HAM hitar upp fyrir Rammstein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2017 13:29 Sigurjón segir strákana í Rammstein góða stráka. Á okkar aldri, eða aðeins eldri, segir Sigurjón. Vísir/Valli Það kemur í hlut rokkaranna í HAM að hita upp fyrir þýsku rokksveitina Rammstein í Kórnum á laugardaginn. Sigurjón Kjartansson, gítarleikari í HAM, kann vel að meta þýsku piltana þótt hann sé kannski ekki yfirlýstur aðdáandi sveitarinnar. Þetta verður í annað skiptið sem Rammstein kemur til Íslands en sveitin tróð upp í Laugardalshöll á tvennum tónleikum sumarið 2001. Uppselt er á tónleikana um helgina en 13 þúsund manns eiga von á miklu sjónarspili þeirra þýsku og eflaust margir sem fagna því að HAM hiti upp. Sigurjón segir þá HAM-liða vel stemmda en bandið spilaði á Aldrei fór ég suður á dögunum og því í góðu formi. „Síðan höfum við verið frekar rólegir við spilamennsku en ætlum að fara að taka á því fyrir laugardaginn.“ HAM á Nasa árið 2006.Vísir/Daníel Drukku Breezer Aðspurður hvort hann sé dyggur aðdáandi Rammstein hugsar Sigurjón sig um. „Sko, ég hef ekkert á móti þeim og hef alltaf haft gaman af þeim. En þetta er kannski ekkert sem ég sæki í og hlusta á á síðkvöldum heima hjá mér,“ segir Sigurjón. Hann segir sveitirnar aðeins hafa blandað geði árið 2001 en þeir þýsku mættu á tónleika HAM á Gauknum kvöldið fyrir fyrri Rammstein tónleikana. „Þeir eru náttúrulega frá Austur-Þýskalandi og ég fékk smá tilfinningu eins og þeir væru utan af landi, Selfyssingar eða eitthvað svoleiðis. Þetta eru góðir strákar, og drukku Breezer eða eitthvað svoleiðis,“ segir Sigurjón. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra verður á sínum stað á sviðinu á laugardag.Vísir/Anton Brink Sveitastrákar í borgarferð „Mér fannst einhvern veginn að þetta væri eins og strákar utan af landi væru komnir í helgarferð í borgina. Það var mín upplifun,“ segir Sigurjón og hlær. „Glaðir voru þeir en þetta kom mér aðeins á óvart. Þeir höfðu ekki sýnt þessa mynd af sér í gegnum tónlistina,“ segir Sigurjón enda passar lýsingin ekki beint við myndina sem þeir bera með sér. Sigurjón þekkir greinilega ágætlega til sveitarinnar. Söngvarinn sé fyrrverandi sundkappi sem hafi keppt á Ólympíuleikum fyrir Austur-Þýskaland þegar hann var táningur. En hvað með tónleikana í Kórnum. Eru þetta stærstu tónleikar HAM? „Við höfum spilað á þokkalegum hátíðum,“ segir Sigurjón sem er ekki alveg tilbúin að staðfesta að þetta verði fjölmennustu tónleikar sveitarinnar. „Þetta er samt örugglega með þeim stærstu.“Að neðan má sjá frá tónleikum HAM á Kex hostel í nóvember 2014. Mömmu gömlu svelgist á te-inu Sigurjón segir að vissulega sé alltaf fiðringur þegar stigið sé á svið. „Það er alltaf, hvort sem er á Græna hattinum eða annars staðar. Smá sviðsfiðringur er nauðsynlegur en hann er mér ekki efst í huga í dag. „Það er bara rétt áður en maður fer á svið. En það er ákveðin fjarlægð á svona stóru sviði, þá er maður ekki í alveg jafnmikilli nálægð við áhorfandann eins og á litlu sviði.“ HAM-liðar ætla að troða upp í sumar í tengslum við nýja plötu sem kemur út í júní. Nafn plötunnar er grjóthart. „Söngvar um helvíti mannnanna,“ segir Sigurjón og blaðamaður verður hugsi. Hvað ætli mömmu þinni finnist um þennan titil? „Ég held að henni hljóti að svelgjast á te-inu móður minni aldraðri,“ segir Sigurjón og skellir upp úr. Nýtt lag verður á plötunni, „Þú lýgur“, sem verður frumsýnt á Vísi í vikunni. HAM stígur á svið í Kórnum klukkan 19:30 á laugardaginn og spilar í 45 mínútur. Klukkan 21 er svo komið að Rammstein. Tengdar fréttir Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017, 16 árum eftir að hafa spilað hér síðast. Þrettán þúsund miðar verða í boði fyrir Íslendinga. 22. nóvember 2016 17:15 Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár. 11. janúar 2017 10:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Það kemur í hlut rokkaranna í HAM að hita upp fyrir þýsku rokksveitina Rammstein í Kórnum á laugardaginn. Sigurjón Kjartansson, gítarleikari í HAM, kann vel að meta þýsku piltana þótt hann sé kannski ekki yfirlýstur aðdáandi sveitarinnar. Þetta verður í annað skiptið sem Rammstein kemur til Íslands en sveitin tróð upp í Laugardalshöll á tvennum tónleikum sumarið 2001. Uppselt er á tónleikana um helgina en 13 þúsund manns eiga von á miklu sjónarspili þeirra þýsku og eflaust margir sem fagna því að HAM hiti upp. Sigurjón segir þá HAM-liða vel stemmda en bandið spilaði á Aldrei fór ég suður á dögunum og því í góðu formi. „Síðan höfum við verið frekar rólegir við spilamennsku en ætlum að fara að taka á því fyrir laugardaginn.“ HAM á Nasa árið 2006.Vísir/Daníel Drukku Breezer Aðspurður hvort hann sé dyggur aðdáandi Rammstein hugsar Sigurjón sig um. „Sko, ég hef ekkert á móti þeim og hef alltaf haft gaman af þeim. En þetta er kannski ekkert sem ég sæki í og hlusta á á síðkvöldum heima hjá mér,“ segir Sigurjón. Hann segir sveitirnar aðeins hafa blandað geði árið 2001 en þeir þýsku mættu á tónleika HAM á Gauknum kvöldið fyrir fyrri Rammstein tónleikana. „Þeir eru náttúrulega frá Austur-Þýskalandi og ég fékk smá tilfinningu eins og þeir væru utan af landi, Selfyssingar eða eitthvað svoleiðis. Þetta eru góðir strákar, og drukku Breezer eða eitthvað svoleiðis,“ segir Sigurjón. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra verður á sínum stað á sviðinu á laugardag.Vísir/Anton Brink Sveitastrákar í borgarferð „Mér fannst einhvern veginn að þetta væri eins og strákar utan af landi væru komnir í helgarferð í borgina. Það var mín upplifun,“ segir Sigurjón og hlær. „Glaðir voru þeir en þetta kom mér aðeins á óvart. Þeir höfðu ekki sýnt þessa mynd af sér í gegnum tónlistina,“ segir Sigurjón enda passar lýsingin ekki beint við myndina sem þeir bera með sér. Sigurjón þekkir greinilega ágætlega til sveitarinnar. Söngvarinn sé fyrrverandi sundkappi sem hafi keppt á Ólympíuleikum fyrir Austur-Þýskaland þegar hann var táningur. En hvað með tónleikana í Kórnum. Eru þetta stærstu tónleikar HAM? „Við höfum spilað á þokkalegum hátíðum,“ segir Sigurjón sem er ekki alveg tilbúin að staðfesta að þetta verði fjölmennustu tónleikar sveitarinnar. „Þetta er samt örugglega með þeim stærstu.“Að neðan má sjá frá tónleikum HAM á Kex hostel í nóvember 2014. Mömmu gömlu svelgist á te-inu Sigurjón segir að vissulega sé alltaf fiðringur þegar stigið sé á svið. „Það er alltaf, hvort sem er á Græna hattinum eða annars staðar. Smá sviðsfiðringur er nauðsynlegur en hann er mér ekki efst í huga í dag. „Það er bara rétt áður en maður fer á svið. En það er ákveðin fjarlægð á svona stóru sviði, þá er maður ekki í alveg jafnmikilli nálægð við áhorfandann eins og á litlu sviði.“ HAM-liðar ætla að troða upp í sumar í tengslum við nýja plötu sem kemur út í júní. Nafn plötunnar er grjóthart. „Söngvar um helvíti mannnanna,“ segir Sigurjón og blaðamaður verður hugsi. Hvað ætli mömmu þinni finnist um þennan titil? „Ég held að henni hljóti að svelgjast á te-inu móður minni aldraðri,“ segir Sigurjón og skellir upp úr. Nýtt lag verður á plötunni, „Þú lýgur“, sem verður frumsýnt á Vísi í vikunni. HAM stígur á svið í Kórnum klukkan 19:30 á laugardaginn og spilar í 45 mínútur. Klukkan 21 er svo komið að Rammstein.
Tengdar fréttir Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017, 16 árum eftir að hafa spilað hér síðast. Þrettán þúsund miðar verða í boði fyrir Íslendinga. 22. nóvember 2016 17:15 Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár. 11. janúar 2017 10:00 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Risatónleikar með Rammstein í Kórnum á næsta ári Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017, 16 árum eftir að hafa spilað hér síðast. Þrettán þúsund miðar verða í boði fyrir Íslendinga. 22. nóvember 2016 17:15
Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár. 11. janúar 2017 10:00