Taka vel í áskorun Trump um aukin framlög til NATO Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var viðstaddur vígslu nýrra höfuðstöðva NATO ásamt öðrum leiðtogum bandalagsins í gær. Visir/EPA Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins funduðu í Brussel í gær þar sem nýjar höfustöðvar bandalagsins voru vígðar. Leiðtogarnir sammældust þá meðal annars á fundinum um að bandalagið hefði formlega þátttöku í stríðinu gegn vígasamtökunum ISIS. Ákvörðun, sem er þó að mestu táknræn.Donald trump, Bandaríkjaforseti, ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.Vísir/EPAVið afhjúpun á listaverki, sem byggt er úr brotum Berlínarmúrsins og Tvíburaturnanna, við nýju höfuðstöðvarnar ávarpaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti leiðtoga bandalagsins. Þar minnti hann á áskorun sína um að aðildarríki bandalagsins greiði skyldubundin 2 prósent af útgjöldum ríkisins í sjóði bandalagsins. „23 af 28 aðildarríkjum eru ekki að greiða það sem þau eiga að greiða fyrir varnir sínar,“ sagði Trump. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart skattgreiðendum í Bandaríkjunum og margar þessara þjóða skulda fúlgu fjármagns frá fyrri árum.“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var staddur á fundinum. Hann segist hafa komið því áleiðis að íslendingar taki vel í áskorun Bandaríkjaforseta og þegar liggur fyrir samþykki aðildarríkjana um aukin fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins. „Það hefur á fyrri fundi verið samþykkt að menn færi sig yfir tíma í átt að [tveggja prósenta markmiðinu],“ segir Bjarni. „Tölurnar sýna það að ríki Atlantshafsbandalagsins eru að auka við sig og það erum við sömuleiðis að gera. Það hefur ríkt skilningur gagnvart Íslandi sem herlausri þjóð og það gilda kannski sérstök sjónarmið um stöðu slíkra ríkja. Engu að síður höfum við tekið vel í það að auka við stuðninginn vegna þess að það er mikilvægt til að tryggja frið, öryggi og varnir í okkar heimshluta,“ segir hann.Framlög aðildarríkja til NATO sem hlutfall af landsframleiðslu 2016Framlög til NATO sem hlutfall af landsframleiðsluCreate column chartsFramlög Íslands til Atlantshafsbandalagsins hafa verið nokkuð stöðug undanfarin ár en lækkuðu úr rúmum 269 milljónum króna í rúmar 188 milljónir króna milli áranna 2015 og 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi eiga framlög Íslands í samstarf um öryggis- og varnarmál að nema 1550 milljónum króna en nam 1154 milljónum króna árið 2016. Framlög til utanríkismála almennt eru rúmir 13.5 milljarðar króna í ár og er 1,8 prósent af útgjöldum ríkssjóðs. Ljóst er að útgjöld íslands til bandalagsins eru langt undir væntingum Bandaríkjaforseta en Ísland rekur lestina varðandi hlutfallsleg framlög til NATO. Þá átti Bjarni fund með jens Stoltenberg í morgun og fóru þeir yfir stöðu bandalagsins og Íslands innan þess. „Við vorum að gera upp fundinn í gær og ræða þessar áherslur sem NATO er að beita sér fyrir um þessar mundir sem er átak til að sporna við hryðjuverkum,“ segir hann. „Síðan er það auðvitað fjármögnun Atlantshafsbandalagsins sem var á dagskrá á þessum fundi. Áður fór góður tími á okkar fundi í að ræða framlag Íslands, okkar hlutverk og okkar stöðu í okkar heimshluta.“Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, á fundinum.Nordicphotos/AfpÍ nýlegri skýrslu um stöðu utanríkismála sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti fyrir Alþingi í mánuðinum kemur fram að Ísland er að auka skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Íslensk stjórnvöld hafa meðal annars fjölgað borgaralegum sérfræðingum í störfum innan bandalagsins og aukið við gistiríkisstuðning á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Rekstur varnarmannvirkja á öryggissvæðinu og starfræksla ratsjárkerfisins, sem nær yfir umfangsmikið svæði á Norður-Atlantshafinu, er veigamikill þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins,“ segir í skýrslunni. Þá er nokkuð um sameiginlegar varnaræfingar á Íslandi í sumar og á næsta ári. Kafbátarleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram sumarið 2017 og varnaræfingin Trident Juncture verður haldin haustið 2018. Ísland tekur þá árlega þátt í Northern Challenge æfingunni en markmið hennar er að æfa sprengjueyðingu og viðbrögð við hryðjuverkum.Framlög Íslands til NATO frá 2010 í m.krFramlög Íslands til NATO í m.krCreate column charts Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins funduðu í Brussel í gær þar sem nýjar höfustöðvar bandalagsins voru vígðar. Leiðtogarnir sammældust þá meðal annars á fundinum um að bandalagið hefði formlega þátttöku í stríðinu gegn vígasamtökunum ISIS. Ákvörðun, sem er þó að mestu táknræn.Donald trump, Bandaríkjaforseti, ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.Vísir/EPAVið afhjúpun á listaverki, sem byggt er úr brotum Berlínarmúrsins og Tvíburaturnanna, við nýju höfuðstöðvarnar ávarpaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti leiðtoga bandalagsins. Þar minnti hann á áskorun sína um að aðildarríki bandalagsins greiði skyldubundin 2 prósent af útgjöldum ríkisins í sjóði bandalagsins. „23 af 28 aðildarríkjum eru ekki að greiða það sem þau eiga að greiða fyrir varnir sínar,“ sagði Trump. „Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart skattgreiðendum í Bandaríkjunum og margar þessara þjóða skulda fúlgu fjármagns frá fyrri árum.“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, var staddur á fundinum. Hann segist hafa komið því áleiðis að íslendingar taki vel í áskorun Bandaríkjaforseta og þegar liggur fyrir samþykki aðildarríkjana um aukin fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins. „Það hefur á fyrri fundi verið samþykkt að menn færi sig yfir tíma í átt að [tveggja prósenta markmiðinu],“ segir Bjarni. „Tölurnar sýna það að ríki Atlantshafsbandalagsins eru að auka við sig og það erum við sömuleiðis að gera. Það hefur ríkt skilningur gagnvart Íslandi sem herlausri þjóð og það gilda kannski sérstök sjónarmið um stöðu slíkra ríkja. Engu að síður höfum við tekið vel í það að auka við stuðninginn vegna þess að það er mikilvægt til að tryggja frið, öryggi og varnir í okkar heimshluta,“ segir hann.Framlög aðildarríkja til NATO sem hlutfall af landsframleiðslu 2016Framlög til NATO sem hlutfall af landsframleiðsluCreate column chartsFramlög Íslands til Atlantshafsbandalagsins hafa verið nokkuð stöðug undanfarin ár en lækkuðu úr rúmum 269 milljónum króna í rúmar 188 milljónir króna milli áranna 2015 og 2016. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi eiga framlög Íslands í samstarf um öryggis- og varnarmál að nema 1550 milljónum króna en nam 1154 milljónum króna árið 2016. Framlög til utanríkismála almennt eru rúmir 13.5 milljarðar króna í ár og er 1,8 prósent af útgjöldum ríkssjóðs. Ljóst er að útgjöld íslands til bandalagsins eru langt undir væntingum Bandaríkjaforseta en Ísland rekur lestina varðandi hlutfallsleg framlög til NATO. Þá átti Bjarni fund með jens Stoltenberg í morgun og fóru þeir yfir stöðu bandalagsins og Íslands innan þess. „Við vorum að gera upp fundinn í gær og ræða þessar áherslur sem NATO er að beita sér fyrir um þessar mundir sem er átak til að sporna við hryðjuverkum,“ segir hann. „Síðan er það auðvitað fjármögnun Atlantshafsbandalagsins sem var á dagskrá á þessum fundi. Áður fór góður tími á okkar fundi í að ræða framlag Íslands, okkar hlutverk og okkar stöðu í okkar heimshluta.“Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, á fundinum.Nordicphotos/AfpÍ nýlegri skýrslu um stöðu utanríkismála sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti fyrir Alþingi í mánuðinum kemur fram að Ísland er að auka skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Íslensk stjórnvöld hafa meðal annars fjölgað borgaralegum sérfræðingum í störfum innan bandalagsins og aukið við gistiríkisstuðning á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Rekstur varnarmannvirkja á öryggissvæðinu og starfræksla ratsjárkerfisins, sem nær yfir umfangsmikið svæði á Norður-Atlantshafinu, er veigamikill þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins,“ segir í skýrslunni. Þá er nokkuð um sameiginlegar varnaræfingar á Íslandi í sumar og á næsta ári. Kafbátarleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram sumarið 2017 og varnaræfingin Trident Juncture verður haldin haustið 2018. Ísland tekur þá árlega þátt í Northern Challenge æfingunni en markmið hennar er að æfa sprengjueyðingu og viðbrögð við hryðjuverkum.Framlög Íslands til NATO frá 2010 í m.krFramlög Íslands til NATO í m.krCreate column charts
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira