Tveir kaffibollar á dag gætu komið í veg fyrir lifrarkrabbamein Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 11:50 Niðurstöður rannsóknarinnar eru gleðitíðindi fyrir þá sem eru hrifnir af kaffi. Vísir/Getty Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“ Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira