum fyrir kosningar. Nú hafa andstæðingar May sakað Íhaldsflokkinn um að grafa undan öryggi íbúa í landinu með niðurskurði til löggæslumála og vilja sumir meina að lögregluþjónum hafi fækkað um 20 þúsund frá því að Íhaldsflokkurinn tók við árið 2010. Þó er harkalega deilt um þessar niðurskurðartölur. Þá hjálpar það ekki Íhaldsflokknum að May var sjálf innanríkisráðherra þegar meintur niðurskurður átti sér stað og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May vegna þessa. Þegar May boðaði til kosninga þann 18. Apríl sýndu skoðanakannanir að flokkur hennar væri með um 25 prósenta forskot á Verkamannaflokkinn. Í röksemdafærslu sinni fyrir því að boða til kosninga sagði hún meðal annars að hún þyrfti aukinn meirihluta og sterkara umboð þjóðarinnar til að geta náð sem bestum samningi við Evrópusambandið vegna Brexit. Ef meirihluti Íhaldsmanna minnkar er ljóst að ætlunarverk May hefur mistekist. „Það er alltaf gott fyrir leiðtoga að hafa umboð fólksins þegar þeir eru að taka veigamiklar ákvarðanir,“ segir Magnús Árni. „Og Theresa May, verði hún áfram forsætisráðherra, stendur frammi fyrir því og þessum samningaviðræðum við Evrópusambandið sem eru framundan um útgöngu Breta. Ef við gefum okkur það að hún vinni þessar kosningar gefur það henni umboð þjóðarinnar til að leiða hana í gegn um þennan tíma. En sá aukni meirihluti sem hún sá fyrir sér verður að öllum líkindum ekki að veruleika. Það yrði í það minnsta mjög skrítið ef að það yrði miðað við þær skoðanakannanir sem við sjáum í dag.“ Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Enn dregur saman með breska Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í skoðanakönnunum nú einungis tveimur dögum fyrir þingkosningar þar í landi. En þær fara fram fimmtudaginn 8. júní.Dagleg spá könnunarfyrirtækisins YouGov segir að Íhaldsflokkurinn muni vinna sér inn 304 þingsæti en 326 þarf til að mynda meirihluta. Í dag er flokkurinn með 330 þingsæti og því yrði þetta töluvert áfall fyrir flokkinn yrðu þetta niðurstöðurnar.Magnús Árni Magnússon, dósent í stjórnmálafræði, segir að þrátt fyrir að dragi saman bendir allt til sigurs Íhaldsflokksins.Hinsvegar hafa ýmsar aðrar kannanir bent til þess að Íhaldsflokkurinn muni ná meirihlutanum sem til þarf og því nokkur tvísýna um hver niðurstaða kosninga gæti orðið. Samantekt The Guardian á helstu skoðanakönnunum í Bretlandi sýnir að Íhaldsflokkurinn sé með tæplega tíu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn. Magnús Árni Magnússon, dósent í stjórnmálafræði, við Háskólann á Bifröst, segir að þrátt fyrir að dragi saman með stóru flokkunum tveimur er afar ólíklegt að Íhaldsflokkurinn missi meirihlutann. „Þetta er auðvitað stóra spurningin núna,“ segir Magnús Árni. „Í ljósi þess að skoðanakannanir hafa ekki verið að virka sem skyldi í stórum kosningum undanfarið. Þess er skemmst að minnast auðvitað Brexit kosninganna og forsetakosninganna í Bandaríkjunum í því sambandi.“ Hann segir að þó að bilið sé að minnka á milli stóru flokkanna sé fátt sem bendi til annars en að Íhaldsflokkurinn vinni. „Það virðist þó samt vera þannig samkvæmt þessum könnunum talsverðar líkur á því að Íhaldsflokkurinn vinni þessar kosningar. Mér sýnist vera á þessum nýjustu tölum að munurinn sé um svona fimm prósent að meðaltali sem er nokkuð mikið í kosningakerfi þar sem þú ert með einmenningskjördæmi,“ segir Magnús en í kosningakerfinu í Bretlandi eiga einmenningskjördæmin til með að magna meirihluta stærsta flokksins. Þannig vann Íhaldsflokkurinn til dæmis tæp 37 prósent atkvæða árið 2015 en meira en 50 prósent þingsæta.„Bandalag glundroðans“ ólíklegt til árangurs Samkvæmt spá YouGov fengi Verkamannaflokkurinn 266 þingsæti, langt frá tilskildum meirihluta, og þyrfti því að treysta á aðra flokka á borð við Skoska Þjóðarflokkinn og Frjálslynda Demókrata auk annarra til að tryggja sér starfhæfan meirihluta. Ekki er mikil hefð fyrir slíkum meirihlutum í breskum stjórnmálum en Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, hefur gjarnan uppnefnt þetta mögulega bandalag stjórnarandstöðuflokkanna Bandalag glundroðans, eða „the Coalition of Chaos“.Spá YouGov um þingmannafjölda eftir kosningar.Þingmannafjöldi skv. nýjustu spá YouGovCreate column chartsÞá hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki gefið út nein fyrirheit um samstarf og ólíklegt þykir að Skoski Þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir verði beinir þátttakendur í stjórn Verkamannaflokksins heldur væri líklega um minnihlutastjórn að ræða. Þó þykja líkurnar á því afar tæpar. The Guardian tók saman hvaða möguleikar eru í boði eftir kosningar og flestar sviðsmyndirnar gera ráð fyrir áframhaldandi stjórn Íhaldsflokksins.„Elliglapaskattur“ og niðurskurður til lögreglu er May fjötur um fót Þegar Theresa May, forsætisráðherra, boðaði til kosninga fyrir einum og hálfum mánuði síðan bar Íhaldsflokkurinn höfuð og herðar yfir Verkamannaflokkinn og fátt virtist geta komið í veg fyrir stórsigur nú í júní. Hinsvegar hefur Íhaldsflokkurinn ekki átt sjö dagana sæla í kosningabaráttunni þrátt fyrir yfirburði í könnunum. Fylgi flokksins byrjaði að dala og fylgi Verkamannaflokksins tók kipp upp á við þegar hugmyndir íhaldsmanna um að aldraðir greiði sjálfir fyrir heimahjúkrun komst í almenna umræða. Andstæðingar Íhaldsflokksins voru fljótir að stinga upp á hugtakinu „elliglapaskattur“ eða „dementia tax“ í tengslum við hugmyndina. May átti í svo fullu fangi með að berjast við neikvæða umræðu í tengslum við gjaldið að hún varð að lokum afturreka með tillöguna. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Manchester og London hefur umræða um öryggismál og löggæslu komist á flug og eru nú aðalmálefnin tveimur dögum fyrir kosningar. Nú hafa andstæðingar May sakað Íhaldsflokkinn um að grafa undan öryggi íbúa í landinu með niðurskurði til löggæslumála og vilja sumir meina að lögregluþjónum hafi fækkað um 20 þúsund frá því að Íhaldsflokkurinn tók við árið 2010. Þó er harkalega deilt um þessar niðurskurðartölur. Þá hjálpar það ekki Íhaldsflokknum að May var sjálf innanríkisráðherra þegar meintur niðurskurður átti sér stað og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May vegna þessa. Þegar May boðaði til kosninga þann 18. Apríl sýndu skoðanakannanir að flokkur hennar væri með um 25 prósenta forskot á Verkamannaflokkinn. Í röksemdafærslu sinni fyrir því að boða til kosninga sagði hún meðal annars að hún þyrfti aukinn meirihluta og sterkara umboð þjóðarinnar til að geta náð sem bestum samningi við Evrópusambandið vegna Brexit. Ef meirihluti Íhaldsmanna minnkar er ljóst að ætlunarverk May hefur mistekist. „Það er alltaf gott fyrir leiðtoga að hafa umboð fólksins þegar þeir eru að taka veigamiklar ákvarðanir,“ segir Magnús Árni. „Og Theresa May, verði hún áfram forsætisráðherra, stendur frammi fyrir því og þessum samningaviðræðum við Evrópusambandið sem eru framundan um útgöngu Breta. Ef við gefum okkur það að hún vinni þessar kosningar gefur það henni umboð þjóðarinnar til að leiða hana í gegn um þennan tíma. En sá aukni meirihluti sem hún sá fyrir sér verður að öllum líkindum ekki að veruleika. Það yrði í það minnsta mjög skrítið ef að það yrði miðað við þær skoðanakannanir sem við sjáum í dag.“
Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira