Landeigendur í Fljótshlíð telja dóm um varnargarð hunsaðan Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Markarfljótið sækir hart að grónu landi í Fljótshlíðinni eftir að legu varnargarðs var breytt segja landeigendur. Fréttablaðið/Vilhelm „Vegagerðin og Landgræðslan hafa aldrei viljað hlusta á neitt sem við höfum lagt til málanna heldur hafa bara verið með skæting við okkur,“ segir Anna Runólfsdóttir á bænum Fljótsdal, einn landeigenda í Fljótshlíð, sem vilja breytingar á varnargarði sem þeir segja valda landbroti við Markarfljót. Er Eyjafjallajökull gaus árið 2010 komi flóð niður Markarfljót og varnargarður frá 1946 skemmdist. Anna segir að Vegagerðin og Landgræðslan hafi þrátt fyrir mótmæli landeigenda fengið framkvæmdaleyfi frá Rangárþingi eystra fyrir gerð varnargarðs í breyttri mynd. „Þeir segja að of mikið viðhald hafi verið á gamla garðinum og ákváðu að gera þetta allt þægilegra fyrir sig. Við landeigendur hér í innhlíðinni héldum því fram frá fyrsta degi að þetta myndi óhjákvæmilega breyta rennslinu því garðurinn var miklu mýkri og endinn á honum beindi fljótinu upp í átt til okkar í staðinn fyrir þangað sem brýrnar eru yfir Markarfljót,“ rekur Anna. Að sögn Önnu reyndist grunurinn réttur. Strax sumarið 2011 hafi orðið mikið landbrot. „Þá skemmdist land sem ekki skemmdist í flóðunum árið á undan,“ segir Anna sem telur að á bilinu 100 til 150 hektarar lands, sem hafi gróið upp eftir að gamli varnargarðurinn var byggður, hafi nú skolast burt. „Sex árum eftir eldgos unnum við dómsmál fyrir Hæstarétti þar sem það er sýnt fram á að þeir hafi alls ekki sinnt nokkurri rannsóknarskyldu áður en þessu var breytt og hafi haldið fram alls konar leiðindum á meðan á þessu stóð.“ Í dómi Hæstaréttar í máli landeigendanna gegn Vegagerðinni, Landgræðslunni og Rangárþingi eystra í febrúar 2016 segir meðal annars að sannað sé að Markarfljótið brjóti með öðrum hætti á garðinum eftir breytinguna. Ekki væri séð að sveitarfélagið hefði sinnt ábendingum landeigenda um mögulegar afleiðingar þess að endurreisa varnargarðinn í breyttri mynd. Málið hafi því ekki verið kannað í samræmi við stjórnsýslulög og því féllist Hæstiréttur á kröfu landeigendanna um að ógilda framkvæmdaleyfið. „Síðan þessi dómur féll höfum við beðið eftir að sótt verði um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breyttum garði,“ segir Anna. Síðan dómurinn féll hafi framkvæmdaaðilarnir látið gera útreikninga og rennslislíkön því þeir vilji alls ekki breyta garðinum. „Við vorum eiginlega hissa á því að þeir skyldu birtu niðurstöðurnar en ekki stinga þeim ofan í skúffu því öll líkönin sýndu mjög skýrt að þessi nýja lögun á garðinum myndi auka rennslið til norðurs, nákvæmlega eins og við sögðum.“ Anna hefur nú skrifað sveitarfélaginu bréf. „Þeir þurfa að gera eitthvað en ekki bíða eftir því að einhverjir aðrir geri eitthvað.“ Sveitarstjórnin fól Ísólfi Gylfa Pálmasyni að upplýsa landeigendur um stöðuna. Ekki náðist í hann í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Vegagerðin og Landgræðslan hafa aldrei viljað hlusta á neitt sem við höfum lagt til málanna heldur hafa bara verið með skæting við okkur,“ segir Anna Runólfsdóttir á bænum Fljótsdal, einn landeigenda í Fljótshlíð, sem vilja breytingar á varnargarði sem þeir segja valda landbroti við Markarfljót. Er Eyjafjallajökull gaus árið 2010 komi flóð niður Markarfljót og varnargarður frá 1946 skemmdist. Anna segir að Vegagerðin og Landgræðslan hafi þrátt fyrir mótmæli landeigenda fengið framkvæmdaleyfi frá Rangárþingi eystra fyrir gerð varnargarðs í breyttri mynd. „Þeir segja að of mikið viðhald hafi verið á gamla garðinum og ákváðu að gera þetta allt þægilegra fyrir sig. Við landeigendur hér í innhlíðinni héldum því fram frá fyrsta degi að þetta myndi óhjákvæmilega breyta rennslinu því garðurinn var miklu mýkri og endinn á honum beindi fljótinu upp í átt til okkar í staðinn fyrir þangað sem brýrnar eru yfir Markarfljót,“ rekur Anna. Að sögn Önnu reyndist grunurinn réttur. Strax sumarið 2011 hafi orðið mikið landbrot. „Þá skemmdist land sem ekki skemmdist í flóðunum árið á undan,“ segir Anna sem telur að á bilinu 100 til 150 hektarar lands, sem hafi gróið upp eftir að gamli varnargarðurinn var byggður, hafi nú skolast burt. „Sex árum eftir eldgos unnum við dómsmál fyrir Hæstarétti þar sem það er sýnt fram á að þeir hafi alls ekki sinnt nokkurri rannsóknarskyldu áður en þessu var breytt og hafi haldið fram alls konar leiðindum á meðan á þessu stóð.“ Í dómi Hæstaréttar í máli landeigendanna gegn Vegagerðinni, Landgræðslunni og Rangárþingi eystra í febrúar 2016 segir meðal annars að sannað sé að Markarfljótið brjóti með öðrum hætti á garðinum eftir breytinguna. Ekki væri séð að sveitarfélagið hefði sinnt ábendingum landeigenda um mögulegar afleiðingar þess að endurreisa varnargarðinn í breyttri mynd. Málið hafi því ekki verið kannað í samræmi við stjórnsýslulög og því féllist Hæstiréttur á kröfu landeigendanna um að ógilda framkvæmdaleyfið. „Síðan þessi dómur féll höfum við beðið eftir að sótt verði um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breyttum garði,“ segir Anna. Síðan dómurinn féll hafi framkvæmdaaðilarnir látið gera útreikninga og rennslislíkön því þeir vilji alls ekki breyta garðinum. „Við vorum eiginlega hissa á því að þeir skyldu birtu niðurstöðurnar en ekki stinga þeim ofan í skúffu því öll líkönin sýndu mjög skýrt að þessi nýja lögun á garðinum myndi auka rennslið til norðurs, nákvæmlega eins og við sögðum.“ Anna hefur nú skrifað sveitarfélaginu bréf. „Þeir þurfa að gera eitthvað en ekki bíða eftir því að einhverjir aðrir geri eitthvað.“ Sveitarstjórnin fól Ísólfi Gylfa Pálmasyni að upplýsa landeigendur um stöðuna. Ekki náðist í hann í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira