Samgöngutæki og líkamsrækt Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2017 15:00 Þórdís segir að keppnisskapið fari stundum alveg með hana en hún hefur skráð sig til leiks á tveimur hjólreiðamótum í sumar. MYND/ANTON BRINK Þegar Þórdís greindist með vefjagigt fyrir nokkrum árum ákvað hún að dusta rykið af hjólinu sínu og byrja að hjóla til að halda sér í góðu formi. „Mér finnst ég ná að halda mér þokklega góðri af vefjagigtinni með því að vera dugleg að hjóla. Auðvitað á ég bæði góða og slæma daga en ég er betri ef ég hjóla, svo lengi sem ég passa að ofgera mér ekki og hvíli mig vel á milli. En það er erfitt að finna þessi mörk. Stundum fer keppnisskapið með mig og þá sprengi ég mig alveg og er lengur að jafna mig,“ segir Þórdís en hún fer reglulega í hjólreiðatúra, auk þess að taka þátt í hjólreiðakeppnum á sumrin. Hún hefur þegar skráð sig til leiks á tveimur mótum í sumar, fjallahjólamóti og götuhjólamóti, og reiknar fastlega með að taka þátt í fleiri mótum. Ég hjólaði líka mikið á árum áður. Ég er frá Ísafirði þar sem nær allt er í göngufæri en þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 1997 fór ég allra minna ferða á hjóli því það var fljótlegra en að taka strætó. Í þá daga þótti fólki ég dálítið skrítin að hjóla í öllum veðrum, um hávetur í snjó og slabbi. Núna fást nagladekk á flest hjól og það þykir ekkert tiltökumál að hjóla allan ársins hring. Eftir að ég keypti mér bíl hætti ég svo að hjóla. Ég byrjaði aftur eftir að frænka mín plataði mig með sér á hjólaæfingu hjá Víkingi. Mér finnst rosalega gaman að hjóla, því fylgir skemmtilegur félagsskapur, góð hreyfing og mikil útivist og það er gott fyrir geðið og skrokkinn.“Órólega deildin: Þórdís, Hjördís Sigrún Jónsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir og Halldóra Kristinsdóttir.Hjólar oft í viku Þórdís er í hópi kvenna sem kallast Órólega deildin en þær hjóla saman í hverri viku. „Ég hjóla stundum í vinnuna og svo hjóla ég með stelpunum. Fyrir mér er hjólið bæði samgöngutæki og líkamsrækt. Við í Órólegu deildinni erum fjórar vinkonur sem kynntumst í Víkingi og náðum strax vel saman. Við erum allt venjulegar konur sem voru plataðar á æfingu og finnst gaman að hittast og hjóla saman. Við fengum þetta nafn því við vorum „óþekkar“ í jógatíma hjá Víkingi, þ.e. ein okkar sagði brandara og við hlógum svo mikið að við gátum ekki gert æfingarnar,“ rifjar Þórdís brosandi upp. Þær vinkonurnar hittast eins oft og þær geta til að hjóla saman. „Í vetur ákváðum við að demba okkur í hjólaþjálfun sem var innandyra þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við hjólum mest innanbæjar því það er þægilegt og hægt að fara heim með stuttum fyrirvara. Eins og stendur erum við að skipuleggja hjólaferðir í sumar. Ætlunin er að fara í dagsferðir í kringum Flúðir, hjóla upp Þjórsárdalinn og um Reykjanesið.“Lengst hjólað 130 km í einuLengsta hjólreiðaferð sem Þórdís hefur farið í var um 130 kílómetrar. „Við hjóluðum upp að Litlu kaffistofunni, fórum Þrengslin og þaðan til Þorlákshafnar og síðan Krýsuvíkurleiðina með viðkomu í Hafnarfirði. Við Litlu kaffistofuna var rok og rigning og svo mikill hliðarvindur að við fukum næstum út af. En það er líka mjög skemmtilegt. Ég læt veðrið ekki stoppa mig frá því að hjóla heldur læt bara vaða sama hvernig veðrið er. Ég á góðan skjólfatnað, vetrargalla og regnföt og svo er hjólið á nagladekkjum á veturna.“ Þórdís hefur gaman af því að fylgjast með hversu mikið hún hjólar og notar til þess forrit sem heitir Strava. „Það heldur utan um allar hjólaleiðir og fjölda kílómetra sem maður hjólar. Frá því að ég skráði mig þar inn hef ég hjólað 12.750 kílómetra.“ Þegar Þórdís er spurð hvað hún ráðleggi fólki sem langar til að hjóla reglulega að gera til að koma sér af stað segir hún að í raun þurfi bara hjól og viljann til að hjóla. „En ég mæli líka með því að mæta á æfingu hjá Víkingi. Það er tekið vel á móti byrjendum og þar er hægt að hitta fólk sem er gaman að hjóla með. Þar eru margir sem eru bara að hjóla til að hjóla og njóta útiveru og hreyfingar. Svo eru önnur félög sem eru aðallega stíluð inn á keppnisfólk og gera það mjög vel. Víkingur er með hópa bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja keppa í hjólreiðum.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Þegar Þórdís greindist með vefjagigt fyrir nokkrum árum ákvað hún að dusta rykið af hjólinu sínu og byrja að hjóla til að halda sér í góðu formi. „Mér finnst ég ná að halda mér þokklega góðri af vefjagigtinni með því að vera dugleg að hjóla. Auðvitað á ég bæði góða og slæma daga en ég er betri ef ég hjóla, svo lengi sem ég passa að ofgera mér ekki og hvíli mig vel á milli. En það er erfitt að finna þessi mörk. Stundum fer keppnisskapið með mig og þá sprengi ég mig alveg og er lengur að jafna mig,“ segir Þórdís en hún fer reglulega í hjólreiðatúra, auk þess að taka þátt í hjólreiðakeppnum á sumrin. Hún hefur þegar skráð sig til leiks á tveimur mótum í sumar, fjallahjólamóti og götuhjólamóti, og reiknar fastlega með að taka þátt í fleiri mótum. Ég hjólaði líka mikið á árum áður. Ég er frá Ísafirði þar sem nær allt er í göngufæri en þegar ég flutti til Reykjavíkur árið 1997 fór ég allra minna ferða á hjóli því það var fljótlegra en að taka strætó. Í þá daga þótti fólki ég dálítið skrítin að hjóla í öllum veðrum, um hávetur í snjó og slabbi. Núna fást nagladekk á flest hjól og það þykir ekkert tiltökumál að hjóla allan ársins hring. Eftir að ég keypti mér bíl hætti ég svo að hjóla. Ég byrjaði aftur eftir að frænka mín plataði mig með sér á hjólaæfingu hjá Víkingi. Mér finnst rosalega gaman að hjóla, því fylgir skemmtilegur félagsskapur, góð hreyfing og mikil útivist og það er gott fyrir geðið og skrokkinn.“Órólega deildin: Þórdís, Hjördís Sigrún Jónsdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir og Halldóra Kristinsdóttir.Hjólar oft í viku Þórdís er í hópi kvenna sem kallast Órólega deildin en þær hjóla saman í hverri viku. „Ég hjóla stundum í vinnuna og svo hjóla ég með stelpunum. Fyrir mér er hjólið bæði samgöngutæki og líkamsrækt. Við í Órólegu deildinni erum fjórar vinkonur sem kynntumst í Víkingi og náðum strax vel saman. Við erum allt venjulegar konur sem voru plataðar á æfingu og finnst gaman að hittast og hjóla saman. Við fengum þetta nafn því við vorum „óþekkar“ í jógatíma hjá Víkingi, þ.e. ein okkar sagði brandara og við hlógum svo mikið að við gátum ekki gert æfingarnar,“ rifjar Þórdís brosandi upp. Þær vinkonurnar hittast eins oft og þær geta til að hjóla saman. „Í vetur ákváðum við að demba okkur í hjólaþjálfun sem var innandyra þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við hjólum mest innanbæjar því það er þægilegt og hægt að fara heim með stuttum fyrirvara. Eins og stendur erum við að skipuleggja hjólaferðir í sumar. Ætlunin er að fara í dagsferðir í kringum Flúðir, hjóla upp Þjórsárdalinn og um Reykjanesið.“Lengst hjólað 130 km í einuLengsta hjólreiðaferð sem Þórdís hefur farið í var um 130 kílómetrar. „Við hjóluðum upp að Litlu kaffistofunni, fórum Þrengslin og þaðan til Þorlákshafnar og síðan Krýsuvíkurleiðina með viðkomu í Hafnarfirði. Við Litlu kaffistofuna var rok og rigning og svo mikill hliðarvindur að við fukum næstum út af. En það er líka mjög skemmtilegt. Ég læt veðrið ekki stoppa mig frá því að hjóla heldur læt bara vaða sama hvernig veðrið er. Ég á góðan skjólfatnað, vetrargalla og regnföt og svo er hjólið á nagladekkjum á veturna.“ Þórdís hefur gaman af því að fylgjast með hversu mikið hún hjólar og notar til þess forrit sem heitir Strava. „Það heldur utan um allar hjólaleiðir og fjölda kílómetra sem maður hjólar. Frá því að ég skráði mig þar inn hef ég hjólað 12.750 kílómetra.“ Þegar Þórdís er spurð hvað hún ráðleggi fólki sem langar til að hjóla reglulega að gera til að koma sér af stað segir hún að í raun þurfi bara hjól og viljann til að hjóla. „En ég mæli líka með því að mæta á æfingu hjá Víkingi. Það er tekið vel á móti byrjendum og þar er hægt að hitta fólk sem er gaman að hjóla með. Þar eru margir sem eru bara að hjóla til að hjóla og njóta útiveru og hreyfingar. Svo eru önnur félög sem eru aðallega stíluð inn á keppnisfólk og gera það mjög vel. Víkingur er með hópa bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja keppa í hjólreiðum.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira