Innlent

Einstakt samband barns og lambs

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Á Söndum er um 400 fjár, sauðburður er nánast búin og flestar ærnar komnar á túnin með lömbin sín. Eitt lamb býr þó inn á heimili þeirra Guðrúnar Hálfdánardóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar sem eru bændur í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu.

Einstakt samband hefur myndast á milli lambsins og fjögurra mánaða stúlku á bænum. Lambið harðneitar að vera í fjárhúsinu með hinum lömbunum enda vill það helst sofa og hvíla sig hjá stelpunni inn í bæ. Hekla Guðrún Sigurðardóttir, fjögurra mánaða og Lúlli eru einstaklega góðir vinir,   bæði með sínar bleijur og vilja helst bara vera saman inn í stofu á Söndum.

Vísir mælir eindregið með þessu krúttlega myndbroti hér að ofan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×