Ekkert úrræði til staðar fyrir karlmenn Sæunn Gísladóttir skrifar 11. maí 2017 07:00 Bjarkarhlíð tók til starfa í mars. „Við finnum fyrir þörfinni, við fáum reglulega símtöl og karlmenn í viðtöl sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og hafa í ekkert athvarf að sækja. Oft eru þeir með börn á sínum snærum og þurfa að yfirgefa heimilið með þau en hafa jafnvel í engin hús að venda. Okkur þykir erfitt að geta ekki bent þeim á nein úrræði nema félagsþjónustuna.“ Þetta segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Fyrirspurnir um skjól bárust í þessari viku þar sem karlmaður þurfti að flýja heimili sitt, ásamt börnum sínum, vegna ofbeldis. „Bjarkarhlíð er ekki athvarf heldur staður þar sem fullorðnir geta fengið aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Karlmenn sem búa við heimilisofbeldi eða eru þolendur mansals eru í erfiðri stöðu þar sem ekkert athvarf er til fyrir þá og því geta þeir síður yfirgefið ofbeldisfullar aðstæður inni á heimilum sínum og sitja því fastir, oft ásamt börnum sínum.“ Bjarkarhlíð býður þolendum ofbeldis aðstoð til þess að vinna úr afleiðingum ofbeldis, óháð kyni. Bjarkarhlíð er hins vegar ekki staður þar sem fólk getur dvalið sé það að flýja ofbeldi á heimili sínu.Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Mynd/HIHHildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að það sé ekki algengt en það komi upp að karlar leiti til athvarfsins. „Við tölum við karla í síma og reynum að aðstoða þá, en þeir eru ekki að koma hingað í viðtal og ekki í dvöl, það er ekki í boði. Maður hefur reynt að veita þeim stuðning. Við höfum verið hér í mörg ár og það hafa ekki verið margir sem eru í sambandi en þeir náttúrulega eiga ekki athvarf,“ segir hún. Hildur bendir á að á sínum tíma þegar Kvennaathvarfið var stofnað hafi það verið konur sem tóku sig saman og gerðu það. Karlmenn hafi þann sama möguleika. Að hennar mati væri það einn möguleiki ef til væri grasrót. „Ef þeir þurfa að flýja heimili út af heimilisofbeldi og lögreglan kemur þá er það bara gistiheimilið sem karlmenn hafa núna og það er þá spurning hvort félagsþjónustan geti hlaupið þar undir bagga,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Við finnum fyrir þörfinni, við fáum reglulega símtöl og karlmenn í viðtöl sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og hafa í ekkert athvarf að sækja. Oft eru þeir með börn á sínum snærum og þurfa að yfirgefa heimilið með þau en hafa jafnvel í engin hús að venda. Okkur þykir erfitt að geta ekki bent þeim á nein úrræði nema félagsþjónustuna.“ Þetta segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Fyrirspurnir um skjól bárust í þessari viku þar sem karlmaður þurfti að flýja heimili sitt, ásamt börnum sínum, vegna ofbeldis. „Bjarkarhlíð er ekki athvarf heldur staður þar sem fullorðnir geta fengið aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Karlmenn sem búa við heimilisofbeldi eða eru þolendur mansals eru í erfiðri stöðu þar sem ekkert athvarf er til fyrir þá og því geta þeir síður yfirgefið ofbeldisfullar aðstæður inni á heimilum sínum og sitja því fastir, oft ásamt börnum sínum.“ Bjarkarhlíð býður þolendum ofbeldis aðstoð til þess að vinna úr afleiðingum ofbeldis, óháð kyni. Bjarkarhlíð er hins vegar ekki staður þar sem fólk getur dvalið sé það að flýja ofbeldi á heimili sínu.Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Mynd/HIHHildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að það sé ekki algengt en það komi upp að karlar leiti til athvarfsins. „Við tölum við karla í síma og reynum að aðstoða þá, en þeir eru ekki að koma hingað í viðtal og ekki í dvöl, það er ekki í boði. Maður hefur reynt að veita þeim stuðning. Við höfum verið hér í mörg ár og það hafa ekki verið margir sem eru í sambandi en þeir náttúrulega eiga ekki athvarf,“ segir hún. Hildur bendir á að á sínum tíma þegar Kvennaathvarfið var stofnað hafi það verið konur sem tóku sig saman og gerðu það. Karlmenn hafi þann sama möguleika. Að hennar mati væri það einn möguleiki ef til væri grasrót. „Ef þeir þurfa að flýja heimili út af heimilisofbeldi og lögreglan kemur þá er það bara gistiheimilið sem karlmenn hafa núna og það er þá spurning hvort félagsþjónustan geti hlaupið þar undir bagga,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira