Segir Óttari ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 10:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vandar Óttari Proppé heilbrigðisráðherra ekki kveðjuna í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Vísir/Ernir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vandar Óttari Proppé heilbrigðisráðherra ekki kveðjuna í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar kallar hann eftir afsögn ráðherrans og segir honum ekki sætt „við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.“ „Það má leiða að því rök að þegar bæði forsætis- og fjármálaráðuneyti séu á einni og sömu hendi ráði sú hönd landinu. Í dag eru þessi ráðuneyti undir stjórn tveggja manna sem eru að vísu ekki í sama stjórnmálaflokki en úr sömu fjölskyldu,” skrifar Kári og á þar við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra eru frændur. Kári segir afleiðinguna af fjölskyldutengslum ráðherranna tveggja vera að þeir hagi sér eins og ríkið sé fjölskyldufyrirtæki. „Það endurspeglast meðal annars í því að þegar bent er á að það kunni að vera hagsmunatengsl fólgin í því að fjölskylda þeirra sé í miklum og vaxandi viðskiptum við ríkið halda þeir því fram að um róg sé að ræða enda hvernig geta það talist hagsmunatengsl þegar menn eru í viðskiptum við sjálfa sig. Þeir eru einfaldlega að flytja fé úr einum vasa sínum (ríkis) í annan vasa sinn (fjölskyldu). Með þessum orðum er ég ekki að segja að þetta sé að gerast heldur einungis að svona líti þetta út. Og ráðherrunum tveimur virðist sama.” Þá víkur Kári skrifum sínum að heilbrigðiskerfinu og rifjar upp undirskriftasöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann segir að samfélagið hafi krafist þess að forgangsröðun í ríkisfjármálum yrði breytt og heilbrigðiskerfið endurreist, en 86.500 manns skrifuðu undir áskorun Kára. Hann segir einnig að fyrir kosningar hafi leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna heitið því að þeir myndu einhenda sér í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins ef þeir enduðu í ríkisstjórn.Ekki minnsti vottur um uppbyggingu „Nú höfum við búið við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í þrjá og hálfan mánuð og hún hefur lagt fram fimm ára áætlun ríkisfjármála, sem segir það svart á hvítu að hún ætli ekki að standa við fyrirheitin um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Í stað þess að láta meta vandræði kerfisins, ákveða hvað þurfi til þess að leysa þau og reiða það síðan fram vill ríkisstjórnin skammta kerfinu ákveðna fjárupphæð á ári hverju sem miðast við eitthvað allt annað en endurreisn þess,“ skrifar Kári. Hann segir að þó að stjórnendum Landspítalans og fjármálráðherra komi ekki saman um hvort áætlunin geri ráð fyrir niðurskurði hljóti menn að vera sammála um að áætlunin beri ekki með sér hinn minnsta vott um þá uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem kallað hefur verið eftir og stjórnmálamenn lofuðu fyrir kosningar. „Ég hjó eftir því Óttarr að þegar ég talaði við þig í síma um daginn sagðirðu að þótt þú gerðir þér grein fyrir vanda heilbrigðiskerfisins værirðu ekki svo einfaldur að taka ekki tillit til fjárhagslegs raunveruleika. Fjárhagslegi raunveruleikinn er sá að skattar voru lækkaðir af síðustu ríkisstjórn á þeim forsendum að ástandið væri gott í ríkisrekstrinum. Hvaða forsendur voru notaðar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að ástandið væri svo gott að ríkið ætti að afsala sér tekjum meðan það hafði ekki efni á því að sinna sjúkum og meiddum með sóma? Nú lítur út fyrir að ríkisstjórnin sem þú situr í ætli að fylgja fordæmi þeirrar síðustu og afsala sér töluverðum tekjum með lækkun virðisaukaskatts á sama tíma og hún treystir sér ekki í endurreisn heilbrigðiskerfisins.“Ríkisstjórnin neiti sér um vinsældir Hann segir að ekkert myndi afla ríkisstjórninni meiri vinsælda en að standa við loforð um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og spyr hvers vegna hún neiti sér um þann munað. Þá segir hann að ein af afleiðingum fjársveltis Landspítala og annarra hluta opinbers heilbrigðiskerfis séu bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. „Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“ Hann segir eina birtingarmynd þess vera að Sjúkratryggingar Íslands hafi búið að rúmum heimildum til að vera „harkalega aðhaldssamar“ við Landspítalann og örlátir í samningum við stéttarfélög heilbrigðismanna. Afleiðingin sé sú að meðlimir stéttarfélaganna fari að forðast að vinna fyrir hið opinbera. „Eitt af því sem gleymist er að okkar litla samfélag getur ekki staðið undir nema einu heilbrigðiskerfi og flest af því sem er flókið ætti einungis að framkvæma á einum stað á Íslandi, vegna þess að annars eru ekki nægilega mörg tilfelli til þess að hægt sé að viðhalda þekkingu og getu og flytja hvort tveggja á milli kynslóða.“Samfélagið tilbúið að borga hærri skatta Þá dregur Kári sérstaklega upp orð forsætisráðherra um að honum fyndist í lagi að eigendur tækju arð úr einkafyrirtækjum á heilbrigðissviði og setur þau í samhengi við Klíníkina í Ármúla. „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda,“ skrifar Kári og spyr hverjir standi að Klíníkinni. „Svar við þeirri spurningu færir okkur aftur að hagsmunaárekstrunum sem ég drap á í byrjun. Yfirlæknir og stærsti eigandi er Hrólfur Einarsson Sveinssonar. Forsætisráðherra og hann eru bræðrasynir. Stjórnarformaður er eiginkona Gunnars Viðar sem er besti vinur Jóns Benediktssonar, bróður forsætisráðherra. Hugmyndasmiður og stofnandi er dugnaðarforkurinn og eldhuginn Ásdís Halla sem ólst upp við fótskör Engeyinganna. Er nema von að samfélagið spyrji hvort þarna sé komin ástæða þess að Bjarna finnist eðlilegt að eigendur einkafyrirtækja á heilbrigðissviði geti tekið út arð og þess að hann fyrst sem fjármálaráðherra og nú sem forsætisráðherra vill ekki fjármagna Landspítalann að þörfum? Ég á ekki svar við þessari spurningu en ég vona svo sannarlega að það sé nei.” „Eitt er víst Óttarr að samfélagið er reiðubúið til þess að borga hærri skatta til þess að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar,” skrifar Kári og segir að Óttarr verði að líta í eigin barm. Hann segir að Óttarr geti meðal annars með því að lesa yfir jómfrúarræðu sína sem hann hélt á Alþingi árið 2013. „Guð hjálpi þeim sem heillast af hagfræðitölum hveitiframleiðslunnar en staldrar ekki við til að dást að kornaxinu. Þótt peningar falli vissulega ljúfar ofan í reiknilíkön og prósentur en aðrir þættir mannlífsins, þá skipta aðrir hlutir ekki síður máli. Kærleikur, virðing og mannréttindi eru ekki síður mikilvæg og ber að hafa hugfast í störfum bæði þings og ríkisstjórnar. Höfum það hugfast að við vorum ekki bara kosin til að taka ákvarðanir og fara með völd, heldur til þess að þjóna almenningi í landinu. Gerum það, verum góð,“ sagði heilbrigðisráðherrann meðal annars í ræðunni. „Þegar þú verður búinn að hlusta á þetta hundrað sinnum er ég viss um að þér finnst þetta ekki lengur bara fallegt og sniðugt heldur líka satt. Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi,“ skrifar Kári að lokum.Grein Kára má lesa hér. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vandar Óttari Proppé heilbrigðisráðherra ekki kveðjuna í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar kallar hann eftir afsögn ráðherrans og segir honum ekki sætt „við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi.“ „Það má leiða að því rök að þegar bæði forsætis- og fjármálaráðuneyti séu á einni og sömu hendi ráði sú hönd landinu. Í dag eru þessi ráðuneyti undir stjórn tveggja manna sem eru að vísu ekki í sama stjórnmálaflokki en úr sömu fjölskyldu,” skrifar Kári og á þar við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra eru frændur. Kári segir afleiðinguna af fjölskyldutengslum ráðherranna tveggja vera að þeir hagi sér eins og ríkið sé fjölskyldufyrirtæki. „Það endurspeglast meðal annars í því að þegar bent er á að það kunni að vera hagsmunatengsl fólgin í því að fjölskylda þeirra sé í miklum og vaxandi viðskiptum við ríkið halda þeir því fram að um róg sé að ræða enda hvernig geta það talist hagsmunatengsl þegar menn eru í viðskiptum við sjálfa sig. Þeir eru einfaldlega að flytja fé úr einum vasa sínum (ríkis) í annan vasa sinn (fjölskyldu). Með þessum orðum er ég ekki að segja að þetta sé að gerast heldur einungis að svona líti þetta út. Og ráðherrunum tveimur virðist sama.” Þá víkur Kári skrifum sínum að heilbrigðiskerfinu og rifjar upp undirskriftasöfnun sína um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann segir að samfélagið hafi krafist þess að forgangsröðun í ríkisfjármálum yrði breytt og heilbrigðiskerfið endurreist, en 86.500 manns skrifuðu undir áskorun Kára. Hann segir einnig að fyrir kosningar hafi leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna heitið því að þeir myndu einhenda sér í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins ef þeir enduðu í ríkisstjórn.Ekki minnsti vottur um uppbyggingu „Nú höfum við búið við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í þrjá og hálfan mánuð og hún hefur lagt fram fimm ára áætlun ríkisfjármála, sem segir það svart á hvítu að hún ætli ekki að standa við fyrirheitin um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Í stað þess að láta meta vandræði kerfisins, ákveða hvað þurfi til þess að leysa þau og reiða það síðan fram vill ríkisstjórnin skammta kerfinu ákveðna fjárupphæð á ári hverju sem miðast við eitthvað allt annað en endurreisn þess,“ skrifar Kári. Hann segir að þó að stjórnendum Landspítalans og fjármálráðherra komi ekki saman um hvort áætlunin geri ráð fyrir niðurskurði hljóti menn að vera sammála um að áætlunin beri ekki með sér hinn minnsta vott um þá uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem kallað hefur verið eftir og stjórnmálamenn lofuðu fyrir kosningar. „Ég hjó eftir því Óttarr að þegar ég talaði við þig í síma um daginn sagðirðu að þótt þú gerðir þér grein fyrir vanda heilbrigðiskerfisins værirðu ekki svo einfaldur að taka ekki tillit til fjárhagslegs raunveruleika. Fjárhagslegi raunveruleikinn er sá að skattar voru lækkaðir af síðustu ríkisstjórn á þeim forsendum að ástandið væri gott í ríkisrekstrinum. Hvaða forsendur voru notaðar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að ástandið væri svo gott að ríkið ætti að afsala sér tekjum meðan það hafði ekki efni á því að sinna sjúkum og meiddum með sóma? Nú lítur út fyrir að ríkisstjórnin sem þú situr í ætli að fylgja fordæmi þeirrar síðustu og afsala sér töluverðum tekjum með lækkun virðisaukaskatts á sama tíma og hún treystir sér ekki í endurreisn heilbrigðiskerfisins.“Ríkisstjórnin neiti sér um vinsældir Hann segir að ekkert myndi afla ríkisstjórninni meiri vinsælda en að standa við loforð um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og spyr hvers vegna hún neiti sér um þann munað. Þá segir hann að ein af afleiðingum fjársveltis Landspítala og annarra hluta opinbers heilbrigðiskerfis séu bætt rekstrarskilyrði fyrir einkarekstur. „Sá grunur er farinn að læðast að fólki að þessi afleiðing sé ein af ástæðunum eða með öðrum orðum að Landspítalinn og aðrir hlutar opinbera heilbrigðiskerfisins séu meðvitað eða ómeðvitað fjársveltir til þess ýta undir einkarekstur.“ Hann segir eina birtingarmynd þess vera að Sjúkratryggingar Íslands hafi búið að rúmum heimildum til að vera „harkalega aðhaldssamar“ við Landspítalann og örlátir í samningum við stéttarfélög heilbrigðismanna. Afleiðingin sé sú að meðlimir stéttarfélaganna fari að forðast að vinna fyrir hið opinbera. „Eitt af því sem gleymist er að okkar litla samfélag getur ekki staðið undir nema einu heilbrigðiskerfi og flest af því sem er flókið ætti einungis að framkvæma á einum stað á Íslandi, vegna þess að annars eru ekki nægilega mörg tilfelli til þess að hægt sé að viðhalda þekkingu og getu og flytja hvort tveggja á milli kynslóða.“Samfélagið tilbúið að borga hærri skatta Þá dregur Kári sérstaklega upp orð forsætisráðherra um að honum fyndist í lagi að eigendur tækju arð úr einkafyrirtækjum á heilbrigðissviði og setur þau í samhengi við Klíníkina í Ármúla. „Það ber að hafa í huga að allar tekjur Klíníkurinnar af þessum aðgerðum eiga rætur sínar í því að Landspítalinn er undirfjármagnaður þannig að hann getur ekki sinnt nema hluta af þeim aðgerðum sem samfélagið þarf á að halda,“ skrifar Kári og spyr hverjir standi að Klíníkinni. „Svar við þeirri spurningu færir okkur aftur að hagsmunaárekstrunum sem ég drap á í byrjun. Yfirlæknir og stærsti eigandi er Hrólfur Einarsson Sveinssonar. Forsætisráðherra og hann eru bræðrasynir. Stjórnarformaður er eiginkona Gunnars Viðar sem er besti vinur Jóns Benediktssonar, bróður forsætisráðherra. Hugmyndasmiður og stofnandi er dugnaðarforkurinn og eldhuginn Ásdís Halla sem ólst upp við fótskör Engeyinganna. Er nema von að samfélagið spyrji hvort þarna sé komin ástæða þess að Bjarna finnist eðlilegt að eigendur einkafyrirtækja á heilbrigðissviði geti tekið út arð og þess að hann fyrst sem fjármálaráðherra og nú sem forsætisráðherra vill ekki fjármagna Landspítalann að þörfum? Ég á ekki svar við þessari spurningu en ég vona svo sannarlega að það sé nei.” „Eitt er víst Óttarr að samfélagið er reiðubúið til þess að borga hærri skatta til þess að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins. Ef samráðherrar þínir vilja það ekki verður þú að horfast í augu við sjálfan þig og spyrja hvort þú viljir taka þátt í þessu, vegna þess að það ert þú sem verður endanlega kallaður til ábyrgðar,” skrifar Kári og segir að Óttarr verði að líta í eigin barm. Hann segir að Óttarr geti meðal annars með því að lesa yfir jómfrúarræðu sína sem hann hélt á Alþingi árið 2013. „Guð hjálpi þeim sem heillast af hagfræðitölum hveitiframleiðslunnar en staldrar ekki við til að dást að kornaxinu. Þótt peningar falli vissulega ljúfar ofan í reiknilíkön og prósentur en aðrir þættir mannlífsins, þá skipta aðrir hlutir ekki síður máli. Kærleikur, virðing og mannréttindi eru ekki síður mikilvæg og ber að hafa hugfast í störfum bæði þings og ríkisstjórnar. Höfum það hugfast að við vorum ekki bara kosin til að taka ákvarðanir og fara með völd, heldur til þess að þjóna almenningi í landinu. Gerum það, verum góð,“ sagði heilbrigðisráðherrann meðal annars í ræðunni. „Þegar þú verður búinn að hlusta á þetta hundrað sinnum er ég viss um að þér finnst þetta ekki lengur bara fallegt og sniðugt heldur líka satt. Á því augnabliki segirðu af þér sem heilbrigðisráðherra og hættir að styðja þessa ríkisstjórn af því þú gerir þér grein fyrir því að þér er ekki sætt við hliðina á mönnum sem líta á kærleikann sem reiknivillu í ríkisbókhaldi,“ skrifar Kári að lokum.Grein Kára má lesa hér.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira