Þjónustumiðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi Kristín Einarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:39 Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun