Segir stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerð blygðunarlaust á börn á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2017 20:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. vísir/stefán Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20
Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00