Landlækni líst vel á að setja stjórn yfir Landspítalann Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. maí 2017 19:00 Landlækni líst vel á hugmyndir um að setja ytri stjórn yfir Landspítalann. Hann segir að hafi stjórnin faglega og stjórnunarlega þyngd yrði það góður stuðningur fyrir stjórnendur Landspítalans í framtíðarstarfi. Tillaga Nichole Leigh Mosty, formanns Velferðarnefndar Alþingis, og meirihluta fjárlaganefndar um að skipa sérstaka stjórn yfir Landspítalann er umdeild. Nichole var meðal annars sökuð um vantraust í garð stjórnenda spítalans en í fréttum Stöðvar 2 í gær vísaði hún því á bug og sagði tilganginn með stjórninni einmitt að styrkja stjórnun spítalans. Málið var til umræðu á Alþingi í dag og sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að hugmyndin væri ógeðfelld aðför að spítalanum. Birgir Jakobsson landlæknir er á öðru máli. „Mér líst bara vel á þá hugmynd. Það fer náttúrlega verulega eftir því hvernig sú stjórn er samansett, en ef að hér er um að ræða stjórn sem hefur faglega og stjórnunarlega þyngd, þá held ég að það sé bara gott mál og ætti að vera góður stuðningur fyrir stjórn Landspítalans í framtíðarstarfi,“ segir hann. Birgir segir að þungamiðjan yrði þó að vera að stjórnin yrði faglega skipuð en ekki pólitískt og að hún þyrfti að hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og rekstri. „Mín reynsla af svona stjórn, eins og ég hef haft sjálfur sem sjúkrahússtjóri, hún er íraunverulega tvíþætt. Annars vegar er það ákveðinn stuðningur í að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem stýra fjárveitingum til spítalans. Og hins vegar líka aukið aðhald að stjórn spítalans, að sinna þeim málum sem virkilega þarf að sinna. Og mér hefur bara fundist það vera gott mál,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Ógeðfelld aðför stjórnarliða að spítalanum, segir þingmaður VG. 26. maí 2017 11:28 Vísar vantrausti í garð stjórnenda Landspítalans á bug Formaður velferðarnefndar Alþingis er sökuð um vantraust í garð stjórnenda Landspítalans með tillögu um að skipuð verði sérstök stjórn yfir spítalann. Hún vísar því á bug og segir að tillagan gangi út á að styrkja stjórnun spítalans. 25. maí 2017 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Landlækni líst vel á hugmyndir um að setja ytri stjórn yfir Landspítalann. Hann segir að hafi stjórnin faglega og stjórnunarlega þyngd yrði það góður stuðningur fyrir stjórnendur Landspítalans í framtíðarstarfi. Tillaga Nichole Leigh Mosty, formanns Velferðarnefndar Alþingis, og meirihluta fjárlaganefndar um að skipa sérstaka stjórn yfir Landspítalann er umdeild. Nichole var meðal annars sökuð um vantraust í garð stjórnenda spítalans en í fréttum Stöðvar 2 í gær vísaði hún því á bug og sagði tilganginn með stjórninni einmitt að styrkja stjórnun spítalans. Málið var til umræðu á Alþingi í dag og sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að hugmyndin væri ógeðfelld aðför að spítalanum. Birgir Jakobsson landlæknir er á öðru máli. „Mér líst bara vel á þá hugmynd. Það fer náttúrlega verulega eftir því hvernig sú stjórn er samansett, en ef að hér er um að ræða stjórn sem hefur faglega og stjórnunarlega þyngd, þá held ég að það sé bara gott mál og ætti að vera góður stuðningur fyrir stjórn Landspítalans í framtíðarstarfi,“ segir hann. Birgir segir að þungamiðjan yrði þó að vera að stjórnin yrði faglega skipuð en ekki pólitískt og að hún þyrfti að hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og rekstri. „Mín reynsla af svona stjórn, eins og ég hef haft sjálfur sem sjúkrahússtjóri, hún er íraunverulega tvíþætt. Annars vegar er það ákveðinn stuðningur í að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem stýra fjárveitingum til spítalans. Og hins vegar líka aukið aðhald að stjórn spítalans, að sinna þeim málum sem virkilega þarf að sinna. Og mér hefur bara fundist það vera gott mál,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir.
Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Ógeðfelld aðför stjórnarliða að spítalanum, segir þingmaður VG. 26. maí 2017 11:28 Vísar vantrausti í garð stjórnenda Landspítalans á bug Formaður velferðarnefndar Alþingis er sökuð um vantraust í garð stjórnenda Landspítalans með tillögu um að skipuð verði sérstök stjórn yfir spítalann. Hún vísar því á bug og segir að tillagan gangi út á að styrkja stjórnun spítalans. 25. maí 2017 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00
„Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Ógeðfelld aðför stjórnarliða að spítalanum, segir þingmaður VG. 26. maí 2017 11:28
Vísar vantrausti í garð stjórnenda Landspítalans á bug Formaður velferðarnefndar Alþingis er sökuð um vantraust í garð stjórnenda Landspítalans með tillögu um að skipuð verði sérstök stjórn yfir spítalann. Hún vísar því á bug og segir að tillagan gangi út á að styrkja stjórnun spítalans. 25. maí 2017 19:00