Innflytjendur allt að fjórðungur nemenda Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Af 140 nemendum í grunnskólanum á Eskifirði eru 34 sem eiga annaðhvort annað eða bæði foreldri af erlendum uppruna. vísir/gva Víða í sjávarplássum á landsbyggðinni er hlutfall nemenda af erlendum uppruna allt að fimmtungur eða jafnvel fjórðungur grunnskólanema. Hátt hlutfall erlendra nema hefur áhrif á niðurstöðu skóla utan höfuðborgarsvæðisins á samræmdum prófum. Þetta segir Gústaf Gústafsson, skólastjóri á Patreksfirði, í samtali við Fréttablaðið. Um 20 prósent nemenda í hans skóla eru af erlendum uppruna. „Það eru að megninu til Pólverjar og svo Portúgalar. Við erum með einn frá Suður-Afríku og einn frá Taílandi, þannig að það er mikil flóra,“ segir Gústaf. Hann segir að það þurfi að horfa sérstaklega á þennan nemendahóp. „Reyndar fáum við mikinn stuðning en það tekur tíma. Í sumum tilfellum koma þau nánast ótalandi á málið og þá tekur ákveðinn tíma að komast inn í málið og geta spreytt sig,“ segir hann. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa nemendur á landsbyggðinni verr á samræmdum prófum en nemendur í höfuðborginni. Bilið þar á milli virðist vera að breikka. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að á landsbyggðinni væru skólar sem hugsanlega fengju ekki jafn góða þjónustu og stuðning og á höfuðborgarsvæðinu. Smærri sveitarfélög ættu erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. „Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,“ bætti hann við Gústaf segir Patreksskóla fá mikinn stuðning. „Okkur hefur ekki skort þann stuðning sem við höfum þurft á að halda. „Hins vegar eru kannski fimm til sex nemendur í hverjum árgangi í svona litlum sveitarfélögum. Og það þarf ekki nema að tveir séu undir meðalárangri, þá er meðaltalið dottið niður. Þeir birta reyndar ekki niðurstöður þar sem nemendur eru undir tíu en á fjórðungsmeðaltalinu kemur þetta fram.“ Í grunnskólanum á Eskifirði eru 34 nemendur af 140, eða um fjórðungur, sem eiga annaðhvort annað foreldrið eða bæði af erlendum uppruna. „Það breytir svolítið stöðunni, en þessir krakkar eru yfirleitt mjög duglegir,“ segir Hilmar Sigurjónsson skólastjóri. Hann segir enga eina skýringu vera á því að skólum utan höfuðborgarinnar gengur ekki betur. Það séu nokkrar samhangandi skýringar. Vissulega fái skólar utan höfuðborgarsvæðisins misjafnlega mikinn stuðning. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Víða í sjávarplássum á landsbyggðinni er hlutfall nemenda af erlendum uppruna allt að fimmtungur eða jafnvel fjórðungur grunnskólanema. Hátt hlutfall erlendra nema hefur áhrif á niðurstöðu skóla utan höfuðborgarsvæðisins á samræmdum prófum. Þetta segir Gústaf Gústafsson, skólastjóri á Patreksfirði, í samtali við Fréttablaðið. Um 20 prósent nemenda í hans skóla eru af erlendum uppruna. „Það eru að megninu til Pólverjar og svo Portúgalar. Við erum með einn frá Suður-Afríku og einn frá Taílandi, þannig að það er mikil flóra,“ segir Gústaf. Hann segir að það þurfi að horfa sérstaklega á þennan nemendahóp. „Reyndar fáum við mikinn stuðning en það tekur tíma. Í sumum tilfellum koma þau nánast ótalandi á málið og þá tekur ákveðinn tíma að komast inn í málið og geta spreytt sig,“ segir hann. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa nemendur á landsbyggðinni verr á samræmdum prófum en nemendur í höfuðborginni. Bilið þar á milli virðist vera að breikka. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að á landsbyggðinni væru skólar sem hugsanlega fengju ekki jafn góða þjónustu og stuðning og á höfuðborgarsvæðinu. Smærri sveitarfélög ættu erfiðara með að fjármagna slíkan stuðning. „Við sjáum líka að þar sem er hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna þá bitnar það á einkunnum,“ bætti hann við Gústaf segir Patreksskóla fá mikinn stuðning. „Okkur hefur ekki skort þann stuðning sem við höfum þurft á að halda. „Hins vegar eru kannski fimm til sex nemendur í hverjum árgangi í svona litlum sveitarfélögum. Og það þarf ekki nema að tveir séu undir meðalárangri, þá er meðaltalið dottið niður. Þeir birta reyndar ekki niðurstöður þar sem nemendur eru undir tíu en á fjórðungsmeðaltalinu kemur þetta fram.“ Í grunnskólanum á Eskifirði eru 34 nemendur af 140, eða um fjórðungur, sem eiga annaðhvort annað foreldrið eða bæði af erlendum uppruna. „Það breytir svolítið stöðunni, en þessir krakkar eru yfirleitt mjög duglegir,“ segir Hilmar Sigurjónsson skólastjóri. Hann segir enga eina skýringu vera á því að skólum utan höfuðborgarinnar gengur ekki betur. Það séu nokkrar samhangandi skýringar. Vissulega fái skólar utan höfuðborgarsvæðisins misjafnlega mikinn stuðning.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira