Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. janúar 2017 10:00 Stelpurnar okkar spila á EM, allir klapphöfundar landsins þurfa að fara að undirbúa sig. Vísir/Anton BRink Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár.Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/getty1. Fullt af tónleikum Árið verður risastórt hvað tónleika varðar og tónleikahátíðir. Secret Solstice verður á sínum stað og mun þetta verða stærsta hátíðin hingað til. Síðan er það Sónar og Airwaves og fleira gúmmelaði sem er á boðstólum á hverju ári. Allar þessar hátíðir eru í óðaönn að bóka og tilkynna listamenn þannig að beltin verða spennt hjá tónlistarunnendum í gegnum árið. Einnig verður boðið upp á stóra listamenn eins og Red Hot Chili Peppers og Rammstein fyrir þá sem vilja rifja upp gamla og góða tíma.Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk hins ógnarsterka Gregor Clegane í Game of Thrones.2. Nýjar þáttaraðir og gamlar góðar halda áfram Stærsta tilhlökkunarefnið hjá sjónvarpsáhugafólki er líklega næsta sería Game of Thrones, en það er vinsælasti sjónvarpsþáttur í heiminum í dag. Síðan kemur ný sería af hinum geysivinsælu þáttum Twin Peaks, sem öll þjóðin sat frekar ringluð yfir á sínum tíma. Ný 24-sería þar sem Jack Bauer verður reyndar fjarri góðu gamni, Fargo heldur áfram inn í þriðju seríuna og ný Star Trek sería mun líta dagsins ljós. Nýjar og ferskar þáttaraðir sem beðið er eftir eru meðal annars Young Pope og American Gods – þættir eftir skáldsögu rithöfundarins vinsæla Neils Gaiman.3. Allt að gerast í íþróttunum EM-kvenna í fótbolta verður á dagskrá ásamt EM-karla í körfubolta og eru íþróttaaðdáendur gjörsamlega að sturlast úr spennu enda er vera Íslands á stórmótum loksins orðinn nánast árlegur veruleiki (krossum fingur). Ætli verði fundin upp einhvers konar ný tegund af klappi í sumar eins og t.d. hreppstjóraklappið?Fifty Shades of Grey vakti blendin viðbrögð á sínum tíma.4. Endurgerðir, framhaldsmyndir og aðrar kunnuglegar sögur Nafnið verður bara „coin-að“ hér og nú – 2017 verður Ár framhaldsmyndarinnar og endurgerðanna (ekkert sérstaklega grípandi samt). Það eru nokkuð margar risaframhaldsmyndir á dagskránni en þar má kannski minnast á Trainspotting 2 – sem nær einhvern veginn að vera mitt á milli endurgerðar og framhalds, Fifty Shades Darker – framhald af hinni æðislegu Fifty Shades of Grey, Logan – næsta mynd í Wolverine-myndaflokknum, The Fate of the Furious, Guardians of the Galaxy vol. 2, Alien Covenant – framhaldið af Prometheus, Kingsman framhald, World War Z 2, ný Transformers-mynd, Despicable Me 3, War for the Planet of the Apes, Blade Runner 2049 – með tónlist frá okkar manni, Jóhanni Jóhannssyni, enn ein Thor-myndin, Pirates of the Caribbean mynd og glæný Star Wars mynd. Síðan munum við líka sjá Lego Batman-mynd, leikna Beauty and the Beast, Power Rangers-mynd, mynd um Artúr konung, Ghost in the shell – endurgerð af einu þekktasta animé allra tíma, Baywatch-kvikmynd, Wonder Woman-mynd, einhvers konar endurgerð eða önnur tilraun við að gera The Mummy án Brendans Fraiser og Spiderman-mynd nema í þetta sinn frá Marvel.Utanlandsferðum Íslendinga mun mögulega fækka þegar H&M opnar hér á landi, líklega ekki samt.Mynd/Getty5. Stórar verslanakeðjur nema land Koma þessarar blessuðu H&M verslunar er árleg frétt sem allir sturlast yfir og er komin á svipaðan stall og biðin eftir Detox, næstu sólóplötu Dr. Dre, sem hefur verið væntanleg á hverju ári síðan 2001. En þetta er loksins að fara að bresta á og kaupóðir Íslendingar ríghalda sér í tungusófana sína búnir að dúndra í hálfa millu í yfirdrátt bara til að geta fyllt fataskápana, sem þeir slógust um í IKEA, af allt of ódýrum fötum frá Bangladess. Einnig kemur bandaríska verslunarkeðjan Costco til landsins eftir nokkrar tafir. Þar verður hægt að kaupa sér morgunkorn í risa-umbúðum og bensín í sömu ferðinni. Síðan er það bara spurningin hvenær McDonald’s kemur loksins aftur, eins og allir eru væntanlega að bíða eftir. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár.Rammstein hefur selt yfir 10 milljónir platna og setið á toppi vinsældalista um víða veröld.vísir/getty1. Fullt af tónleikum Árið verður risastórt hvað tónleika varðar og tónleikahátíðir. Secret Solstice verður á sínum stað og mun þetta verða stærsta hátíðin hingað til. Síðan er það Sónar og Airwaves og fleira gúmmelaði sem er á boðstólum á hverju ári. Allar þessar hátíðir eru í óðaönn að bóka og tilkynna listamenn þannig að beltin verða spennt hjá tónlistarunnendum í gegnum árið. Einnig verður boðið upp á stóra listamenn eins og Red Hot Chili Peppers og Rammstein fyrir þá sem vilja rifja upp gamla og góða tíma.Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk hins ógnarsterka Gregor Clegane í Game of Thrones.2. Nýjar þáttaraðir og gamlar góðar halda áfram Stærsta tilhlökkunarefnið hjá sjónvarpsáhugafólki er líklega næsta sería Game of Thrones, en það er vinsælasti sjónvarpsþáttur í heiminum í dag. Síðan kemur ný sería af hinum geysivinsælu þáttum Twin Peaks, sem öll þjóðin sat frekar ringluð yfir á sínum tíma. Ný 24-sería þar sem Jack Bauer verður reyndar fjarri góðu gamni, Fargo heldur áfram inn í þriðju seríuna og ný Star Trek sería mun líta dagsins ljós. Nýjar og ferskar þáttaraðir sem beðið er eftir eru meðal annars Young Pope og American Gods – þættir eftir skáldsögu rithöfundarins vinsæla Neils Gaiman.3. Allt að gerast í íþróttunum EM-kvenna í fótbolta verður á dagskrá ásamt EM-karla í körfubolta og eru íþróttaaðdáendur gjörsamlega að sturlast úr spennu enda er vera Íslands á stórmótum loksins orðinn nánast árlegur veruleiki (krossum fingur). Ætli verði fundin upp einhvers konar ný tegund af klappi í sumar eins og t.d. hreppstjóraklappið?Fifty Shades of Grey vakti blendin viðbrögð á sínum tíma.4. Endurgerðir, framhaldsmyndir og aðrar kunnuglegar sögur Nafnið verður bara „coin-að“ hér og nú – 2017 verður Ár framhaldsmyndarinnar og endurgerðanna (ekkert sérstaklega grípandi samt). Það eru nokkuð margar risaframhaldsmyndir á dagskránni en þar má kannski minnast á Trainspotting 2 – sem nær einhvern veginn að vera mitt á milli endurgerðar og framhalds, Fifty Shades Darker – framhald af hinni æðislegu Fifty Shades of Grey, Logan – næsta mynd í Wolverine-myndaflokknum, The Fate of the Furious, Guardians of the Galaxy vol. 2, Alien Covenant – framhaldið af Prometheus, Kingsman framhald, World War Z 2, ný Transformers-mynd, Despicable Me 3, War for the Planet of the Apes, Blade Runner 2049 – með tónlist frá okkar manni, Jóhanni Jóhannssyni, enn ein Thor-myndin, Pirates of the Caribbean mynd og glæný Star Wars mynd. Síðan munum við líka sjá Lego Batman-mynd, leikna Beauty and the Beast, Power Rangers-mynd, mynd um Artúr konung, Ghost in the shell – endurgerð af einu þekktasta animé allra tíma, Baywatch-kvikmynd, Wonder Woman-mynd, einhvers konar endurgerð eða önnur tilraun við að gera The Mummy án Brendans Fraiser og Spiderman-mynd nema í þetta sinn frá Marvel.Utanlandsferðum Íslendinga mun mögulega fækka þegar H&M opnar hér á landi, líklega ekki samt.Mynd/Getty5. Stórar verslanakeðjur nema land Koma þessarar blessuðu H&M verslunar er árleg frétt sem allir sturlast yfir og er komin á svipaðan stall og biðin eftir Detox, næstu sólóplötu Dr. Dre, sem hefur verið væntanleg á hverju ári síðan 2001. En þetta er loksins að fara að bresta á og kaupóðir Íslendingar ríghalda sér í tungusófana sína búnir að dúndra í hálfa millu í yfirdrátt bara til að geta fyllt fataskápana, sem þeir slógust um í IKEA, af allt of ódýrum fötum frá Bangladess. Einnig kemur bandaríska verslunarkeðjan Costco til landsins eftir nokkrar tafir. Þar verður hægt að kaupa sér morgunkorn í risa-umbúðum og bensín í sömu ferðinni. Síðan er það bara spurningin hvenær McDonald’s kemur loksins aftur, eins og allir eru væntanlega að bíða eftir.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira