Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Sex af ráðherrum ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðaáætlunina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. vísir/eyþór Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi, samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áætlunin var kynnt í gær. Hún miðar að því að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varði veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SíldarvinnslanÍ yfirlýsingunni segir að helstu tækifæri Íslands til að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda liggi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. „Rafvæðing bílaflotans er til að mynda raunhæf leið til að nýta innlenda græna orku á hagkvæman hátt og sjávarútvegurinn hefur mikla möguleika á að draga frekar úr losun í gegnum til að mynda orkuskipti og tæknilausnir við veiðar,“ segir í áætluninni. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir skattalega hvata skipta öllu máli varðandi aukna notkun rafbíla. Það sé góður stígandi í notkun slíkra bíla. „Það skýrist fyrst og fremst af því að það er enginn virðisaukaskattur á þessum bílum. Þannig að þeir eru vel samkeppnishæfir í verði við hefðbundna bíla. Ef það væri virðisaukaskattur á þessum bílum þá værum við ekki að sjá þá á götunum,“ segir hann. Hann segir framleiðsluna á rafhlöðum í bílana vera dýra, þótt hún hafi lækkað og muni lækka áfram. „En á meðan hún er dýr þurfum við að hafa niðurfellingu á þessum gjöldum,“ segir Özur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að tækifærin fyrir sjávarútveginn liggi í hagkvæmari skipum og veiðarfærum og hvernig þeim er beitt. Hann segir gríðarlega mikið hafa verið gert til að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi á liðnum árum. „Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki. Við erum að nota margfalt minna af olíu en áður. Menn eru að smíða ný og orkusparneytnari skip og menn eru stöðugt að horfa á orkuferla í landvinnslu,“ segir Gunnþór. Til að mynda hafi verið stigin mjög stór skref í að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira