Moka upp 15 þúsund rúmmetrum á sólarhring Sólveig Gísladóttir skrifar 30. maí 2017 17:00 Dýpkunarskipið að störfum í Landeyjahöfn. Belgíska fyrirtækið Jan De Nul sér um dýpkun Landeyjahafnar. Sérútbúið skip dælir jarðefnum úr höfninni á vorin og haustin þegar sandburður er sem mestur. Skipið mokar upp um 15 þúsund rúmmetrum á sólarhring. Jan De Nul gerði viðhaldssamning vegna Landeyjahafnar árið 2015 og hóf starfsemi við höfnina í september það ár. Upphaflegur samningur hljóðaði upp á þrjú tímabil en samningurinn hefur síðan verið lengdur og hefur þegar verið samið um veru Jan De Nul í Landeyjahöfn frá febrúar 2018 til maí 2018,“ segir Mark Proctor, verkefnastjóri Jan De Nul á Íslandi. Á fyrsta tímabilinu var notast við skipið TSHD Tacolla en síðan þá hefur skipið TSHD Galilei 2000 verið notað við dýpkun hafnarinnar þar sem það þótti hentugra. Einnig gerði tæknisvið Jan De Nul breytingar á skipinu til að það næði til fjarlægustu horna í höfninni. Skipverjar Galilei eru 15 sem starfa í sex vikur í senn. Dýpkunaraðgerðir fara fram frá febrúar og fram í maí og frá september fram í nóvember. „Á þessum tíma eru unnið daglega eftir því sem veður leyfir og þá unnið allan sólarhringinn,“ útskýrir Mark. Aðaldýpkunaraðgerðir fara fram á vorin og haustin. „Veðrið á vorin og haustin er líklegast til að draga sand inn í höfnina enda stormar tíðir. Minni líkur eru á sandsöfnun í höfninni á rólegri sumarmánuðum og því þarf ekki stöðugt viðhald á þeim tíma,“ lýsir Mark. Hann bendir á að þegar sjórinn nái yfir þriggja metra ölduhæð aukist sandflæði til muna inn í höfnina. „Hins vegar höfum við einnig séð hið gagnstæða. Í sumum stormum hefur efni úr höfninni flotið út úr henni. Þetta fer allt eftir vindátt og styrk stormsins.“ Frá því Jan De Nul tók við dýpkun Landeyjahafnar árið 2015 hefur einni milljón rúmmetra af efni verið dælt upp úr höfninni og aðliggjandi svæðum. „Á einum sólarhring getur dýpkunarskipið mokað upp um 15 þúsund rúmmetrum.“ Mark segir verkefnið í Landeyjahöfn að mörgu leyti krefjandi og þar spili íslenska veðráttan stóran þátt. „Að starfa innan hafnar sem er í fullri notkun getur verið erfitt auk þess sem það getur verið krefjandi að vinna í svo mikilli nálægð við hafnargarðinn,“ lýsir hann. Hins vegar hafi starfmenn Jan De Nul mikla reynslu af keimlíkum aðstæðum en fyrirtækið hefur starfað við viðamikil verkefni á borð við Palm Island II í Dúbaí, Chek Lap Kok flugvöllinn sem er í Hong Kong og nýja Súesskurðinn í Egyptalandi. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Belgíska fyrirtækið Jan De Nul sér um dýpkun Landeyjahafnar. Sérútbúið skip dælir jarðefnum úr höfninni á vorin og haustin þegar sandburður er sem mestur. Skipið mokar upp um 15 þúsund rúmmetrum á sólarhring. Jan De Nul gerði viðhaldssamning vegna Landeyjahafnar árið 2015 og hóf starfsemi við höfnina í september það ár. Upphaflegur samningur hljóðaði upp á þrjú tímabil en samningurinn hefur síðan verið lengdur og hefur þegar verið samið um veru Jan De Nul í Landeyjahöfn frá febrúar 2018 til maí 2018,“ segir Mark Proctor, verkefnastjóri Jan De Nul á Íslandi. Á fyrsta tímabilinu var notast við skipið TSHD Tacolla en síðan þá hefur skipið TSHD Galilei 2000 verið notað við dýpkun hafnarinnar þar sem það þótti hentugra. Einnig gerði tæknisvið Jan De Nul breytingar á skipinu til að það næði til fjarlægustu horna í höfninni. Skipverjar Galilei eru 15 sem starfa í sex vikur í senn. Dýpkunaraðgerðir fara fram frá febrúar og fram í maí og frá september fram í nóvember. „Á þessum tíma eru unnið daglega eftir því sem veður leyfir og þá unnið allan sólarhringinn,“ útskýrir Mark. Aðaldýpkunaraðgerðir fara fram á vorin og haustin. „Veðrið á vorin og haustin er líklegast til að draga sand inn í höfnina enda stormar tíðir. Minni líkur eru á sandsöfnun í höfninni á rólegri sumarmánuðum og því þarf ekki stöðugt viðhald á þeim tíma,“ lýsir Mark. Hann bendir á að þegar sjórinn nái yfir þriggja metra ölduhæð aukist sandflæði til muna inn í höfnina. „Hins vegar höfum við einnig séð hið gagnstæða. Í sumum stormum hefur efni úr höfninni flotið út úr henni. Þetta fer allt eftir vindátt og styrk stormsins.“ Frá því Jan De Nul tók við dýpkun Landeyjahafnar árið 2015 hefur einni milljón rúmmetra af efni verið dælt upp úr höfninni og aðliggjandi svæðum. „Á einum sólarhring getur dýpkunarskipið mokað upp um 15 þúsund rúmmetrum.“ Mark segir verkefnið í Landeyjahöfn að mörgu leyti krefjandi og þar spili íslenska veðráttan stóran þátt. „Að starfa innan hafnar sem er í fullri notkun getur verið erfitt auk þess sem það getur verið krefjandi að vinna í svo mikilli nálægð við hafnargarðinn,“ lýsir hann. Hins vegar hafi starfmenn Jan De Nul mikla reynslu af keimlíkum aðstæðum en fyrirtækið hefur starfað við viðamikil verkefni á borð við Palm Island II í Dúbaí, Chek Lap Kok flugvöllinn sem er í Hong Kong og nýja Súesskurðinn í Egyptalandi.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira