Tveir kaffibollar á dag gætu komið í veg fyrir lifrarkrabbamein Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 11:50 Niðurstöður rannsóknarinnar eru gleðitíðindi fyrir þá sem eru hrifnir af kaffi. Vísir/Getty Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“ Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Fólk sem drekkur kaffi er í töluvert minni hættu á að fá krabbamein í lifur en fólk sem drekkur ekkert kaffi. Þetta kemur fram í greiningu á gögnum úr 26 rannsóknum en samanlagður fjöldi þátttakenda er rúmar 2 milljónir. Sérfræðingar úr Háskólanum í Southampton og Edinborgarháskóla sáu um túlkun gagnanna. The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem drekka einn kaffibolla á dag 20 prósent ólíklegri til að þróa með sér HCC, algengustu gerð lifrarkrabbameins, en þeir sem drekka ekkert kaffi. Þá voru þeir sem drekka tvo kaffibolla á dag 35 prósent ólíklegri til að fá krabbameinið og þeir sem drekka fimm bolla eru 50 prósent ólíklegri. Koffínlaust kaffi hafði sambærileg áhrif, þó þau hafi verið öllu vægari en í tilfelli þeirra sem drekka kaffi með koffíni. Túlkun gagnanna leið þó fyrir það að „nákvæm skilgreining á „kaffi“ er ekki til.“ „Kaffi er talið hafa fjölbreyt og jákvæð áhrif á heilsufar og þessar niðurstöður benda til þess að það gæti haft töluverð áhrif á þá áhættuþætti er koma að lifrarkrabbameini,“ sagði Oliver Kennedy, sem fór fyrir rannsóknarteyminu í Háskólanum í Southampton. Hann varaði þó við því að fólk hæfi óhóflega kaffidrykkju og segir að betur þurfi að rannsaka mögulegan skaða sem mikil neysla koffíns hefur í för með sér. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar eru þó gleðifréttir fyrir þá sem þykir morgunbollinn góður. „Rannsóknir okkar renna stoðum undir það að kaffi getur verið dásamlegt náttúrulegt lyf – í hófi.“
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira