Súrkálið er galdurinn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:45 Anna Lára segir fegurð ekki einungis í andliti fólgna heldur vegi innri maður og hjartalag mun þyngra. MYND/EYÞÓR Anna Lára Sigurðardóttir Orlowska hefur verið handhafi glitrandi kórónu ungfrú Íslands síðan hún var krýnd fegurst íslenskra kvenna á ágústkvöldi í fyrra. „Það hefur kennt mér margt um sjálfa mig að vera valin ungfrú Ísland. Í dag er ég óhrædd við að segja og gera það sem mig langar til. Ég er miklu sterkari persóna,“ segir Anna Lára, reynslunni ríkari. Hún segist ekki vera meðvituð um að vera kvenna fegurst á degi hverjum. „Nei, og ég er alltaf að segja að ég sé bara Anna Lára þrátt fyrir að vera með þennan titil. Fegurð er heldur ekki einungis fólgin í ytra útliti því uppspretta hennar er fyrst og fremst í innri manni og ég tel mig vera hjartahlýja og góða manneskju sem kemur fram við aðra af virðingu og kærleika.“ Anna Lára Sigurðardóttir Orlowska tók þátt í Ungfrú Ísland til að láta gott af sér leiða og ná til fleira fólks með boðskap sinn og reynslu.MYND/EYÞÓRBesta fegrunarráðið frá ungfrú Ísland er að brosa. „En ég hugsa vitaskuld vel um heilsuna, rækta kroppinn í World Class og finnst æðislegt að dansa zumba þaðan sem ég kem alltaf út endurnærð og kát. Ég borða líka heilnæmt í flest mál, hafragraut í morgunmat, egg og eitthvað með því í hádegismat og fisk eða góðan kjúklingarétt í kvöldmat. Svo finnst mér auðvitað alltaf gott að fá mér pitsu og súkkulaði þegar sá gállinn er á mér.“ Innt eftir því hvernig hún rækti kvenleikann og hvað kvenleiki sé hjá nútímakonum svarar Anna Lára: „Sjálfri finnst mér gaman að klæða mig í föt sem sýna línurnar og láta mér líða vel og öruggri. Annars er ákaflega mismunandi hvernig við túlkum kvenleika og fyrir mig er það eitt á meðan það er allt annað fyrir aðrar konur. Mestu skiptir að okkur líði vel í eigin skinni.“ Suður-afríska alheimsfegurðardrottningin Rolene Strauss er fyrirmynd Önnu Láru á meðal fegurðardrottninga en hún var krýnd Miss World í Lundúnum árið 2014. „Rolene er einstaklega glæsileg og flott fyrirmynd, rétt eins og ég vil vera fyrir aðrar konur. Ef ég mætti gefa ungum konum heilræði væri það að láta aldrei neitt eða neinn stoppa sig í að láta drauma sína rætast. Hvort sem það er að verða fegurðardrottning, leikstjóri eða flugmaður; það er ekkert til sem konur geta ekki gert.“ Anna Lára tók ákvörðun um að taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands til að ná betur til fólks og stækka sinn heim. „Það hefur klárlega gengið eftir og keppnin hafði þar mikið að segja. Í dag er auðveldara fyrir mig að gera það sem hugur minn stefnir til og ég er óhrædd við að framkvæma það. Mig langar mest af öllu til að hafa góð áhrif út í samfélagið og er einmitt núna farin að vinna sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum þar sem ég miðla minni þekkingu og boðskap áfram. Það er eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri.“Kjólar og kóróna voru eftirlætis klæðnaður Önnu Láru í æsku.Sér ekki eftir neinuÞegar Anna Lára var lítil var hún alltaf í kjólum og með kórónu og varð hálfgerð prinsessa. „Mér hefði þó aldrei dottið í hug þá að ég myndi fara í fegurðarsamkeppni einn daginn en í dag finnst mér auðskiljanlegt að hafa tekið þátt. Ég ætlaði mér að verða allt sem ég gat ímyndað mér. Einn daginn var það leikkona, næsta dag að vinna í blómabúð og hinn daginn eitthvað allt annað. En ég mundi engu vilja breyta úr lífshlaupi mínu eða fortíð því lífsreynslan gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag.“ Spurð hvað sé það fegursta sem sagt hefur verið við ungfrú Ísland svarar hún: „Ég hef þó nokkrum sinnum fengið skilaboð frá ókunnugum mæðrum sem hafa tjáð mér ánægju sína yfir því að dætur þeirra hafi mig sem fyrirmynd. Það gleður hjarta mitt mjög. Það allra mikilvægasta fyrir mig er að koma vel fram og vera stúlkum og öðrum konum góð fyrirmynd.“ Skemmtilegast við fegurðarbransann sé að fá tækifæri til að kynnast konum frá öllum heimshornum. „Þegar ég horfi á heimskortið í dag sé ég ekki lengur lönd heldur andlitin á öllum 120 stelpunum sem voru með mér í Miss World. Það er ómetanlegt og dýrmætt.“Anna Lára krýnd kórónu fegurstu konu Íslands í keppninni MIss World.Elskar pólska súrkáliðAnna Lára er fyrsta konan sem er að hálfu Íslendingur til að vera krýnd fegurst íslenskra kvenna en móðir hennar er pólsk. „Ég er fædd og uppalin á Íslandi og að upplagi mun íslenskari en pólsk en hef að sjálfsögðu tileinkað mér marga góða pólska siði. Ég fer líka reglulega í heimsókn til Póllands og hef gaman af.“ Eftir því var tekið í pólskum fjölmiðlum þegar Anna Lára var krýnd ungfrú Ísland. „Já, það var mikið látið með þetta úti og ég fór til Póllands með kórónuna í sjónvarpsviðtal. Auk þess fékk ég mikið af skilaboðum frá Pólverjum hér heima og úti um hversu stoltir þeir væru af að eiga ungfrú Ísland með pólskt blóð í æðum.“ Anna Lára borðar ekki rjóma og segir það oft valda undrun en hún elskar súrkál eins og aðrir Pólverjar. „Ætli súrkálið sé ekki leyndarmálið á bak við spengilegan vöxt pólskra kvenna. Við elskum öll súrkál enda er það afskaplega heilnæmt og stuðlar að góðri meltingu.“Anna Lára og kærastinn, Nökkvi Fjalar Orrason úr Áttunni.Anna Lára er uppalin í Efra-Breiðholti og búsett í margfrægu Fellahverfinu þar sem hún unir lífinu vel. „Breiðholtið einkennir mig alls ekki umfram annað ungt fólk í öðrum hverfum borgarinnar en það verður samt að viðurkennast að margt fólk í Breiðholti þarf að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir.“ Í frístundum er hún ævintýra- og nýjungagjörn. „Mér finnst gaman að prófa nýjar upplifanir í íslenskri náttúru og hef yndi af frisbígolfi, fjallgöngum og fjórhjólaferðum, og svo ferðalögum um heiminn.“ Hún vonast til að geta ferðast sem mest í sumar og er staðráðin í að hafa gaman af lífinu meðfram vinnu. „Ég hef unnið í stelpuklúbbum í félagsmiðstöðinni Hundrað&ellefu en byrja með nýjan stelpuklúbb í haust. Ég vil taka starfið lengra og vera með minn eigin klúbb svo að allar ungar stelpur sem hafa áhuga geti skráð sig. Efst á listanum er að gifta mig á Havaí og hefur alltaf verið draumurinn. Ég bíð bara eftir að Nökkvi fari niður á skeljarnar!“ segir hún og hlær dillandi hlátri.Anna Lára er á Snapchat: annaorlowska94 og á Instagram: annalaraorlowska. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir Orlowska hefur verið handhafi glitrandi kórónu ungfrú Íslands síðan hún var krýnd fegurst íslenskra kvenna á ágústkvöldi í fyrra. „Það hefur kennt mér margt um sjálfa mig að vera valin ungfrú Ísland. Í dag er ég óhrædd við að segja og gera það sem mig langar til. Ég er miklu sterkari persóna,“ segir Anna Lára, reynslunni ríkari. Hún segist ekki vera meðvituð um að vera kvenna fegurst á degi hverjum. „Nei, og ég er alltaf að segja að ég sé bara Anna Lára þrátt fyrir að vera með þennan titil. Fegurð er heldur ekki einungis fólgin í ytra útliti því uppspretta hennar er fyrst og fremst í innri manni og ég tel mig vera hjartahlýja og góða manneskju sem kemur fram við aðra af virðingu og kærleika.“ Anna Lára Sigurðardóttir Orlowska tók þátt í Ungfrú Ísland til að láta gott af sér leiða og ná til fleira fólks með boðskap sinn og reynslu.MYND/EYÞÓRBesta fegrunarráðið frá ungfrú Ísland er að brosa. „En ég hugsa vitaskuld vel um heilsuna, rækta kroppinn í World Class og finnst æðislegt að dansa zumba þaðan sem ég kem alltaf út endurnærð og kát. Ég borða líka heilnæmt í flest mál, hafragraut í morgunmat, egg og eitthvað með því í hádegismat og fisk eða góðan kjúklingarétt í kvöldmat. Svo finnst mér auðvitað alltaf gott að fá mér pitsu og súkkulaði þegar sá gállinn er á mér.“ Innt eftir því hvernig hún rækti kvenleikann og hvað kvenleiki sé hjá nútímakonum svarar Anna Lára: „Sjálfri finnst mér gaman að klæða mig í föt sem sýna línurnar og láta mér líða vel og öruggri. Annars er ákaflega mismunandi hvernig við túlkum kvenleika og fyrir mig er það eitt á meðan það er allt annað fyrir aðrar konur. Mestu skiptir að okkur líði vel í eigin skinni.“ Suður-afríska alheimsfegurðardrottningin Rolene Strauss er fyrirmynd Önnu Láru á meðal fegurðardrottninga en hún var krýnd Miss World í Lundúnum árið 2014. „Rolene er einstaklega glæsileg og flott fyrirmynd, rétt eins og ég vil vera fyrir aðrar konur. Ef ég mætti gefa ungum konum heilræði væri það að láta aldrei neitt eða neinn stoppa sig í að láta drauma sína rætast. Hvort sem það er að verða fegurðardrottning, leikstjóri eða flugmaður; það er ekkert til sem konur geta ekki gert.“ Anna Lára tók ákvörðun um að taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands til að ná betur til fólks og stækka sinn heim. „Það hefur klárlega gengið eftir og keppnin hafði þar mikið að segja. Í dag er auðveldara fyrir mig að gera það sem hugur minn stefnir til og ég er óhrædd við að framkvæma það. Mig langar mest af öllu til að hafa góð áhrif út í samfélagið og er einmitt núna farin að vinna sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum þar sem ég miðla minni þekkingu og boðskap áfram. Það er eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri.“Kjólar og kóróna voru eftirlætis klæðnaður Önnu Láru í æsku.Sér ekki eftir neinuÞegar Anna Lára var lítil var hún alltaf í kjólum og með kórónu og varð hálfgerð prinsessa. „Mér hefði þó aldrei dottið í hug þá að ég myndi fara í fegurðarsamkeppni einn daginn en í dag finnst mér auðskiljanlegt að hafa tekið þátt. Ég ætlaði mér að verða allt sem ég gat ímyndað mér. Einn daginn var það leikkona, næsta dag að vinna í blómabúð og hinn daginn eitthvað allt annað. En ég mundi engu vilja breyta úr lífshlaupi mínu eða fortíð því lífsreynslan gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag.“ Spurð hvað sé það fegursta sem sagt hefur verið við ungfrú Ísland svarar hún: „Ég hef þó nokkrum sinnum fengið skilaboð frá ókunnugum mæðrum sem hafa tjáð mér ánægju sína yfir því að dætur þeirra hafi mig sem fyrirmynd. Það gleður hjarta mitt mjög. Það allra mikilvægasta fyrir mig er að koma vel fram og vera stúlkum og öðrum konum góð fyrirmynd.“ Skemmtilegast við fegurðarbransann sé að fá tækifæri til að kynnast konum frá öllum heimshornum. „Þegar ég horfi á heimskortið í dag sé ég ekki lengur lönd heldur andlitin á öllum 120 stelpunum sem voru með mér í Miss World. Það er ómetanlegt og dýrmætt.“Anna Lára krýnd kórónu fegurstu konu Íslands í keppninni MIss World.Elskar pólska súrkáliðAnna Lára er fyrsta konan sem er að hálfu Íslendingur til að vera krýnd fegurst íslenskra kvenna en móðir hennar er pólsk. „Ég er fædd og uppalin á Íslandi og að upplagi mun íslenskari en pólsk en hef að sjálfsögðu tileinkað mér marga góða pólska siði. Ég fer líka reglulega í heimsókn til Póllands og hef gaman af.“ Eftir því var tekið í pólskum fjölmiðlum þegar Anna Lára var krýnd ungfrú Ísland. „Já, það var mikið látið með þetta úti og ég fór til Póllands með kórónuna í sjónvarpsviðtal. Auk þess fékk ég mikið af skilaboðum frá Pólverjum hér heima og úti um hversu stoltir þeir væru af að eiga ungfrú Ísland með pólskt blóð í æðum.“ Anna Lára borðar ekki rjóma og segir það oft valda undrun en hún elskar súrkál eins og aðrir Pólverjar. „Ætli súrkálið sé ekki leyndarmálið á bak við spengilegan vöxt pólskra kvenna. Við elskum öll súrkál enda er það afskaplega heilnæmt og stuðlar að góðri meltingu.“Anna Lára og kærastinn, Nökkvi Fjalar Orrason úr Áttunni.Anna Lára er uppalin í Efra-Breiðholti og búsett í margfrægu Fellahverfinu þar sem hún unir lífinu vel. „Breiðholtið einkennir mig alls ekki umfram annað ungt fólk í öðrum hverfum borgarinnar en það verður samt að viðurkennast að margt fólk í Breiðholti þarf að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir.“ Í frístundum er hún ævintýra- og nýjungagjörn. „Mér finnst gaman að prófa nýjar upplifanir í íslenskri náttúru og hef yndi af frisbígolfi, fjallgöngum og fjórhjólaferðum, og svo ferðalögum um heiminn.“ Hún vonast til að geta ferðast sem mest í sumar og er staðráðin í að hafa gaman af lífinu meðfram vinnu. „Ég hef unnið í stelpuklúbbum í félagsmiðstöðinni Hundrað&ellefu en byrja með nýjan stelpuklúbb í haust. Ég vil taka starfið lengra og vera með minn eigin klúbb svo að allar ungar stelpur sem hafa áhuga geti skráð sig. Efst á listanum er að gifta mig á Havaí og hefur alltaf verið draumurinn. Ég bíð bara eftir að Nökkvi fari niður á skeljarnar!“ segir hún og hlær dillandi hlátri.Anna Lára er á Snapchat: annaorlowska94 og á Instagram: annalaraorlowska.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira