Vísbendingar um slæm áhrif samfélagsmiðla á íslensk pör Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2017 14:30 Niðurstöðurnar eru nokkuð athyglisverðar. „Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira