Skortur á súrefni fyrir sjúklinga – erum við að kafna í góðærinu? Ólafur Baldursson skrifar 2. maí 2017 07:00 Súrefni er lífsnauðsynlegt. Það fyllir 21% andrúmsloftsins og líf okkar er háð því að lungun skili því nægilega vel út í blóðrásina. Hjarta- og æðakerfi sjá síðan um að flytja hið súrefnisríka blóð til líffæranna, sem eiga það sameiginlegt að geta ekki starfað nema fá til sín súrefni með þessum hætti. Mörg líffæri þola súrefnisskort aðeins í nokkrar mínútur og verða þá fyrir varanlegum skemmdum. Slíkar skemmdir í hjarta og heila geta leitt til skyndidauða. Vægur súrefnisskortur er hins vegar lúmskari því margir þola hann í skamman tíma án nokkurra einkenna, en standi hann í mánuði eða ár, truflar hann smám saman starfsemi líffæra, ekki síst hjartans. Slík hjartabilun hefur áhrif á önnur líffæri, sem þreytast vegna skorts á blóðflæði og súrefni, og lífslíkur versna. Þrátt fyrir að þetta séu gömul sannindi, þá gengur ekki nægilega vel að tryggja þeim sem lifa við súrefnisskort viðeigandi súrefnisbúnað á því herrans ári 2017. Langvinnir lungnasjúkdómar eru algengasta ástæðan fyrir hægfara súrefnisskorti af þessu tagi. Við þær aðstæður þarf að gefa súrefni samfellt í a.m.k. 15 klst. á hverjum sólarhring, það bætir lífsgæði og lengir líf. Öðrum nægir súrefnismeðferð eingöngu að næturlagi, og enn öðrum eingöngu við áreynslu. Strangar reglur gilda um skömmtun súrefnis, uppfylla þarf skilyrði ákveðinna mælinga til þess að fá það afhent, enda er kostnaður við súrefniskaup talsverður og eldhætta veruleg. Árið 2016 þurftu 536 manns á langvinnri súrefnismeðferð að halda, konur voru í meirihluta og búsetan um allt land. Þjónustan við þennan hóp er almennt góð en það vantar mikið upp á framboð á hreyfanlegum súrefnisbúnaði. Gera má ráð fyrir að um 200 manns geti verið á ferðinni þrátt fyrir sjúkdóminn og fyrir þann hóp er hreyfing snar þáttur í meðferðinni, að ekki sé minnst á mikilvægi þess að brjótast út úr félagslegri einangrun. Því miður þurfa of margir að sætta sig við óhentuga og óþægilega kúta í stað þess að fá viðeigandi ferða-súrefnissíur, en aðeins 70 slíkar eru í boði. Það vantar því um 130 tæki til þess að fylla þörfina. Brýnt er að bjóða sjúklingum sem glíma við langvinnan súrefnisskort eins þægilegan súrefnisbúnað og kostur er, það eru sjálfsögð réttindi. Búnaðurinn er fáanlegur, en svo virðist sem vandinn liggi hjá stjórnsýslu heilbrigðisþjónustunnar. Ég hvet til þess að þeir aðilar innan stjórnsýslunnar sem eiga hlut að máli, taki höndum saman og bæti úr þessum vanda án tafar. Fylgst verður grannt með framvindu málsins, enda er um grundvallar-heilbrigðisþjónustu að ræða. Framvindan verður ágæt vísbending um hvort hér ríki raunverulegt góðæri, eða bara sama gamla „gróðærið“ og fyrir hrun.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Súrefni er lífsnauðsynlegt. Það fyllir 21% andrúmsloftsins og líf okkar er háð því að lungun skili því nægilega vel út í blóðrásina. Hjarta- og æðakerfi sjá síðan um að flytja hið súrefnisríka blóð til líffæranna, sem eiga það sameiginlegt að geta ekki starfað nema fá til sín súrefni með þessum hætti. Mörg líffæri þola súrefnisskort aðeins í nokkrar mínútur og verða þá fyrir varanlegum skemmdum. Slíkar skemmdir í hjarta og heila geta leitt til skyndidauða. Vægur súrefnisskortur er hins vegar lúmskari því margir þola hann í skamman tíma án nokkurra einkenna, en standi hann í mánuði eða ár, truflar hann smám saman starfsemi líffæra, ekki síst hjartans. Slík hjartabilun hefur áhrif á önnur líffæri, sem þreytast vegna skorts á blóðflæði og súrefni, og lífslíkur versna. Þrátt fyrir að þetta séu gömul sannindi, þá gengur ekki nægilega vel að tryggja þeim sem lifa við súrefnisskort viðeigandi súrefnisbúnað á því herrans ári 2017. Langvinnir lungnasjúkdómar eru algengasta ástæðan fyrir hægfara súrefnisskorti af þessu tagi. Við þær aðstæður þarf að gefa súrefni samfellt í a.m.k. 15 klst. á hverjum sólarhring, það bætir lífsgæði og lengir líf. Öðrum nægir súrefnismeðferð eingöngu að næturlagi, og enn öðrum eingöngu við áreynslu. Strangar reglur gilda um skömmtun súrefnis, uppfylla þarf skilyrði ákveðinna mælinga til þess að fá það afhent, enda er kostnaður við súrefniskaup talsverður og eldhætta veruleg. Árið 2016 þurftu 536 manns á langvinnri súrefnismeðferð að halda, konur voru í meirihluta og búsetan um allt land. Þjónustan við þennan hóp er almennt góð en það vantar mikið upp á framboð á hreyfanlegum súrefnisbúnaði. Gera má ráð fyrir að um 200 manns geti verið á ferðinni þrátt fyrir sjúkdóminn og fyrir þann hóp er hreyfing snar þáttur í meðferðinni, að ekki sé minnst á mikilvægi þess að brjótast út úr félagslegri einangrun. Því miður þurfa of margir að sætta sig við óhentuga og óþægilega kúta í stað þess að fá viðeigandi ferða-súrefnissíur, en aðeins 70 slíkar eru í boði. Það vantar því um 130 tæki til þess að fylla þörfina. Brýnt er að bjóða sjúklingum sem glíma við langvinnan súrefnisskort eins þægilegan súrefnisbúnað og kostur er, það eru sjálfsögð réttindi. Búnaðurinn er fáanlegur, en svo virðist sem vandinn liggi hjá stjórnsýslu heilbrigðisþjónustunnar. Ég hvet til þess að þeir aðilar innan stjórnsýslunnar sem eiga hlut að máli, taki höndum saman og bæti úr þessum vanda án tafar. Fylgst verður grannt með framvindu málsins, enda er um grundvallar-heilbrigðisþjónustu að ræða. Framvindan verður ágæt vísbending um hvort hér ríki raunverulegt góðæri, eða bara sama gamla „gróðærið“ og fyrir hrun.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun