Samgöngutæki og líkamsrækt Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2017 15:00 Þórdís segir að keppnisskapið fari stundum alveg með hana en hún hefur skráð sig til leiks á tveimur hjólreiðamótum í sumar. MYND/ANTON BRINK Þegar Þórdís greindist með vefjagigt fyrir nokkrum árum ákvað hún að dusta rykið af hjólinu sínu og byrja að hjóla til að halda sér í góðu formi. „Mér finnst ég ná að halda mér þokklega góðri af vefjagigtinni með því að vera dugleg að hjóla. Auðvitað á ég bæði góða og slæma daga en ég er betri ef ég hjóla, svo lengi sem ég passa að ofgera mér ekki og hvíli mig vel á milli. En það er erfitt að finna þessi mörk. Stundum fer keppnisskapið með mig og þá sprengi ég mig alveg og er lengur að jafna mig,“ segir Þórdís en hún fer reglulega í hjólreiðatúra, auk þess að taka þátt í hjólreiðakeppnum á sumrin. Hún hefur þegar skráð sig til leiks á tveimur mótum í sumar, fjallahjólamóti og götuhjólamóti, og reiknar fastlega með að taka þátt í fleiri mótum. Ég hjólaði líka mikið á árum áður. Ég er frá Ísafirði þar sem nær allt er í göngufæri en þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 1997 fór ég allra minna ferða á hjóli því það var fljótlegra en að taka strætó. Í þá daga þótti fólki ég dálítið skrítin að hjóla í öllum veðrum, um hávetur í snjó og slabbi. Núna fást nagladekk á flest hjól og það þykir ekkert tiltökumál að hjóla allan ársins hring. Eftir að ég keypti mér bíl hætti ég svo að hjóla. Ég byrjaði aftur eftir að frænka mín plataði mig með sér á hjólaæfingu hjá Víkingi. Mér finnst rosalega gaman að hjóla, því fylgir skemmtilegur félagsskapur, góð hreyfing og mikil útivist og það er gott fyrir geðið og skrokkinn.“Órólega deildin: Þórdís, Hjördís Sigrún Jónsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir og Halldóra Kristinsdóttir.Hjólar oft í viku Þórdís er í hópi kvenna sem kallast Órólega deildin en þær hjóla saman í hverri viku. „Ég hjóla stundum í vinnuna og svo hjóla ég með stelpunum. Fyrir mér er hjólið bæði samgöngutæki og líkamsrækt. Við í Órólegu deildinni erum fjórar vinkonur sem kynntumst í Víkingi og náðum strax vel saman. Við erum allt venjulegar konur sem voru plataðar á æfingu og finnst gaman að hittast og hjóla saman. Við fengum þetta nafn því við vorum „óþekkar“ í jógatíma hjá Víkingi, þ.e. ein okkar sagði brandara og við hlógum svo mikið að við gátum ekki gert æfingarnar,“ rifjar Þórdís brosandi upp. Þær vinkonurnar hittast eins oft og þær geta til að hjóla saman. „Í vetur ákváðum við að demba okkur í hjólaþjálfun sem var innandyra þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við hjólum mest innanbæjar því það er þægilegt og hægt að fara heim með stuttum fyrirvara. Eins og stendur erum við að skipuleggja hjólaferðir í sumar. Ætlunin er að fara í dagsferðir í kringum Flúðir, hjóla upp Þjórsárdalinn og um Reykjanesið.“Lengst hjólað 130 km í einuLengsta hjólreiðaferð sem Þórdís hefur farið í var um 130 kílómetrar. „Við hjóluðum upp að Litlu kaffistofunni, fórum Þrengslin og þaðan til Þorlákshafnar og síðan Krýsuvíkurleiðina með viðkomu í Hafnarfirði. Við Litlu kaffistofuna var rok og rigning og svo mikill hliðarvindur að við fukum næstum út af. En það er líka mjög skemmtilegt. Ég læt veðrið ekki stoppa mig frá því að hjóla heldur læt bara vaða sama hvernig veðrið er. Ég á góðan skjólfatnað, vetrargalla og regnföt og svo er hjólið á nagladekkjum á veturna.“ Þórdís hefur gaman af því að fylgjast með hversu mikið hún hjólar og notar til þess forrit sem heitir Strava. „Það heldur utan um allar hjólaleiðir og fjölda kílómetra sem maður hjólar. Frá því að ég skráði mig þar inn hef ég hjólað 12.750 kílómetra.“ Þegar Þórdís er spurð hvað hún ráðleggi fólki sem langar til að hjóla reglulega að gera til að koma sér af stað segir hún að í raun þurfi bara hjól og viljann til að hjóla. „En ég mæli líka með því að mæta á æfingu hjá Víkingi. Það er tekið vel á móti byrjendum og þar er hægt að hitta fólk sem er gaman að hjóla með. Þar eru margir sem eru bara að hjóla til að hjóla og njóta útiveru og hreyfingar. Svo eru önnur félög sem eru aðallega stíluð inn á keppnisfólk og gera það mjög vel. Víkingur er með hópa bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja keppa í hjólreiðum.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Þegar Þórdís greindist með vefjagigt fyrir nokkrum árum ákvað hún að dusta rykið af hjólinu sínu og byrja að hjóla til að halda sér í góðu formi. „Mér finnst ég ná að halda mér þokklega góðri af vefjagigtinni með því að vera dugleg að hjóla. Auðvitað á ég bæði góða og slæma daga en ég er betri ef ég hjóla, svo lengi sem ég passa að ofgera mér ekki og hvíli mig vel á milli. En það er erfitt að finna þessi mörk. Stundum fer keppnisskapið með mig og þá sprengi ég mig alveg og er lengur að jafna mig,“ segir Þórdís en hún fer reglulega í hjólreiðatúra, auk þess að taka þátt í hjólreiðakeppnum á sumrin. Hún hefur þegar skráð sig til leiks á tveimur mótum í sumar, fjallahjólamóti og götuhjólamóti, og reiknar fastlega með að taka þátt í fleiri mótum. Ég hjólaði líka mikið á árum áður. Ég er frá Ísafirði þar sem nær allt er í göngufæri en þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 1997 fór ég allra minna ferða á hjóli því það var fljótlegra en að taka strætó. Í þá daga þótti fólki ég dálítið skrítin að hjóla í öllum veðrum, um hávetur í snjó og slabbi. Núna fást nagladekk á flest hjól og það þykir ekkert tiltökumál að hjóla allan ársins hring. Eftir að ég keypti mér bíl hætti ég svo að hjóla. Ég byrjaði aftur eftir að frænka mín plataði mig með sér á hjólaæfingu hjá Víkingi. Mér finnst rosalega gaman að hjóla, því fylgir skemmtilegur félagsskapur, góð hreyfing og mikil útivist og það er gott fyrir geðið og skrokkinn.“Órólega deildin: Þórdís, Hjördís Sigrún Jónsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir og Halldóra Kristinsdóttir.Hjólar oft í viku Þórdís er í hópi kvenna sem kallast Órólega deildin en þær hjóla saman í hverri viku. „Ég hjóla stundum í vinnuna og svo hjóla ég með stelpunum. Fyrir mér er hjólið bæði samgöngutæki og líkamsrækt. Við í Órólegu deildinni erum fjórar vinkonur sem kynntumst í Víkingi og náðum strax vel saman. Við erum allt venjulegar konur sem voru plataðar á æfingu og finnst gaman að hittast og hjóla saman. Við fengum þetta nafn því við vorum „óþekkar“ í jógatíma hjá Víkingi, þ.e. ein okkar sagði brandara og við hlógum svo mikið að við gátum ekki gert æfingarnar,“ rifjar Þórdís brosandi upp. Þær vinkonurnar hittast eins oft og þær geta til að hjóla saman. „Í vetur ákváðum við að demba okkur í hjólaþjálfun sem var innandyra þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við hjólum mest innanbæjar því það er þægilegt og hægt að fara heim með stuttum fyrirvara. Eins og stendur erum við að skipuleggja hjólaferðir í sumar. Ætlunin er að fara í dagsferðir í kringum Flúðir, hjóla upp Þjórsárdalinn og um Reykjanesið.“Lengst hjólað 130 km í einuLengsta hjólreiðaferð sem Þórdís hefur farið í var um 130 kílómetrar. „Við hjóluðum upp að Litlu kaffistofunni, fórum Þrengslin og þaðan til Þorlákshafnar og síðan Krýsuvíkurleiðina með viðkomu í Hafnarfirði. Við Litlu kaffistofuna var rok og rigning og svo mikill hliðarvindur að við fukum næstum út af. En það er líka mjög skemmtilegt. Ég læt veðrið ekki stoppa mig frá því að hjóla heldur læt bara vaða sama hvernig veðrið er. Ég á góðan skjólfatnað, vetrargalla og regnföt og svo er hjólið á nagladekkjum á veturna.“ Þórdís hefur gaman af því að fylgjast með hversu mikið hún hjólar og notar til þess forrit sem heitir Strava. „Það heldur utan um allar hjólaleiðir og fjölda kílómetra sem maður hjólar. Frá því að ég skráði mig þar inn hef ég hjólað 12.750 kílómetra.“ Þegar Þórdís er spurð hvað hún ráðleggi fólki sem langar til að hjóla reglulega að gera til að koma sér af stað segir hún að í raun þurfi bara hjól og viljann til að hjóla. „En ég mæli líka með því að mæta á æfingu hjá Víkingi. Það er tekið vel á móti byrjendum og þar er hægt að hitta fólk sem er gaman að hjóla með. Þar eru margir sem eru bara að hjóla til að hjóla og njóta útiveru og hreyfingar. Svo eru önnur félög sem eru aðallega stíluð inn á keppnisfólk og gera það mjög vel. Víkingur er með hópa bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja keppa í hjólreiðum.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira