Íslenski boltinn

Milos um agabrot Efete: Get ekki haft menn í byrjunarliðinu sem mæta ekki á réttum tíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milos var gestur í þættinum 1 á 1 í vikunni.
Milos var gestur í þættinum 1 á 1 í vikunni. vísir/stöð 2 sport
„Það er mjög mikilvægt að vinna okkar leiki á heimavelli og hér voru frábærar aðstæður og völlurinn flottur. Aðal markmiðið hjá okkur var að ná í þrjú stig,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Blika, eftir sigurinn en hann var að stýra Breiðablik í sínum fyrsta leik.

Breiðablik vann Víking Ó., 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið er nú komið með sex stig eftir tvo sigurleiki í röð. 

„Víkingsliðið var mjög gott og ég verð að fá að hrósa þeim fyrir frábæra spilamennsku. Þeir sýndu mikla baráttu og ég hugsa að þeir verði flottir í sumar.“

Milos segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið nokkuð góður hjá Blikum.

„Ég er í raun mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, alveg þangað til við fengum á okkur mark. Spennustigið var kannski of hátt fyrstu fimm mínúturnar þar sem menn vildi sýna sig fyrir nýjum þjálfara. Það er mjög algengt en þeir stóðu sig vel.“

Hann segir að leikmenn liðsins eigi vissulega eftir að venjast honum og hann þeim.

„Eftir að þeir minnka muninn var leikurinn bara mikil barátta inni á miðjunni og við kannski líklegri til þess að skora.“

Michee Efete, leikmaður Blika, átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld en hann mætti og seint á Kópvogsvöll og byrjaði því ekki leikinn.

„Ég get bara ekki sett menn í liðið ef þú mætir ekki á ákveðnum tíma þegar það er settur fundur. Kannski var þetta misskilningur, ég tala serbnesku, hann ensku. Línurnar eiga að vera eins fyrir alla. Sumir kvarta yfir því að ég sé agaður en ég veit að maður nær engum árangri nema það sé agi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×