Hundruð sóknarbarna farin úr Breiðholtssókn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Breiðholtskirkja hefur vakið mikla athygli allt frá því hún var byggð og hefur stundum verið kölluð indíánatjaldið. vísir/gva Sóknarbörnum í Breiðholtssókn í Reykjavík hefur fækkað svo mikið undanfarið að tekjur standa ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Til að bregðast við þessu hefur sóknin rætt við aðrar sóknir í Breiðholti um sameiningu. „En við erum skuldlaus. Við skuldum 1,5 milljónir sem verða greiddar upp á þessu ári og næsta,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar, en bætir við að rekstrarreikningurinn fyrir síðasta ár, sem kynntur var um helgina, hafi verið um 300 þúsund krónur í mínus. „Við höfum rekið þetta af mikilli ábyrgð og útsjónarsemi en það verður ekki lengra komist með það. Það er algjörlega fyrirséð,“ segir Inga Rún.Inga Rún ÓlafsdóttirInga Rún segir að frá árinu 2010 hafi sóknarbörnum fækkað um 800 og séu nú rétt tæplega 1.900. Skýringarnar á fækkuninni séu margvíslega. Í fyrsta lagi þjóni söfnuðurinn litlu hverfi, Bakka- og Stekkjahverfi. Í öðru lagi séu margir útlendingar að flytja í hverfið, sem ef til vill eru ekki í þjóðkirkjunni. Í þriðja lagi er að fækka í hverfinu vegna þess að börn flytja að heiman og hverfið ekki eins ungt og áður var. „Það hefur fækkað gríðarlega mikið og hratt og þetta er svo sem það sem margir aðrir söfnuðir standa frammi fyrir,“ segir hún. Inga Rún segir auk þess að sóknargjöld hafi verið skert í mörg ár og það segi til sín í rekstrinum. „Það sem við erum að gera er að við erum í samtali við nágrannasóknirnar um sameiningu. Við erum núna að tala við Fella- og Hólasókn,“ segir hún en áður hafi sóknin talað við Seljasókn, án þess að nokkuð kæmi út úr því samtali. Hún bendir á að við sameiningu myndi rekstrareiningin stækka og það gæti skilað einhverri hagræðingu. Inga Rún segir að margar sóknir standi í nákvæmlega þessum sömu sporum og séu að skoða sameiningu. „Þetta er kannski vandi sem kirkjan stendur frammi fyrir almennt,“ segir Inga Rún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sóknarbörnum í Breiðholtssókn í Reykjavík hefur fækkað svo mikið undanfarið að tekjur standa ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Til að bregðast við þessu hefur sóknin rætt við aðrar sóknir í Breiðholti um sameiningu. „En við erum skuldlaus. Við skuldum 1,5 milljónir sem verða greiddar upp á þessu ári og næsta,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar, en bætir við að rekstrarreikningurinn fyrir síðasta ár, sem kynntur var um helgina, hafi verið um 300 þúsund krónur í mínus. „Við höfum rekið þetta af mikilli ábyrgð og útsjónarsemi en það verður ekki lengra komist með það. Það er algjörlega fyrirséð,“ segir Inga Rún.Inga Rún ÓlafsdóttirInga Rún segir að frá árinu 2010 hafi sóknarbörnum fækkað um 800 og séu nú rétt tæplega 1.900. Skýringarnar á fækkuninni séu margvíslega. Í fyrsta lagi þjóni söfnuðurinn litlu hverfi, Bakka- og Stekkjahverfi. Í öðru lagi séu margir útlendingar að flytja í hverfið, sem ef til vill eru ekki í þjóðkirkjunni. Í þriðja lagi er að fækka í hverfinu vegna þess að börn flytja að heiman og hverfið ekki eins ungt og áður var. „Það hefur fækkað gríðarlega mikið og hratt og þetta er svo sem það sem margir aðrir söfnuðir standa frammi fyrir,“ segir hún. Inga Rún segir auk þess að sóknargjöld hafi verið skert í mörg ár og það segi til sín í rekstrinum. „Það sem við erum að gera er að við erum í samtali við nágrannasóknirnar um sameiningu. Við erum núna að tala við Fella- og Hólasókn,“ segir hún en áður hafi sóknin talað við Seljasókn, án þess að nokkuð kæmi út úr því samtali. Hún bendir á að við sameiningu myndi rekstrareiningin stækka og það gæti skilað einhverri hagræðingu. Inga Rún segir að margar sóknir standi í nákvæmlega þessum sömu sporum og séu að skoða sameiningu. „Þetta er kannski vandi sem kirkjan stendur frammi fyrir almennt,“ segir Inga Rún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira