Hoppukastali fullur af börnum féll saman: „Það þarf alltaf að fylgjast með“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 11:43 Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira