Innlent

Íslendingar nota 35 milljónir plastpoka á ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, kom með sinn eigin poka.
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, kom með sinn eigin poka.

Átakinu „Tökum upp fjölnota“ var hleypt af stað í dag en það er á vegum Pokasjóðs, sem í tvo áratugi hefur haft tekjur af sölu plastpoka, en stefnir nú að því að leggja sjálfan sig niður.

Einn nýr plastpoki er tekinn í notkun á hverri sekúndu á Íslandi sem þýðir að Íslendingar nota um 35 milljónir plastpoka á hverju ári og frá upphafi hafa verið seldir á bilinu 1-1,5 milljarðar plastpokar á Íslandi.

Stefnt er að því að ná plastpokanotkun Íslendinga niður í 90 poka fyrir árslok 2019 en hver Íslendingar notar um 105 plastpoka á ári.

Fjölnotapokar sem Pokasjóðir hefur látið framleiða.

Í tilefni þess að átakinu hefur verið hleypt af stað klippti Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, ásamt fulltrúum aðildarverslana Pokasjóðs, á borða úr plastpokum. Ef borðinn hefði verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem landsmenn nota á einum degi næði hann frá Reykjavík til Selfoss.

Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs, sagði mörgum eflaust þykja það skrýtið að Pokasjóður, sem fær allar tekjur sínar af sölu plastpoka, væri að blása til átaks þar sem fólk væri hvatt til að hætta að nota plastpoka. Það væri þó raunin, markmið Pokasjóðs er að leggja sig niður og stæðu vonir til að það tækist á næstu fimm árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.