Bjarni segir gamaldags að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu greiði ekki arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 19:45 Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira