Karlar breyta ekki því sem konur ákváðu sjálfar um húsmæðraorlof Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór „Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00