Vísbendingar um slæm áhrif samfélagsmiðla á íslensk pör Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2017 14:30 Niðurstöðurnar eru nokkuð athyglisverðar. „Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Mikilvægt er að takmarka tímann sem við eyðum á samfélagsmiðlum, verum meðvituð um að færslur fólks eru oftar en ekki glansmynd af lífi þess. Þannig ekki setja óraunhæfar væntingar á þitt samband með því að bera það saman við sambönd annarra,“ segir háskólaneminn Júlía Guðbjörnsdóttir sem skoðaði áhrif samfélagsmiðla á sambönd í lokaritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Áhrif samfélagsmiðla á sambönd. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sláandi. Júlía telur að með því að vera meðvitaðar um áhrif samfélagsmiðla á sambönd, er möguleiki að draga úr neikvæðu áhrifum þeirra. Hún segir að vantraust í garð maka vegna samfélagsmiðla sé meira hjá þeim sem séu yngri. „Hins vegar er alveg ljóst að neikvæð áhrif þeirra á sambönd eru augljós. Lygar, tortryggni og jafnvel njósnir er eitthvað sem virðist í auknum mæli vera hluti af daglegu lífi para. Ef rýnt er í niðurstöðurnar og kafað dýpra má t.d. sjá að rifrildi um notkun samfélagsmiðla minnkar með hækkandi aldri.“ Ritgerðin fjallar um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefur á samband fólks. Margir tengja eflaust við niðurstöður Júlíu og virðist sem svo að lítið traust sé á milli fólks þegar kemur að samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar eru tiltölulega nýtt fyrirbæri. Tímarnir breytast, samskipti í eigin persónu eru á undanhaldi og nú fara meirihluti samskipta okkar fram í gegnum samfélagsmiðla. Þegar þú hefur möguleika á að fletta upp og eiga samskipti við hvern sem er í heiminum á aðeins nokkrum sekúndum, hvaða áhrif hefur það á einkalífið? Hvaða áhrif hefur það á samband þitt?Um rannsókninaEfnið hefur lítið verið rannsakað hingað til enda viðfangsefnið frekar nýlegt. Alls var úrtakið 1720 manns á aldrinum 18-35 ára og eru í sambandi. 83 prósent af þeim sem tóku þátt í könnuninni eru konur og 17 prósent karlmenn.Hér má kynna sér rannsóknina í heild sinni en hér að neðan má sjá nokkrar fróðlegar niðurstöður.Ég hef upplifað afbrýðissemi vegna einhvers sem ég sá á samfélagsmiðli maka míns Þeir einstaklingar sem voru á aldrinum 18-23 ára voru líklegri til að hafa upplifað afbrýðisemi vegna einhvers sem þau sáu á samfélagsmiðlum maka síns.Ég hef falið eitthvað fyrir maka mínum á samfélagsmiðlumÞeir sem eyða lengri tíma á samfélagsmiðlum eru líklegri til að hafa falið eitthvað á samfélagsmiðlum fyrir maka sínum. 39% þeirra sem eyða 7 klst eða meira á samfélagsmiðlum höfðu falið eitthvað fyrir maka sínum á samfélagsmiðlum.Hefur þú farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka þíns í leyfisleysi?Mun fleiri konur en karlar hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi eða 45% kvenna og 30% karla. Því meiri tíma sem þú eyðir á samfélagsmiðlum, því líklegri er einstaklingur til að hafa farið inn á samfélagsmiðil/miðla maka síns í leyfisleysi.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira