Utanríkisráðherra segir 25 ára EES samning enn standa fyrir sínu Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 13:06 Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira